Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2004, Síða 14

Víkurfréttir - 11.11.2004, Síða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hafnargötu 49 • 230 Keflavik • Sími 421 5757 • Fax 421 5657 Þökkum samstar f ið ! s tú lkan 2004 Dæmi eru um það að fólk fái læknisvott-orð í gegnum síma sem síðan er framvísað hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja. Þessi vottorð eru notuð til að komast hjá vinnu og til að halda atvinnuleysis- bótum. Atvinnuleysi var rætt á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í Sandgerði á dögunum. Ketill Jósepsson, forstöðu- maður Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja ræddi þar um ástandið á atvinnuleysis- skránni og hvort atvinnuleys- ið væri dulbúið. Um fjórðungur atvinnulausra á Suðurnesjum er ungt fólk sem hefur hætt í námi, fólk sem flækist á milli vinnustaða og ber enga ábyrgð á sér né öðrum, eins og það var orðað í fyrirlestri Ketils Jósepssonar á aðalfundi SSS. Hann sagði þetta fólk ekki vera að standa sig á vinnumarkaði. Það virtist hins vegar vita allt um rétt- indi sín en minna um skyldur og ábyrgð, sagði Ketill. Nú eru um 250 manns án atvinnu á Suðurnesjum og í fyrsta skipti í langan tíma er ekki mest atvinnuleysi á Suðurnesjum - Suðurnesin eru í 3. sæti þessa stundina. Svæðisvinnumiðlun Suður- nesja er með ýmis úrræði fyrir atvinnulausa. Á síðasta ári fengu 44 aðilar inni í sér- stökum verkefnum, 63 fengu starfsþjálfunarsamninga, tveir námssamningar voru gerð- ir, 141 aðili sótti námskeið, tveir vinnustaðanámssamn- ingar voru gerðir og 11 styrkir voru veittir vegna námskeiða. Í umræðum um atvinnuleysið spurði Jón Gunnarsson, al- þingismaður, af því hvort það væri raunin að margir þeirra sem væru á atvinnuleysis- skrá væru þar af því að það væri hagstæðara en að stunda vinnu. „Getur verið að stór hluti þeirra sem nú eru á skrá eigi heima annars staðar en á atvinnuleysiskrá? Er þetta raunatvinnuleysi?“ Spurði Jón. Ketill Jósepsson sagði að alltaf væri ákveðinn hluti þeirra sem væru á atvinnuleysisskrá aðilar sem ættu heima annars staðar. „En hvar á þetta fólk að vera? Það er fátt um svör. Hins vegar höfum við brugðið á það ráð að vísa fólki til fél- agsþjónustu sveitarfélaganna, þegar það á ekki lengur innan- gengt hjá okkur“, sagði Ketill. Margrét Frímannsdóttir, al- þingismaður, sagði það hafa stungið sig að heyra um þennan hóp sem vill ekki vinna, en veit allt um rétt- indi sín. Brottfalli úr skóla og agaleysi þurfi að taka á. Guðbrandur Einarsson, bæjar- fulltrúi og verkalýðs- foringi, sagði það hættulegan samanburð að tala um háar atvinnuleysisbætur eða lág laun. Atvinnuleysisbætur væru trygging hins vinnandi manns þegar hann missir vinnuna. Guðbrandur sagði að hann vildi sjá atvinnuleysisb- ætur miklu hærri. Hann sagði fyrirtæki vera að stækka og mun hreyfanlegri. Þess vegna geti fólk misst vinnuna með litlum fyrirvara. Hann sagði það verk verkalýðshreyfingar- innar á næstu árum að tekju- tengja atvinnuleysisbætur. Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi, sagði að flokka mætti atvinnu- lausa í þrjá hópa. Þarna væri fólk á vinnumarkaði sem hefur ekki starf. Fólk í árstíðar- bundnum eða hlutastörfum og í þriðja lagi væri þarna fólk sem í raun er ekki á vinnu- markaði en er að ná sér í fram- færslu. Jóhann sagði að fólk ætti ekki að þurfa að lifa á lyg- inni og setja sig á atvinnuleys- isskrá til að fá framfærslu sem ætti að koma annars staðar frá. Ketill Jósepsson hjá Svæðis- vinnumiðlun Suðurnesja sagði stærstan hluta þess fólk sem er á atvinnuleysis- skrá vera ófaglært fólk. Yfir 60.000 manns á vinnumarkaði í dag er fólk með grunn- skólamenntun eða minna. Fólk fær læknisvottorð í gegnum síma 8 Atvinnuleysi rætt á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum: Hö nn un : G RÁ GÁ S e hf . Ketill Jósepsson á fundi SSS á dögunum. Í máli hans kom fram að dæmi eru um það að fólk fái læknisvottorð í gegnum síma sem síðan er framvísað hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja. Þessi vottorð eru notuð til að komast hjá vinnu og til að halda atvinnuleysisbótum. Skráning í sönvakeppni Fjörheima Verið er að skrá kepp- endur í söngvakeppni Fjörheima sem fer fram 18. nóvember. Áhugasamir geta haft samband við Önnu Albertsdóttur starfsmann Fjörheima.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.