Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2004, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 16.06.2004, Qupperneq 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! MUNDI Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttafréttir), sími 868 7712, sport@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is ➤ Volkswagen í Þýskalandi: Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0000 Varnarliðið getur ekki einu sinni passað Rockville. Hvernig á það þá að verja Ísland? Kallinn á kassanum UM SÍÐUSTU HELGI var Kallinn staddur í garðveislu þar sem margt var um manninn. Þar voru rædd mál sem Kallinum þótti merkileg. Ein spurning sem brann á vörum margra var sú af hverju hafi legið svo á að koma Byrgisfólkinu út úr Rockville? Nú hafa húsin staðið auð í heilt ár og það veit hreinlega enginn hvað eigi að verða um þetta svæði. Þær tug- milljónir sem Byrgisfólkið eyddi í að gera húsnæðið í Rockville upp fóru út um gluggann. Og nú er búið að legg- ja svæðið í rúst. NÚ ER SVO komið að ekki reynist unnt að gæta öryggis á svæðinu. Krakkar hafa verið að leggja leið sína inn á svæðið og er Kallinn ekki hissa á því. Svæðið er í rúst og það er margt spennandi sem þar er hægt að skoða og sumir gera sér það að leik að eyðileggja hluti við slíkar aðstæð- ur. BYRGIÐ OG STARFSEMI þess setti mikinn svip á Suðurnesin. Langflestir þeirra sem Kallinn þekkir vildu hafa starfsemi Byrgisins áfram í Rockville. Byrgisbúum leið vel þar og þar vildu þeir áfram vera - um ókomna framtíð. Kallinn vonar að það muni koma í ljós af hverju Byrgisfólkinu var úthýst úr Rockville í svo miklum flýti fyrir ári síðan. Fáránlegt mál frá upphafi til enda og til skammar fyrir alla aðila á Suðurnesjum. Eiga aðilar sem hafa áhuga á að vera með starfsemi hér á svæðinu á hættu að vera hraktir burtu líkt og gerðist með Byrgisfólkið? ERU EINHVERJIR SUÐURNESJA- MENN að fylgjast með Evrópumótinu í knattspyrnu? Kallinn heldur með frökkunum, bara svo það sé á hreinu. KALLINUM BARST BRÉF frá konu í Garðinum sem ætlar að fara af stað með undirskriftasöfnun varðandi sameiningarmál. Konan segir í bréf- inu að hún vilji að skoðaðir verði kostir sameiningar. Kallinn hvetur íbúa í Garði, Sandgerði, Vogum og Grindavík til að fara af stað með und- irskriftasafnanir til að hvetja stjórn- endur sveitarfélaganna til að skoða kosti sameiningar. Það þýðir ekki endalaust að stinga höfðinu niður í sandinn og hundsa vilja fólksins. Það er bara liðin tíð! KALLINN HEFUR FENGIÐ nóg af Ástþóri Magnússyni atvinnuforseta- frambjóðanda og tómatsósugúrú. Hvað er maðurinn að eyða tíma fólks með því sem hann er að gera? Frétta- menn hafa um eitthvað þarfara að skrifa eða segja frá heldur en bjána- legum upphlaupum mannsins. Því miður er það einn af göllum lýðræð- isins að menn eins og Ástþór geti boðið sig fram. KALLINN ÓSKAR Suðurnesjamönn- um öllum gleðilegs þjóðhátíðardags. Sameiningarkveðja, kallinn@vf.is H eill og sæll kall (semgamall íslenskukennariætti ég vitanlega að skrifa KARL). Þakka þér hvatn- inguna í síðasta pistli. Vissulega hljómar spenn- andi hugmyndin um akstursbraut- ina hér á Suðurnesjum. Var bú- inn að afla mér upplýsinga um málið. Það virðist standa þannig að fjárfestarnir eru að hugsa sinn gang en virðast hrifnir af aðstæð- um. Kostir okkar eru þeir að hér er allra veðra von en hægt að nýta jarðhitann úr Svartsengi til upphitunar á brautunum. Sem sagt- kjörinn tilraunavettvangur fyrir dekk og akstur. Enn eitt dæmið um hvað Ísland hentar vel til tilrauna. Á þeim forsendum höfum við einmitt náð hingað vetnisverkefninu í samstarfi við stór og öflug alþjóðafyrirtæki. Ekki er nokkur vafi að við eigum að taka hugmyndinni um aksturs- brautina opnum örmum og hygg ég að svo haf i verið gert. Ákvörðun er hins vegar í hönd- um fjárfestanna enda um veru- legar upphæðir að ræða. Ljóst er að ef af yrði kæmu mörg störf og velta inn í okkar samfélag. Og sannarlega þurfum við á því að halda. Ég hygg reyndar að mjög margt sé í gerjun varðandi at- vinnulíf okkar á Suðurnesjum og trúi að á næstu misserum munum við sjá margt athyglisvert gerast hér. Meginatriðið er að við séum bjartsýn og snúum bökum sam- an. Sundurlyndi og úrtölur drepa allt í dróma. Með kveðju, Hjálmar Árnason. P.s. Ósköp þætti mörgum nú skemmtilegra að KALLINN skrif- aði góða pistla sína undir nafni. Yrði umræðan ekki enn opnari og málefnalegri ef allir settu stafi sína undir? H ér á landi er staddurhópur Þjóðverja sem erhingað kominn til þess að reynsluaka VW Touareg jeppanum við sem fjöl- breyttastar aðstæður. Hópur- inn kom til landsins á laugar- dag og hafði Kjartan Steinars- son hjá Heklu í Reykjanesbæ umsjón með móttöku á hópn- um og þjónustaði bílana áður en hópurinn tók við þeim. Bíl- arnir komu hingað til lands frá Marokkó.Volkswagenmenn voru mjög ánægðir með undir- búning Kjartans og þá þjón- ustulipurð sem hann sýndi. Hér á landi munu Þjóðverjarnir aka bílunum við aðstæður sem eru torfundnar í Þýskalandi. Ekið verður á hefðbundnum íslensk- um malarvegum, um fjallvegi og jeppaslóða þar sem meðal annars er ekið er yfir óbrúaðar ár, auk þess sem þýsku ökumennirnir fá að aka jeppunum um íslenska jökla. Vegna þessa verkefnis fluttu Volkswagen verksmiðjurn- ar fimm Touareg jeppa hingað til lands. Volkswagen verksmiðjurnar buðu áhugasömum eigendum Touareg lúxusjeppana og vænt- anlegum kaupendum þeirra að reynsluaka bílunum við framandi aðstæður þar sem allir kostir bíls- ins fá að njóta sín. Unnt var að velja milli reynsluaksturs í Kína, S-Afríku, Marokkó, Bandaríkj- unum og á Íslandi. Flestir völdu að reynsluaka bílnum á Íslandi og í Marokkó. Alls koma 16 áhugamenn um VW Touareg hingað til lands í tveimur hópum til að reyna bílinn og læra á hann. Hvor hópur um sig keyrir um Ís- lands í vikutíma. Þaulvanir farar- stjórar og fjallamenn fylgja þýsku ökumönnunum og aðstoða þá við aksturinn og sjá til þess að farið verði eftir lögum og ekki ekið utan vega. Touareg er fyrsti jeppinn sem Volkswagen verksmiðjurnar framleiða en jeppinn var frum- sýndur í París haustið 2002. Tou- areg jeppinn er vinsælasti bíllinn í flokki lúxusjeppa í Evrópu. Til þess að mæta eftirspurn hafa Volkswagen verksmiðjurnar ákveðið að auka framleiðslu á Touareg jeppanum úr 60 þúsund bílum á ári upp í 100 þúsund bíla. Forráðamenn Volkswagen verk- smiðjanna eru afar hrifnir af Ís- landi sem sést best á því að Hekla var fyrsta Volkswagen um- boðið í heiminum til þess að sýna Touareg jeppan. Hjá Volkswagen verksmiðjunum eru uppi áform um að nýta Ísland og fjölbreyttar aðstæður hér á landi til frekari kynningar á Volkswagen bílum í framtíðinni. Hjálmar svarar Kallinum Ánægt með þjónustu Heklu í Reykjanesbæ FYLGIST MEÐ Á www.vf.is 25. tbl. 2004 32 sidur 15.6.2004 14:41 Page 10

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.