Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2004, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 11.11.2004, Qupperneq 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Fjarskipti á flugslysa- æfingu gengnu upp! 8 Umfangsmikil flugslysaæfing sviðsett á Keflavíkurflugvelli Fjölmenn flugslysaæf-ing sem haldin var á Keflavíkurflugvelli á laugardag tókst mjög vel að mati aðstandenda. Sérstaklega náðist góður ár- angur á sviði fjarskipta sem oft er veiki hlekkurinn í slík- um æfingum. Æfð voru viðbrögð við því þegar farþegaþota með 180 farþegum brotlenti á f lug- vellinum og fór æfingin fram samkvæmt nýjum drögum að flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Æfingin var mjög umfangs- mikil og tóku rúmlega 700 manns þátt í henni. Að sögn Jóhanns R. Bene- diktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, var al- mennt mjög jákvæð niðurstaða af æfingunni þrátt fyrir marga hnökra sem alltaf fylgja um- fangsmiklum æfingum. „En grundvallar- þættir á borð við boðun, greiningu og flutning slasaðra inn á söfnunarsvæði slasaðra og síðan inn á sjúkra- hús gekk mjög vel,” segir hann. „Þá gengu öll fjarskipti upp sem var mikill sigur fyrir alla þá sem komu að æfingunni.” Nýtt skipulag prófað Á æfingunni var prófað nýtt fjarskiptaskipulag og ýmis ný tækni í skipulagi auk margra annarra þátta. s.s. sameiginleg aðgerðastjórn. Æfingin átti sér átta mánaða aðdraganda og var haldin af f lugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, sýslumanns- embættinu í Keflavík og á Keflavíkur- flugvelli ásamt almannavarna- deild ríkislög- reglustjóra. Meðal þeirra fjölmörgu sem tóku þátt voru Brunavarnir Suðurnesja, Rauði kross Íslands, heilbrigð- isstofnanir, Landhelgisgæslan, björgunarsveitir, varnarliðið, lögregla, tollgæsla og almanna- varnanefndir auk presta og fjölda annarra sjálfboðaliða. „Það hefur sjaldan verið eins góð aðsókn að Fjörheimum og akkúrat þessa dagana,“ segir Anna Albertsdóttir nýr starfs- maður Fjörheima þegar hún er spurð um aðsókn að félgasmiðstöðinni. Að sögn Önnu var aðsóknin farin að aukast áður en verkfall grunnskólakennara hófst. Dagskrá Fjörheima er fjöl- breytt og í hverjum mán- uði er boðið upp á ýmsa viðburði fyrir unglinga. Nýlega var haldið Para- og vinaball í Stapanum og þar mættu um 300 unglingar. Anna segir að aðsóknin sé stöðug. „Á hverjum degi eru að koma um 50 til 60 unglingar og á kvöld- skemmtanir er algengur fjöldi um 150 krakk- ar,“ segir Anna. Á daginn geta ungl- ingar farið í billjarð, þythokkí, spilað á tölvur eða farið á netið. „Við erum líka með danssal hérna og það kemur fyrir að krakkarnir æfi sig í dansi í salnum. En annars er bara mikið um að krakkarnir komi hingað til að spjalla og hittast. Sjónvarpsherbergið er líka rosalega mikið notað þar sem við erum með Stöð 2, Sýn og fleiri stöðvar,“ segir Anna. Anna segir að hún hafi verið dálítið stressuð þeg- ar hún tók við starfinu. „Ég vissi ekkert hvernig krakkarnir myndu taka mér en það kom fljótt í ljóst að mér var tekið mjög v el. Og þetta er ekkert smá skemmtilegt starf,“ segir Anna og bendir á heimasíðu Fjörheima þar sem fréttir og upplýsingar um starfið eru til staðar - www.fjorheimar.is Fjörheimar blómstra í verkfalli Það gekk mikið á í anddyri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á meðan æfingunni stóð. Þar á bæ var ánægja með hvernig til tókst. Vettvangsstjórnin á Keflavíkurflugvelli. Mikill tækjabúnaður var notaður á æfingunni. Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli að störfum við björgun.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.