Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.01.2005, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 27.01.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar F R É T T I R Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2004 nam 508,9 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 738,2 m. kr. árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 408,6 m. kr. samanborið við 604,1 m. kr. árið áður. Arðsemi eigin fjár var 17,3%. Minnkun hagnaðar á milli ára má að mestu rekja til minni gengishagnaðar. Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag eru þessar: Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík árið 2004 nam 508,9 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 738,2 m. kr. árið 2003. Hagnaður eftir skatta nam 408,6 m. kr. samanborið við 604,1 m. kr. árið 2003. Arðsemi eigin fjár var 17,3%. Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu 1.902,2 m.kr. en það er 4,1% hækkun frá árinu 2003. Vaxtagjöld hækkuðu einnig, eða um 2,3% og námu 1.131,8 m.kr. árið 2004 Hreinar vaxtatekjur námu því 770,5 m.kr. samanborið við 721,0 m.kr. árið 2003 sem er hækkun um 6,9%. Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu fjármagns var 3,3% árið 2004 en 3,77% árið 2003. Aðrar rekstrartekjur lækkuðu um 228,3 m. kr. og voru 884,6 m.kr. árið 2004. Munar þar mest um lækkun á gengishagnaði upp á 206,5 m.kr. Önnur rekstrargjöld námu alls 829,7 m.kr. og jukust um 3,0% frá árinu áður. Laun og launatengd gjöld jukust um 1,9% og þar af voru bein laun 77%. Annar almennur rekstrarkostnaður jókst um 6,0%. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var 3,2% en var um 4% árið 2003. Kostnaðarhlutfall árið 2004 var 50,1% á móti 43,9% árið 2003. Framlag í afskriftareikning útlána var 316,4 m.kr. en var 290,0 m.kr. árið 2003. Sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var framlagið 1,2% en var 1,45% árið 2003. Afskriftareikningur útlána nam í árslok 2,19% af útlánum en var 2,04% árið áður. Heildarinnlán í Sparisjóðnum ásamt lántöku námu í lok árins 2004 18.824 m.kr. og er aukningin 20,7% á milli ára. Útlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskulda-bréfum námu 21.082,3 m.kr. í lok ársins 2004 og höfðu aukist um 4.631,1 m.kr. eða um 28,2%. Í lok ársins var niðurstöðutala efnahagsreikn- ings 26.310,9 m.kr. og hafði hún hækkað um 6.318,2 m.kr. eða 31,6%. Eigið fé Sparisjóðsins í lok ársins 2004 nam 2.682,1 m.kr. og hefur eigið fé aukist um 323,2 m.kr. eða 13,7%. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-reglum er 12,56% en var 14,95% á sama tíma árið áður. Áætlanir fyrir árið 2005 gera ekki ráð fyrir eins góðri afkomu og árið 2004 og skýrist það einkum af þeim gengishagnaði sem varð af annarri fjármálastarfsemi árið 2004. Í lok árins 2004 var stofnfé 600 milljónir og voru stofnfjáraðilar 554 talsins. Við gerð þessa ársreiknings er í meginatriðum fylgt sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Sparisjóðurinn í Keflavík var stofnaður 1907 og hefur því þjónað Suðurnesjamönnum í 96 ár. Sparisjóðurinn rekur fimm afgreiðslur sem starfræktar eru í Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavík og Vogum. Höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík og þar er Viðskiptastofa SPKEF einnig til húsa. Meðalfjöldi starfsmanna árið 2004 var 74,35 sem er aukning um 2 stöðugildi frá því árinu áður. Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn þriðjudaginn 15. mars n.k. Stjórn sjóðsins leggur til að greiddur verði 7,5% arður á uppreiknað stofnfé. Auk þess sem nýttar verði heimildir laga um endurmat og viðbótarendurmat þannig að nafnávöxtun stofnfjár verði 16,41%. 8 Dregur úr hagnaði Sparisjóðsins í Keflavík: Kven fé lag Kefla vík ur af-henti Dagdvöl aldr aðra fóta að gerð ar tæki fyr ir nokkru, en tæk ið er bráð nauð- syn legt fyr ir þá aldr aða sem þar sækja þjón ustu. „Það kom beiðni frá Dagdvöl aldr aðra og við urð um við henni eins og svo fjöl mörg um öðr um,” sagði Ragn hild ur Ragn- ars dótt ir, for mað ur kven fé lags- ins. Nú þeg ar tæk ið er til stað ar get ur fóta að gerð ar fræð ing ur mætt og að stoð að aldr aða í stað þess að aldr að ir sæki þjón ust- una nið ur í bæ. „Kven fé lag Kefla vík ur er fyrst og fremst líkn ar fé lag sem við reyn um að sinna eins og við get um,” sagði Ragn hild ur. Þær kon ur unnu góð verk um jól in en þá út hlut uðu þær þrem ur fjöl skyld um styrk til mat ar og gjafainn kaupa. 8 Kvenfélag Keflavíkur: Færðu dagdvöl aldraðra fótaaðgerðartæki Bæj ar yf ir völd í Sand-gerði og Garði hafa ákveð ið að láta fé af hendi rakna til hjálp ar- og upp bygg ing ar starfs ins við Ind lands haf eft ir hörm- ung arn ar sem dundu yfir þann26. des. sl. Sveit ar fé lag ið Garð ur legg ur fram 100.000 kr. og Sand- gerði 125.000. HÁLFAN MILLJARÐ Í PLÚS Miðl ar hjá SFRS Rag na Ólafs dótt ir teikni- og spá mið ill mun starfa hjá fé lag- inu þann 1. febr ú ar. Skúli Lórentz son starfar hjá felag- inu þann 9. febr ú ar. Minnt er á að Guð rún Hjör leifs- dótt ir er vænt an leg fljót- lega. Tímapant an ir í síma 421-3348 eða 866-0621. Garð ur og Sand- gerði styrkja hjálp ar starf

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.