Víkurfréttir - 27.01.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Mikil ólga er nú meðal margra for eldra í Reykja nes bæ sem
nýta sér Frístundaskólann.
Tilefnið er hækkun mánaðar-
gjalds um tæp 11% samhliða
skerðingu á þjónustu. Skv. til-
kynningu Frístundaskólans frá
14. janúar verður þessi niður-
skurður tvíþátta: Annars vegar
einungis eitt æfingagjald inni-
falið í mánaðargjaldi og hins
vegar verður öllum akstri með
börn á íþróttaæfingar hætt frá
1. febrúar nk.
Við stofnun Frístundaskólans
var mikil áhersla var lögð á að
íþróttafélög felldu æfingar sínar
inní dagskrá Frístundaskólans
sem kostur væri og vel kynnt
að gjald vegna íþróttaæfinga
væri inni í mánaðargjaldi Frí-
stundaskólans. Hingað til hefur
verið „látið óátalið” að börn iðk-
uðu fleiri en eina grein en nú
mun verða gengið eftir því að
einungis ein íþróttagrein verður
innifalin í gjaldinu. Og þetta
fréttum við foreldrar hálfum
mánuði á eftir íþróttafélög-
unum, sem sagt ekki tilkynnt
með a.m.k. hálfs mánaðar fyrir-
vara eins og þarf að vera á okkar
tilkynningum til Frístundaskól-
ans hvað varðar uppsögn.
Við þetta er svosem hægt að lifa
en það er annað mál að breyta
á miðjum vetri forsendum þess
hvernig börnin komast á æf-
ingar. Frístundaskólinn er ætl-
aður 6-9 ára börnum, þ.e. frá
1.-4. bekk en mestur hluti barn-
anna er í 1. og 2. bekk. Tekið
skal fram að nákvæmar upplýs-
ingar um hvernig staðið yrði að
málum komu ekki fram í tilkynn-
ingu Frístundaskólans og virðist
þetta enn í mótun og enginn
vita hver endanleg niðurstaða
verður. Hvers vegna er þá verið
að tilkynna að breyting muni
eiga sér stað eftir fáeina daga ef
ekki er vitað hvert framhaldið
verður? Svona vinnubrögð
eru forkastanleg og einungis til
þess fallin að valda áhyggum og
óvissu hjá foreldrum og starfs-
fólki. Eftir því sem næst verður
komist er ætlunin sú að fyrst
í stað verði börnunum fylgt í
strætó en síðan verði þau að
bjarga sér sjálf. Á þessari fyr-
irætlan eru margir foreldrar al-
veg gáttaðir. Þ.e. þeim hinum
sömu foreldrum og dettur ekki
í hug að senda 6 eða 7 ára barn
sitt á íþróttaæfingar, eitt með
félögum sínum, fram og til
baka í strætó! Hvernig á þetta
að ganga? Öll vitum við að
tímaskyn lítilla barna er ekkert,
sama hvort þau eru í 1. eða 2.
bekk eða jafnvel eldri og margt
sem getur heillað á leiðinni út
á stoppistöð eða á meðan beðið
er eftir strætó. Og hvað með
þann sem er of seinn og stendur
jafnvel allt í einu einn eftir, jafn-
vel eftir að farið er að rökkva,
allir farnir og 30 mín. í næsta
strætó? Við foreldrar höfum
hingað til getað verið áhyggju-
laus í vinnunni, m.a. við öflun
útsvarstekna, vitandi það að
litið sé eftir börnunum okkar á
vegum Frístundaskólans. Hver
mun huga að öryggi barnanna
úti á stoppistöð eða í strætó?
Eru öryggisbelti í strætó? Hvers
vegna er verið að setja íþrótta-
æfingar á skólatíma ef foreldrar
geta ekki verið áhyggjulaus með
ferðalag barnanna til og frá æf-
öKASSINNPÓST
Alveg með ólíkindum
8 Málefni Frístundaskólans í Reykjanesbæ:
8 Kallinn á kassanum
Föstudagshamborgarar í Samkaup
NOKKUR BRÉF hafa borist Kallinum síðustu
daga. Einn lesandi sendi bréf þar sem hann þakk-
aði fyrir góða pistla á síðasta ári og vonaðist til að
Kallinn myndi skrifa áfram um ókomna tíð. Ja,
Kallinn lofar engu um það - en meðan heilsan er
góð skrifar Kallinn áfram.
FORELDRI í Reykjanesbæ skrifaði Kallinum og
sagðist vilja setja pínuoggulítið út á pistil Kallsins
í síðasta blaði. „Þú skrifar að samtakamáttur dag-
mæðra hafi svo sannarlega skilað árangri. Ég ætla
nú ekki að taka neitt af dagmæðrum þær stóðu og
standa sig vel. En mig langar að benda þér á kæri
KALL að ég vill þakka foreldrum líka, þeir mættu
(að vísu mættu nokkrar dagmæður líka, hinar
voru að passa börnin okkar foreldrana) og kró-
uðu Árna Sigfússon bæjarstjóra af þar sem hann
virtist vera að reyna að stinga af og ræddu málin
við hann. Enda er þetta varla eins mikið hags-
munamál fyrir þær eins og foreldra, þær hafa bara
tekið ómakið af foreldrum og náð í endurgreiðsl-
una fyrir þá á bæjarskrifstofuna. Meira að segja
ÉG sem mæti aldrei í kröfugöngur eða mótmæli
enda með eindæmum friðsæl manneskja kom í
partíið um daginn til að sjá hvað Árni segði. En
annars, áfram kallinn!” skrifar foreldri.
ANNAR LESANDI sendi Kallinum bréf þar sem
hann furðaði sig á því að ekki hefði verið settur
hiti í gangstéttar við Hafnargötuna. Skrifar les-
andinn að einhverjar búðir séu með hita í gang-
stéttum framan við sínar búðir. Kallinn hlustar
ekki á athugasemdir sem þessar og það ætti að
vera verslananna sjálfra að taka ákvörðun um hita
í gangstéttum og jafnframt borga fyrir brúsann.
Reykjanesbær á ekki að greiða þann pakka.
KALLINN LAS ágætis viðtal við Hjálmar Árnason
þingmann Suðurnesjamanna í Víkurfréttum í
síðustu viku. Þar er hann spurður um tvöföldun
Reykjanesbrautarinnar og hann segir að allar for-
sendur séu til staðar svo klára megi brautina. Þing-
menn Suðurnesja/Suðurkjördæmis þurfa að snúa
bökunum svo sannarlega saman og klára málið.
Það segir sig sjálft að það er hreinlega fáránlegt að
brautin sé hálfkláruð.
SUÐURNESJAMENN geta svo sannarlega verið
stoltir af Samkaup þar sem fyrirtækið er komið
í hóp stærstu fyrirtækja á matvörumarkaðnum í
dag. Kallinn hefur alltaf verið nokkuð sparsamur
og fer reglulega í Kaskó þar sem gott er að versla.
Samkaup í Njarðvík er búðin sem Kallinn heim-
sækir með barnabörnunum á föstudögum og
kaupir hamborgara úr kjötborðinu á línuna. Kall-
inn fer síðan heim með skaranum og borgararnir
eru steiktir og þá étnir með bestu lyst. Nei, Kall-
inn er stoltur af Samkaupum og mun versla þar
um ókomin ár.
KEFLAVÍKURLIÐIÐ í körfu karla stóð sig frá-
bærlega vel í Evrópumótinu og mega Suðurnesja-
menn vera stoltir af drengjunum. Nú er bara að
taka þá titla sem í boði eru! Áfram strákar.
Kveðja, kallinn@vf.is
✝
���������������������������������
������������������������
��������������������������������������
��������������������������������������
����������������������������
������������������������������
�������������
��������� �������������������������������������
������������������������
�����������������������������������������������������
����������������������������������
��� ����������������������������������