Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2004, Page 23

Víkurfréttir - 11.11.2004, Page 23
VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 11. NÓVEMBER 2004 I 23 St r á k a r n i r í 10 .f lok k i Njarðvíkur í körfuknatt-lei k ha lda en n á f ra m ótrúlegri sigurgöngu sinni. Þeir unnu alla leiki sína í ann- ari umferð Íslandsmótsins sem fór fram í Rimaskóla í Grafarvogi um helgina. Njarðvíkingar höfðu mikla yf- irburði og sigruðu alla fjóra leiki sína örugglega. Fyrsti leikurinn, sem var gegn Breiðablik, var þó óvenju jafn en endaði 69-52. Næsti leik- ur var gegn Grindavík og var mun öruggari. Lokatölur voru 76-32 eftir svakalegan enda- sprett Njarðvíkinga. Á sunnudeginum léku þeir fyrst gegn Fjölni og unnu góð- an sigur gegn sterku liði heim- amanna, 65-40. Síðasti leikurinn var svo gegn Kef lvíkingum og vannst, 80- 42. Strákarnir hafa ekki tapað leik síðan 11. nóvember 2001 og eru síðan komnir 69 leikir í öllum keppnum samkvæmt heima- síðu Njarðvíkur. Þar er einnig greint frá því að ekkert lið hefur farið upp um alla yngri f lokka og unnið alla titla sem eru í boði, en nú hafa Njarðvíkurdrengirnir færi á að skrá sig í metabækurnar. Sigurganga Njarðvíkinga heldur áfram Njarðvíkingar leika tvo leiki í Intersport-deild-inni í vikunni og eru mótherjarnir Vesturlandsliðin Skallagrímur og Snæfell. Fyrri leikurinn er í kvöld á heimavel l i Ska l lagr íms og verður án efa strembinn því að Valur Ingimundartson og læri- sveinar hans hafa komið mjög á óvart það sem af er tímabili. Eftir að hafa komið upp í efstu deild á ný hafa þeir unnið fjóra af fyrstu fimm leikjunum, en Njarðvíkingar eru enn taplaus- ir eftir bestu byrjun liðs í sögu úrvalsdeildarinnar. „Ska l lagr ímur er hörkul ið og með sterkan heimavöll,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga. „Þetta verður hörkuleikur, en v ið mætum grimmir til leiks og ætlum okkur að sækja stigin sem eru í boði.” Á þriðjudag- inn er enn erfiðara verkefni fyrir höndum þar sem Snæfell mætir í Ljónagryfjuna. Einar segir þá hafa beðið þessa leiks lengi. „Það er mikil tilhlökkun hjá okkur en þeir eru með vel mannað lið. Liðin tvö verða ef- laust bæði í efri hluta deildar- innar og er því mjög mikilvægt fyrir okkur að sigra.” Njarðvíkingar fá tvo toppleiki Keflvíkingar sækja KR heim í Intersport-deildinni á morgun. KR-ingar hafa ekki farið vel af stað en Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur á von á þeim sterk- um á heimavelli. „Það eru yfirleitt skemmtilegir leikir á milli þessara félaga. Og þó að það sé álag á okkur ætlum við ekki að fela okkur bak við það. Þetta er bara áskor- un að spila alla leiki vel.” Keflavík er enn ósigrað á toppi 1. deildar kvenna eftir örugg- an sigur á KR. Þær leika næst gegn Njarðvík á heimavelli næstkomandi miðvikudag, en njarðvíkurstúlkur hafa komið á óvart með góðri frammistöðu á móti sterkum liðum undan- farið. Meistararmir eru engu að síður mun sigurstranglegri. Sama kvöld mætir Grindavík KR-ingum, en ekkert hefur gengið hjá Vesturbæingum sem sitja sem fastast á botni deildarinnar án stiga. Í kvöld mætast kvenna- lið Njarðvíkur og Hauka í Ljónagryfjunni. Leikurinn er mikilvægur í botnbaráttu deildarinnar og er errfitt að spá fyrir um úrslit í leiknum. Leikir vikunnar Keflvíkingar unnu glæsilegan sigur á franska liðinu Reims í Bikarkeppni Evrópu í síðustu viku. Gunnar Einarsson átti stórleik og fór fyrir sínum mönnum eins og herforingi í vörn og sókn. Keflvíkingar léku annan leik sinn í keppninni í gær, eftir að blaðið var farið í prentun og er áhugasömum bent á heimasíðu Víkurfrétta, vf.is, þar sem má finna ítarlega umfjöllun og myndir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.