Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2005, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 20.04.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Tónleikar: Féll af bifhjóli Kvöld eitt í síðustu viku féll ökumaður bifhjóls af hjóli sínu þar sem hann ók í Kefla- vík. Hafði hann verið að nálg- ast gatnamót þegar bifreið var ekið í veg fyrir hann. Ökumaður bifhjólsins snögg- hemlaði með fyrrgreindum afleiðingum. Var hann fluttur með sjúkrabif reið á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja en hann fann til eymsla í fótum og baki. Sprenging í raf- magnsinntaki Á fimmtudag voru lögregla og slökkvilið send að íbúðar- húsi við Smáratún í Keflavík. Var eldur laus í húsinu en í ljós kom að sprenging hafði orðið í rafmagnsinntaki. Til allrar lukku voru skemmdir minniháttar. Skömmu áður eða kl. 11:56 var tilkynnt um minniháttar árekstur tveggja bifreiða á mótum Hafnargötu og Flug- vallarvegar í Reykjanesbæ. Brunavarnir Suðurnesja tóku á föstudag nýtt hús í notkun, en það er sér- hannað til æfinga á verkþáttum slökkviliða. Húsið er staðsett hjá gömlu sorpeyðingarstöð- inni ofan við Hafnarveg. Formleg vígsluathöfn byrjaði með því að formaður stjórnar BS, Sigurvin Guðfinnsson, bauð gesti velkomna og rakti aðdrag- anda ferils þessa framtaks. Þá blessaði séra Baldur Rafn starfsemi BS og þá starf- s e m i s e m fyrirhuguð er í húsinu. Í máli sínu hafði Baldur orð á því að það væri ein- kennileg og sérstök tilhugsun að vígja nýtt hús sem síðan ætti að kveikja í, en þetta væri eðli starfsemi hússins og slökkviliðs- mönnum til mikilla framfara. Að því loknu rakti Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri BS, forsögu málsins og þakkaði þeim sem að málinu komu. Brunamálastjóri, dr. Björn Karls- son sagði í máli sínu að þeir hjá Brunamálastofnun hefðu hug á því að koma að þessari uppbygg- ingu á svæðinu og vænti þess að fleiri slökkvilið á landinu, ásamt starfsemi Brunamálaskólans, myndu nýta sér húsið og svæðið til æfinga. Björn sagði að fyrir- hugað væri að stofnunin styrkti slökkvilið landshlutanna til upp- bygginga á æfingasvæðum til að styrkja samstarf slökkviliða og efla einingar í landshlutum. Björn sagði þetta mik inn styrk og framtak Brunavarna Suðurnesja og þakkaði góðan hug og vilja sveitarfélaganna. Framtíðin á svo eftir að leiða í ljós hvort þetta verður megin æfingasvæðið fyrir slökkviliðin á Suður- og Suðvesturlandi eða jafnvel fyrir allt landið. Húsið er smíðað af forskrift Brunavarna Suðurnesja og ann- aðist þúsundþjalasmiðurinn Freymóður J e n s s o n , e i g a n d i vél smiðju He l l e s i n , smíðina. Vi ð s a m a t æ k i f æ r i var tekin í notkun ný hitamynda- vél sem er bylting í starfi reykka- fara. Vélin er fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Slökkvilið BS hefur undanfarið ár verið að kynna sér hitamyndavélar til að nota við erfiðar aðstæður t.d. í reykköfun. Slíkur myndbúnaður byggir á næmni á útfjólubláum geislum þ.e. að skynja misjafnt hitastig í efnum. Þessi tækni getur verið gagnleg reykköf- urum við að finna fórnarlömb við erfiðar aðstæður sem og hvar eldur er í byggingunni t.d. í lokuðu rými s.s. inn í vegg á milli þilja. Menn eru sammála um ágæti og mikið notagildi myndvélarinnar. Myndavélin mun sannarlega auka lífsmögu- leika fórnarlamba og slökkviliðs- manna við erfiðar aðstæður og auka öryggi í leit. Bylting í aðstöðu Brunavarna Suðurnesja Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum var hald inn í Sel inu Reykjanesbæ laugardaginn 16. apríl 2005. Fundurinn var vel sóttur. Gestir fundarins voru: Ólafur Ólafsson fyrrverandi formaður Félags eldri borgara í Reykja- vík, sem talaði um launamál aldraðra og samskipti við ríkis- valdið. Þá fjallaði Sigrún Þorsteinsdóttir frá Slysavarnarfélaginu Lands- björg, um slysavarnir fyrir eldri borgara. Mikill kraftur er í starf semi félagsins og fjölgaði félags- mönnum um 130 á árinu og eru nú 986. Aðalstjórn félagsins var öll end- urkjörin. Í lok fundarins voru samþykktar ályktanir og áskoranir um mál- efni aldraðra. Aðalfundur Félags eldri borgara 2005 Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. efnir til forvals verktaka fyrir lokað útboð vegna stækkunar og breytinga í svokall-aðri norðurbyggingu flugstöðvarinnar (sem er hin upp- runalega flugstöð). Flugstöðvarbyggingin verður stækkuð til suðurs um 5.000 fer- metra og skipulagi á 2. hæð verður jafnframt breytt svo mikið að líkja má við umbyltingu. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í júní næstkomandi og því ljúki 1. júní 2006. Áætlaður framkvæmda- kostnaður er 4,5 milljarðar króna. Upphaflega var gert ráð fyrir því að hefja þessar framkvæmdir ekki fyrr en í haust og að ljúka þeim veturinn 2006/2007. Veruleg fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli gerir það aðkallandi að flýta framkvæmdum verulega, en gert er ráð fyrir að ný og breytt flug- stöð verði tekin í gagnið áður en annatími sumarsins 2006 hefst. í stækkun á Flugstöð Leifs Eiríkssonar Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í síðasta blaði að sigurvegari Stóru Upplestrarkeppninnar á S u ð u r n e s j u m , E l í s a Sveinsdóttir, var sögð frá Holtaskóla. Hún er hins vegar úr Heiðarskóla og eru hún og aðrir viðkomandi beðnir afsökunar. 4,5 milljarðar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.