Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2004, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 16.06.2004, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! G runnskólar á Suðurnesjum slitu skólastarfi ísíðustu viku og útskrifuðu nemendur úr 10.bekk. Útkoma úr samræmdu prófunum var misjöfn meðal skóla en Grunnskóli Grindavíkur var með hæstu meðaleinkunn skóla á Suðurnesjum 6,85 og nokkru ofar en landsmeðaltalið sem var 6,45. Holtaskóli kom næstur með meðaleinkunnina 6,50 og meðaltal einkunna samræmdra prófa í Heiðarskóla var 6,18. Víkurfréttir leituðu til skólastjóra grunnskóla á Suðurnesj- um og fengu viðbrögð þeirra við útkomu úr samræmdu prófunum. Holtaskóli Jónína Guðmundsdóttir, skólastjóri Ég er mjög ánægð með mitt fólk og þau uppskáru í sam- ræmi við þá vinnu sem þau höfðu lagt á sig. Það er gott námsfólk í skólanum og þau mynduðu námshópa seinni hluta vetrar með dyggri aðstoð foreldra. Krakkarnir undir- bjuggu sig mjög vel, sinntu náminu vel bæði í skólanum og utan og þau uppskáru samkvæmt því. Við erum að sjálfsögðu mjög stolt af því að Holtaskóli sé með hæsta meðaltal einkunna í 10. bekk af skólum á Suðurnesjum. Við erum hærri en landsmeðaltalið í öllum prófum nema einu. Grunnskóli Grindavíkur Gunnlaugur Dan Ólafsson, skólastjóri Ég er mjög ánægður með árangurinn og þetta er okkar besti árangur á samræmdum prófum. Skólinn hefur verið að bæta árangur sinn í samræmdum prófum á undanförn- um árum og að þessu sinni er um að ræða námslega sterk- an árgang sem eiga áhugasama foreldra. Þegar upp er staðið er áhugi og aðstoð foreldra við heimanám barna sinna lykilatriði. Grunnskólinn í Sandgerði Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri 10. bekkur í skólanum þetta árið hefur átt á brattan að sækja í náminu og virðast þó heldur hafa sótt í sig veðrið. Því mun fámennari sem hóparnir eru hefur hver einstak- lingur meira að segja í meðaltali. En ég vil taka það fram að hópurinn sem fer úr skólanum þetta árið er einstaklega ljúfur og ég hef fulla trú á því að þau eigi eftir að standa sig í framtíðinni. Gerðaskóli Erna M. Sveinbjarnardóttir, skólastjóri Árangurinn var hefðbundinn og sumt betra en annað. Hér er vandað til kennslu og lítil kennaraskipti, en allur stöð- ugleiki skiptir máli. Skólastarfið hefur verið jákvætt í vet- ur og gengið ljúft fyrir sig. Í heildina séð erum við ánægð með krakkana okkar og ég treysti þeim í hvað sem er í framhaldinu, en auðvitað hefðu kannski sumir þurft að bretta frekar upp ermar í náminu. Heiðarskóli Gunnar Jónsson, skólastjóri „Þessi árangur var viðunandi þó að alltaf megi gera betur. Annars lít ég ekki á útkomu úr samræmdum prófum sem einhvern allsherjar dóm yfir hæfni nemenda heldur bara eitt mat, en stór hópur nemenda úr skólanum stóð sig afar vel.“ Myllubakkaskóli Sigurður Ingimundarson, skólastjóri Sigurður Ingimundarson, annar skólastjóra Mylllubakka- skóla, sagði árangurinn hjá þeim vera misjafnan eftir fög- um. „Við héldum okkur í landsmeðaltali í stærðfræði og erum mjög ánægð með það og stefnum á að gera betur á næsta ári“. Sigurður bætti því við að lykilatriðið á bak við árangur í skóla væri þáttur heimilanna og að foreldrar tækju virkan þátt í námi barnanna. „Annars er þetta bara einkunn úr einu prófi en ekki einhver lokadómur um framtíð þeirra“. Njarðvíkurskóli Gylfi Guðmundsson, skólastjóri „Það er margt afburðarfólk í útskriftarhópnum en hins vegar er einnig stór hópur sem dregur niður meðaltalið. En þetta er alltaf slagurinn stóri að ná árangri. Lykilatriðið er baklandið þ.e. að foreldrar sýni námi barn- anna meiri áhuga og ef að það er í lagi erum við á réttri leið.“ Skólaslitin voru þau síðustu hjá Gylfa og segist hann sátt- ur við búið sem hann skilar af sér enda sé skólinn í góðum höndum. „Ég hef engar áhyggjur af framtíðinni og er viss um að Lára á eftir að standa sig frábærlega. Ég hef unnið með henni í átta ár og hefði ekki viljað sjá nokkurn annan í stöðunni.“ Stóru-Vogaskóla Snæbjörn Reynisson, skólastjóri Þegar einkunnir á samræmdu grunnskólaprófi eru bornar saman er vert að hafa eftirfarandi í huga: Samræmd próf eru ekki lengur skylda í 10. bekk og mjög misjafnt er milli skóla hve hátt hlutfall nemenda tekur þau. Hæst er hlut- fallið í íslensku, stærðfræði og ensku en í samfélagsfræði og náttúrufræði er hlutfallið víða mjög lágt. Rannsóknir sýna að sterkustu forspárþættirnir varðandi námsgengi tengjast menntun foreldra. Menntunarlegur bakgrunnur foreldra getur verið mjög breytilegur milli skólahverfa, jafnvel innan sama sveitarfélags. Þar sem menntun foreldra er í lægri kantinum reynir meira á færni skólanna til að brúa það bil sem skapast milli nemenda sem þannig eru staddir og þeirra sem eiga bakhjarl í skólareyndum foreldrum. Í þessu kristallast, að mínum dómi, vandamál sem og sóknarfæri margra landsbyggðarskóla. N ítjánda til 28. maí fóru 10. bekk-ingar Myllubakkaskóla ásamtþrem kennurum, einu foreldri og ritara skólans í vorferð. Farin var hringferð um Ísland, með viðkomu í Færeyjum. Í ferðinni um Ísland var gist í Grunnskól- anum á Stöðvarfirði og í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Á báðum stöðum var tekið á móti okkur með miklum höfð- ingsskap enda eru gamlir Keflvíkingar húsráðendur þar. Á Seyðisf irði gerðum við lykkju á leið okkar, Ingiber ók glænýjum fararskjótanum frá SBK um borð og við sigldum með Norrænu til Færeyja. Gist var í svefnpokaplássi um borð. Við höfðum fjóra 9 manna klefa. Hver klefi var eins og skápur og kojunum raðað eins og u-i í þrjár hæðir. Þar gilti: ,,þröngt mega sáttir sitja“ enda freistuðust nokkrir til að vaka heldur lengi. Veitingastaðir, verslanir, spilasalir og diskótek voru spennandi og ýmsir þurftu að prófa framandi ístegundir. Í Færeyjum tóku foreldrar og færeysku kunningjar okkar og vinir á móti okkur og hjá þeim dvöldum við í góðu yfirlæti. Margt var til gamans gert og ýmsir staðir skoðaðir. Katrín Reynisdóttir ,,Njarðvík- ingur“ var leiðsögumaður okkar í Þórs- höfn og fór með okkur, í suð- rænni sólskinsblíðu, í gegnum Viðargerði niður að Þinganesi. þar tók á móti okkur Finnur Jakobsen tengdafaðir Katrínar en hann er áhugamaður um varðveislu þessa gamla bæjarhluta. Hann sagði okkur sögu staðarins. Í Þórshöfn dönsuðum við einnig færeyskan dans í Hornahúsinu, heimsótt- um Eysturskúlann, fórum í sund, keilu og versluðum. Í Norðurlandahúsinu fór- um við á ,,Stjörnuskot“ tónleika ungs, færeysks tónlistarfólks. þetta var stórkostleg upplifun, boðið var upp á klassík, rokk, kórsöng, einsöng og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Skærasta stjarnan var Brandur Enni sem kom og heilsaði upp á ís- lensku krakkana eftir tónleikana. Við ókum til Gjáar, litum yfir til Kalseyjar sem tengist þjóðsög- unni um ,,Selamóðurina“, sáum Risann og kerlinguna sem ætluðu að sameina Færeyjar og Ísland en döguðu uppi og urðu að steini og Slættaratind sem er hæsta fjall Færeyja og siglum til Klakks- víkur. Í Klakksvík tók einn bæjarstjórnarmanna á móti okkur, sagði okkur frá bænum og bauð upp á marglita gosdrykki til hress- ,,Føroyatúrur næminga í Námsgrein Grunnskólinn í Grindavík Holtaskóli Heiðarskóli Gerðaskóli Njarðvíkurskóli Stóru-Vogaskóli Myllubakkaskóli Sandgerðisskóli Landsmeðaltal Íslenska 6,8 6,9 6,8 6,8 6,4 6,3 6,1 6,1 6,8 Stærðfræði 6,8 6 5,7 4,7 5,2 4,6 5,3 4,3 5,8 Enska 7,4 7,2 6,9 6,7 6,8 6,9 6,4 5,8 7 Danska 6,7 6,2 6,3 5,8 5,8 6 5,4 5,2 6,5 Náttúrufræði 6,3 6,4 5,4 5,2 5,4 5,3 5 5 6,3 Samfélagsfræði 7,1 6,3 6 6,1 5 5,3 5,3 5,2 6,3 Meðaltal 6,85 6,50 6,18 5,88 5,77 5,73 5,58 5,27 6,45 ➤ Skólastarfið á Suðurnesjum: Hæsta meðaleinkunn á samræmdum prófum í Grindavík 25. tbl. 2004 32 sidur 15.6.2004 14:45 Page 16

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.