Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 20.04.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 82 F R É T T I R Stærsta áfengisgeymsla landsins? Vantar ekki vana lagermenn í nýja Fríhafnarhúsið? MUNDI Mundi ����������������������������������������� �� ��� ��� �� ��� �� �� ��� ��� �� �� ��� �� �� ��� �� ��������� ��������������������������������� ������������������� � ��� ����� ����� ���� � ��� ����������� ������ ����� ������ ������ ����������� ����������������������������������������������������� ��� ����� �������������������� �������������������� ������ ��� ������ �������������� ������������� ����������������� ������������������ ���������������������� ������������������ ����������������� ��� ������ ���������������� ����������������� ��� ����� ��� ������ �������������� ����������������� ��� ����� �������������� Aðgerðir varnarliðsins ólögmætar Héraðsdómur Reykja-víkur dæmdi upp-sagnir Varnarliðsins á hluta starfstengdra kjara félagsmanna Rafiðnaðar- sam bands Ís lands, sem starfa hjá varnarliðinu, ólög- mætar í síðustu viku. Var íslenska ríkið, sem stefnt var vegna Varnaliðsins var dæmt til að greiða Rafiðnað- arsambandinu 425.000 kr. í málskostnað. Forsaga máls ins er sú að árið 2003 sagði Varnarliðið einhliða upp greiðslu dag- legs rútufargjalds og hluta af greiðslu fyrir ferðatíma félags- manna. Komst Hér aðs dóm ur að þeirri niðurstöðu að Varnar- liðinu hafi ekki verið heimilt að segja starfskjörunum upp einhliða. Hafsteinn Guðmunds-son, íþróttafrömuður m e ð m e i r u , t ó k á fimmtudag fyrstu skóflustungu að leiguíbúðum námsmanna í Reykjanesbæ. Leiguíbúðirnar eru ætlaðar nem- endum sem stunda nám á fram- halds- og háskólastigi í Reykja- nesbæ og verða þær staðsettar við lóð Íþróttaakademíunnar sem hef ur starf semi næsta haust. Fasteignafélagið Þrek ehf. byggir íbúðirnar sem alls verða 75 tals- ins en gert er ráð fyrir að íbúð- irnar verði byggðar í þremur áföngum. Fyrsti áfangi verður tilbúinn til afhendingar um næstu áramót. Næsti áfangi verður afhentur haust ið 2006 og lokaáfangi haustið 2007. Íbúðirnar verða 2ja eða 3ja her- bergja og allar með sérinngangi. Þær verða í eigu Fasteignafélags- ins Þreks ehf., án styrkja eða eignarhlutdeildar opinberra aðila og er þetta fyrsta einka- hlutafélagið í þessum rekstri á landinu. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúð- irnar, tólf að tölu verði tilbúnar til útleigu um næstu áramót. Stúdentaíbúðir rísa í Reykjanesbæ Heilbrigðismál: Jón Kristjánsson heilbrigð-isráðherra tók sl miðviku-dag við undirskriftalistum með nöfnum 4660 einstaklinga á Suðurnesjum. Undirskrift- irnar eru til að ítreka kröfu Suð- urnesjamanna um að komið verði á sólarhringsvakt á skurð- stofu Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja. Það voru þau Karen Hilmars- dóttir og Einar Árnason sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun- inni. Aðfararnótt 21. janúar sl. lést dóttir þeirra. Hún fæddist andvana á Landspítalanum í Reykjavík, eftir að móðirin hafði verið flutt þangað í sjúkra- bíl því skurðstofan í Keflavík var lokuð. Með undirskriftunum vilja þessir 4660 Suðurnesjamenn undirstrika það að þeir vilji búa við öryggi sem í því felst að hafa skurðstofu til taks allan sólar- hringinn, alla daga ársins. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, lýsti því yfir þegar hann tók við listunum að hann væri að reyna að finna fjármagn til að tryggja opnun skurðstof- unnar allan sólarhringinn. Afhentu heilbrigðisráðherra undirskriftalista Nýtt vöruhús Fríhafnarinnar vígt formlega Frí höfn in ehf. hef ur opnað nýtt vöruhús sem afhent var við formlega athöfn þann 15. apríl síðastlið- inn. Húsið, sem er í eigu Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hf., er stálgrindarbygging um 1.600 m2 að grunnfleti en byggingin er staðsett á flugþjónustusvæði við flugskýli Icelandair á Kefla- víkurflugvelli. Fyrrihluta árs 2004 samþykkti stjórn flugstöðvarinnar að ráð- ast í byggingu á vöruhúsi inni á frísvæði vestan við flugstöð- ina. Eftir alútboð var ákveðið að ganga til samninga við Sparra um byggingu á vöruhúsinu. Framkvæmdir hófust í júlí sl. og er nú lokið. Þar sem nýja vöruhúsið er innan frísvæðis auðveldar það alla vörumeðhöndlun fyrir Fríhöfn- ina. Það er útbúið fullkomnu hillu- og tölvukerfi sem tryggir góðan rekjanleika birgða og pöntunarþjónustu sem tryggir mikið hagræði varðandi lager- hald og dreifingu. Heildarkostn- aður með öllum búnaði er um 150 milljónir króna. Geymslurými Fríhafnarinnar eykst einnig mikið frá því sem áður var og má nú segja að lagerinn sé orðinn stærsta áfengisgeymsla landsins. Heilbrigðisráðherra tekur við undirskriftum úr hendi Karenar Geir Sveinsson, Jóhannes Ellertsson, Árni Sigfússon og Halldór Ragnarsson gæða sér á snittum í kaffisamsætinu. Sturla Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri FLE og Arnar Jónsson frá Sparra með lykil að nýja húsinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.