Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2004, Side 6

Víkurfréttir - 11.11.2004, Side 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Kona skarst á hnakka er hún datt Aðfararnótt laugar-dagsins var lög-reglu og sjúkrabíls óskað að skemmtistað í Reykjanesbæ. Kona hafði skorist á hnakka er hún féll aftur fyrir sig og var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem læknir gerði að sárum hennar. Ölvaður maður féll af reiðhjóli Lögreglumenn við eftirlit í Grindavík veittu því athygli á laugardagsnótt er maður á reiðhjóli féll í götuna. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var töluvert ölvaður og var hann látinn gefa öndunarsýni og kæru- skýrsla gerð um málið. Par handtekið með hass og amfetamín í fórum sínum Lögreglan í Keflavík stöðvaði bifreið vegna gruns um fíkn- iefnamisferli. Við leit á pari sem var í bílnum fundust 2 grömm af meintu hassi og 1 gramm af amfetamíni. Leitað var af fíkniefnum á dvalarstað parsins en þar fundust 2 grömm af meintu hassi og ein meint hassblanda, lagt var hald á efnin og telst málið upp- lýst. Parinu var sleppt að skýrslutöku lokinni. Ölvunaraksturinn kostaði 130.000 krónur Maður á fertugs-aldri var dæmdur til þess að greiða 130.000 króna sekt í rík- issjóð eftir að hafa ekið undir áhrifum áfengis frá Sandgerði til Keflavíkur í sumar. Við rannsókn reyndist alkahólmagn í blóði mannsins vera 2,15 prómill. Af þeim sökum var maðurinn sviptur öku- réttindum í eitt ár og greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna bíður hans 24 daga fangelsisvist í stað- inn. Manninum var gert að greiða allan sakarkostnað og þar með talin 70.000 króna málsvarnarlaun verjanda síns. stuttar F R É T T I R Icelandair hefur tek ið í notkun nýja og glæsilega setustofu í Leifsstöð. Nýju setustofunni er ætlað að auka og bæta þjónustu við ört vax- andi hóp Saga Business Class farþega félagsins. Setustofan er um 570 fermetrar búin full- komnum tæknibúnaði ásamt fjölbreyttri aðstöðu til vinnu, slökunar og afþreyingar. „Með verulegri lækkun við- skiptafargjalda okkar hefur far- þegum fjölgað stórlega á Saga Business Class og með þessari setustofu sem án vafa er ein sú glæsilegasta í Evrópu erum við að mæta þeirri fjölgun og auka þjónustu við farþegana“, segir María Rún Hafliðadóttir, forstöðumaður viðskiptavina- þjónustu Icelandair. Nýja setustofan er norðan- megin í suðurbyggingunni í Leifsstöð en það var arkitekta- stofan Form og Rými sem ann- aðist hönnunina. Í tilefni af opnun setustofunn- ar mun myndlistamaðurinn Tolli opna þar sýningu á nýjum verkum. Sýningin er sölusýn- ing og mun 10% af andvirði verkanna renna til Vildarbarna, ferðasjóðs Icelandair og við- skiptavina félagsins fyrir lang- veik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. 8 Ný setustofa í Leifsstöð: Stórbætt aðstaða fyrir Saga Business Class farþega Sigurður Helgason forstjóri Icelandair og Ellert Eiríksson stjórnar- formaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar við opnun setustofunnar. Bæja rst jór a r f r á nor-r æ n u m v i n a b æ j u m Reykjanesbæjar voru gestir bæjarins í síðustu viku en sveitarfélögin hafa átt með sér samstarf um aukna gæði stjórnsýslu. Bæjarstjórarnir eru Poul Erik Graversen frá Hjörring í Danmörku, Sig Frederikson frá Trollhattan í Svíþjóð, Solveig Löhaugen frá Kristiansand í Noregi og Rolf Pag valín frá Kerava í Finnlandi. Þeir eru ekki pó- litískt kjörnir heldur eru þeir ráðnir framkvæmdastjórar (Municipal Chief Executive) sem starfa með kjörnum bæj- arstjóra. Hópurinn fundaði með bæj- aryfirvöldum og fór yfir ýmis samstarfsverkefni auk þess sem þeir fóru í skoðunarferð um Reykjanesið með viðkomu í Svartengi þar sem Albert Albertsson fræddi gestina um orkumál og ný justu f ram- kvæmdir á Reykjanesinu. Að lokum var svo slakað á í Bláa lóninu. Bæjarfélögin f imm starfa á sameiginlegum vettvangi en markmið samstarfsins er að bæta stjórnsýsluna og auka gæði þjónustu við íbúa með því að deila reynslu og læra þannig af hver öðrum. Meðal annars hafa þau tekið þátt í saman- burði á gæðum stjórnsýslu í gegnum Bertelsmannsprófið sem fyrst var lagt fyrir sveitar- félögin árið 2000. Bæjarstjórar norrænna vinabæja í heimsókn 8 Norrænt samstarf á Suðurnesjum: Íþróttafélagið NES heldur myndakvöld með myndum frá Olympíuför Jóhanns Rúnars Kristjánssonar til Aþenu í Njarðvíkurskóla á föstudag kl. 19-21. Allir félagar í NES og stuðnings- menn hvattir til að mæta. Minnum á að sölufólk frá NES verður á ferðinni um helgia að selja jólakort. Takið vel á móti sölufólkinu! Myndakvöld hjá NES

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.