Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2004, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 11.11.2004, Qupperneq 15
VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 11. NÓVEMBER 2004 I 15 HAFNARGÖTU 45 • SÍMI 421 3811 GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR Optical Studio Fyrstir með þægindin! Fyrstir með litina! Upplifðu fyrstu lituðu einnota daglinsurnar á markaðnum Kannaðu málið hjá okkur Fitnum við af mat? Þú fitnar ef þú borðar fleiri hitaeiningar en þú brennir með hreyfingu og grunnefn- askiptum. Þetta eru sann- leiksorð sem allir ættu að vita. Engu skiptir hvert hlutfall prótíns, kolvetna, fitu eða al- kóhóls er í orkupottinum. Ef samtala hitaeininga er hærri en brennslan er, þá fitnarðu. Hægt er að velja um fjöldann allan af matarkúrum, en eng- inn matarkúr er þess megn- ugur að þú getir borðað eins mikið af hitaeiningum og þú vilt en samt losnað við auk- akílóin. Ef einhver heldur öðru fram er hann á villigötum! Það geta allir lést sem ske- ra niður hitaeiningarnar og auka við sig hreyfingu eða æfingar. Mælt er með klukkustundar æfingum eða hreifingu á dag fyrir al- menning ef þeir vilja léttast. Jafnvægi hitaeininga Að finna jafnvægi á milli hitaeiniga sem þú neytir og þeirra sem þú brennir er öruggast og heilbrigðasta leiðin til að léttast. Það eru u.þ.b. 7000 h.e í einu kílói af líkamsfitu og því þarftu að brenna 7000 h.e aukalega til að missa 1 KG af fitu . Ef þú eykur hreyfinguna um 500 h.e á dag og minnkar neyslu um 500 h.e. á dag getur þú misst 1 KG af fitu á viku á heil- brigðan og skynsaman máta. Hvað er eðlilegt að léttast hratt? Í öllum venjulegum tilfell- um er það um hálft til eitt kíló á viku. Allt umfram það vekur upp spurningar um það hvort léttingin sé í öðru formi en fitu, þ.e.a.s voðar- ýrnun og vatni. Hugmyndin um að léttast um 3-4 kg á viku er út í hött. Til þess að það gerist þarf að brenna um 30,000 auka hitaeiningum ! Hve mikið af vatni á dag? Öll efnaskipti eiga sér stað í vatni og líkaminn þarf á því að halda til þess að viðhalda heil- brigði. Þess vegna hefur vatns- drykkja áhrif á fitubrennslu og með því að drekka nóg af vatni minnkar álag á nýrun og líkaminn á auðveldara með að losa sig við ýmis úrgangs- efni. Hæfilegt vatnsmagn yfir daginn eru 8 glös eða 2,5 lítri. Hvað skiptir mestu máli í því að ná góðum árangri? Mestu máli skiptir mataræðið í samblandi við æfingarnar og þolfimi. Einhver sagði að þegar menn stundi æfingar og ætli sér að léttast, þá skipti mataræðið 60% máli en æfin- garnar 40% máli. Fitulítið mataræði í bland við brennsl- uríkar æfingar þar sem saman fara margar endurtekningar á stóra vöðvahópa og ein- hverskonar þolæfingar. Ef æft er í tækjasal þrisvar í viku væri gott að stunda þolfimi eða hjóla t.d tvisvar í viku. Perlu Gullmolar 8Sigríður Kristjánsdóttir tók saman Víkur f rét t i r á Net inu - 9 . s tærst i ve fur lands ins

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.