Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2004, Page 8

Víkurfréttir - 16.06.2004, Page 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ Ferðaþjónusta í Reykjanesbæ: Stöðvaður kolólöglegur á Garðvegi ■ Ökumaður á ótryggðum og óskráðum bíl var stöðvaður af lögreglunni í Keflavík á Garð- vegi á fimmtudagskvöld. Maður- inn hafði einnig skipt um skrán- ingarplötur á bifreiðinni. Sama kvöld voru einnig þrír ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað og sex ökumenn voru kærðir fyr- ir að vera ekki með bílbeltin spennt. Ennfremur var einn ökumaður stöðvaður vegna ölvunaraksturs. Hænuegg kaupir eggjabúið Nesbú á Vatnsleysuströnd ■ Undirritaður hefur verið kaupsamningur milli KB Banka og Hænueggs ehf. vegna kaupa hins síðarnefnda á eggjabúinu Nesbú á Vatnsleysuströnd. Eig- endur Hænueggs ehf. eru Miklholtshellisbúið ehf., Efri- Mýrabúið ehf. og Runólfur B. Gíslason í Auðsholti. Nýir eigendur hafa nú þegar tek- ið við rekstri búsins, segir í fréttatilkynningu. „Milligöngu- aðilar um samningaviðræður á vegum kaupenda voru aðilar frá Lex lögmannsstofu og Deloitte hf. Forstjóri Nesbúsins verður Bjarni Einarsson sem einnig er framkvæmdastjóri Miklholtshell- isbúsins ehf. og mun hann sinna því starfi áfram,“ segir ennfrem- ur í fréttatilkynningu. stuttar f r é t t i r F erðaþjónustan Alex hef-ur opnað nýtt þriggjastjörnu tjaldsvæði við gisti- og bílaþjónustusvæði fyr- irtækisins við Aðalgötu í Reykjanesbæ. Svæðið var opnað við hátíðlega athöfn á föstudaginn en aðstaðan er öll hin glæsilegasta og er stefna fyrirtækisins að hasla sér enn frekar völl í ferðaþjónust- unni. Gestir hafa aðgang að margskon- ar þjónustu m.a. að farangurs- geymslu og setustofu með sjón- varpi og síma. Þá verður á staðn- um fullkomin aðstaða fyrir hús- bíla. Samningur BS og Securitas um útkallsþjónustu undirritaður Ísíðustu viku undirrit-uðu Árni Guðmundssonforstöðumaður Gæslu- sviðs Securitas og Sigmund- ur Eyþórsson slökkviliðs- stjóri Brunavarna Suður- nesja samning um útkalls- þjónustu. Meginmarkmið samningsins er að tryggja gæði og auka enn frekar öryggi og þjónustu viðskiptavina Securitas. Verk- efni BS verður í aðalatriðum þess eðlis að bregðast við öll- um boðun kerfa sem tengd eru við stjórnstöð Securitas. Með þessum samning eru Brunavarnir Suðurnesja orðnir aðal viðbragðsaðilar öryggis- og viðvörunarkerfa á öllum Suðurnesjum. Alex opnar tjaldsvæði Klósett og rúða brotin við Garðsskaga ■ Unnin voru eignaspjöll í ná- grenni Garðskagavita á að- faranótt laugardags, en lögregl- unni í Keflavík var tilkynnt um að nokkur mannfjöldi væri þar samankominn. Búið var að brjóta almenningssalerni og rúðu í þjónustuhúsi tjaldstæðis sem stendur við Garðskagavita. Vitni voru að atburðinum og vit- að er hver var þar að verki og hugðist lögreglan í Keflavík ræða við viðkomandi. 24 TÍMA FRÉTTAVAKT 898 2222 25. tbl. 2004 32 sidur 15.6.2004 13:19 Page 8

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.