Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2004, Qupperneq 24

Víkurfréttir - 16.06.2004, Qupperneq 24
sportið 24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Sparisjóðurinn styrkir GS Sparisjóðurinn í Keflavík og Golfklúbbur Suðurnesja hafa gert með sér samstarfssamning til fimm ára sem var undirrit- aður nú á dögunum. Samningurinn felur í sér víðtækan styrk til starfsemi GS og má m.a. nefna Sparisjóðsmótið, keppn- issveitir GS og fær unglingastarf klúbbsins einnig sinn skerf. Sparisjóðurinn hefur verið einn af bakhjörlum GS undan- farin ár og með samningnum er það samstarf treyst og aukið enn frekar. Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri og Gunnar Þórarinsson, formaður GS lýstu yfir ánægju með samvinnuna við undirritun samningsins og töldu að báðir aðilar myndu njóta góðs af honum í náinni framtíð.Laugardaginn 5. júní sl.fór fram árlegt Íslands-mót ÍF í frjálsum íþrótt- um utanhúss á Kópavogsvelli. Keppt var í flokki hreyfihaml- aðra, þroskaheftra og blindra. Nes átti þar fjóra keppendur í flokki þroskaheftra sem stóðu sig frábærlega og voru á palli í öllum greinum sem þeir kepp- tu í þar á meðal unnu þeir þre- falt í kúluvarpi karla á mótinu. Keppendur frá Nes voru: Arn- ar Már Ingibjörnsson sem náði 1. sæti, gull (Íslandsmeistari) í 100m hlaupi, hástökki og lang- stökki, 2. sæti, silfur í kúlu- varpi og spjótkasti og 3. sæti brons í kringlukasti, Guð- mundur Ingi Einarsson sem náði 1. sæti, gull (Íslandsmeist- ari) í kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti, Sigríður Karen Ásgeirsdóttir náði 1. sæti, gull (Íslandsmeistari) í hástökki og kringlukasti, 2. sæti, silfur í langstökki, spjótkasti og kúlu- varpi, Ragnar Ólafsson náði í 3. sæti, brons í kúluvarpi og langstökki. Árangur keppenda er að finna á vefsíðu félagsins www.gi.is/nessport undir mót. Krakkar úr 3. flokkiknattspyrnuliðs Reynisog Víðis hlupu á laugar- daginn alla leið til Hafnar- fjarðar með áskorun til stjórn- valda um flýtingu á tvöföldun Reykjanesbrautar. Krakkarnir höfðu staðið fyrir undirskriftasöfnun og fengið nær 4000 undirskriftir sem þau af- hentu Guðmundi Hallvarðssyni, formanni samgöngunefndar Al- þingis, við komuna í Hafnarfjörð eftir að hafa hlaupið allt frá hringtorginu við Mánagrund. Reynir Sveinsson hjá Víði sagði stemmninguna á leiðinni hafa verið frábæra þrátt fyrir slæmt veður, rigningu og mótvind. „Það sem kom mér þó helst á óvart var hversu krakkarnir voru jákvæðir og til í að leggja mikið á sig.“ Skarphéðinn Guðmundsson liðs- maður Víðis var að öllum ólöst- uðum maður dagsins þar sem hann hljóp 27 kílómetra af 38 og þar af síðustu 20 kílómetrana án hvíldar. Reynir sagði móttökurnar hafa verið góðar og bætti því við að það hafi verið þreyttir krakkar sem héldu heim í rútunni. Þess má einnig geta að krakkarn- ir voru líka að safna áheitum til styrktar keppnisferðalagi til Sví- þjóðar og er rétt að benda á að sú söfnun stendur enn yfir og er hægt að leggja þeim lið með því að hringja í síma 902-5050 og verða þá 300 kr. gjaldfærðar af símreikningi. „Ég vona bara að Suðurnesja- menn séu tilbúnir til að leggja krökkunum lið eftir það sem þau lögðu á sig fyrir þetta sameigin- lega hagsmunamál“. 3. flokkur Keflavíkur enn ósigraður Stelpurnar í 3. flokki Keflavíkur sigruðu Reyni/Víði 5-1 í Kefla- vík á föstudag. Helena Rós Þór- ólfsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Keflavík, þar af eina markið sem skorað var í fyrri hálfleik. Karen Sævarsdóttir og Eva Kristinsdótt- ir skoruðu sitthvort markið fyrir Keflavík. Hanna María skoraði fyrir Reyni/Víði. Keflavíkurstelpurnar hafa nú spilað fjóra leiki og unnið þá alla með markatöluna 27-3 og hefur Helena Rós gert 11 mörk í þess- um leikjum. 6. flokkur Keflavíkur stóð sig vel á Tungu- bökkum Um síðustu helgi lagði 6. flokkur Keflavíkur leið sína í Mosfellsbæ þar sem keppt var í Jako-móti Aftureldingar. Veðrið lék svo sannarlega við ungu knattspyrnu- snillingana sem og þá fjölmörgu áhorfendur sem mættu á knatt- spyrnusvæðið að Tungubökkum. Keflavíkurpiltar stóðu sig með miklum ágætum og B-liðið sigr- aði t.a.m. í öllum sínum leikjum. Mótið tókst í alla staði mjög vel og var Mosfellingum til mikils sóma. Piltarnir fóru glaðir í bragði heim með verðlaunapen- ing, vatnsbrúsa, liðsmynd og lít- inn fótboltakall. Nes með átta Íslandsmeist- aratitla á Íslandsmóti ÍF Fótboltakrakkar skora á stjórnvöld 25. tbl. 2004 32 sidur 15.6.2004 15:46 Page 24

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.