Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2005, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 20.04.2005, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Sportið Stórskyttan Magnús Gunnarsson hefur átt frábært tímabil með Íslandsmeisturum Keflavíkur í körfuknattleik í vetur. Góður leikur Magnúsar hefur ekki bara vakið athygli hér heima heldur hefur leikur hans vakið athygli út fyrir landsteina. Franskt lið er að leita að skotbakverði fyrir lokaátök í frönsku deildinni og hefur fengið ábendingar um Magnús. Málin eru þó en á byrjunarstigi og er verið að tala um hugsanlega einn mánuð með liðinu. „Þetta er ekkert komið á hreint, það var bara mælt með mér og þeir eru að skoða þessa hluti. Ég heyrði þetta bara í gær en ég veit að það er smá áhugi hjá þessu liði og hann er gagn- kvæmur. Þetta er ekki beint fyrir næsta tímabil heldur er verið að tala um síðasta mánuðinn í frönsku deildinni”, sagði Magnús í samtali við Víkurfréttir. Mikið hefur verið talað um að körfuknattleiksmaðurinn Friðrik Stef- ánsson í Njarðvík sé að fara frá bikarmeisturunum. Þessi orðrómur hefur sérstaklega myndast þar sem Friðrik varð samningslaus eftir tímabilið. Friðrik sagði hinsvegar í samtali við Víkurfréttir að þessar sögusagnir séu ekki á neinum rökum reistar „Ég er ekki á förum neitt og á bara eftir að skrifa undir hjá Njarðvík á næstu dögum. Ég hef ekkert verið að hleypa öðrum liðum að mér og ætla mér að spila með Njarðvík á næsta tímabili”, sagði Friðrik, en hugur hans er hjá Njarðvík. Páll Kristinsson lék sitt fyrsta tímabil með Njarðvík árið 1995 og hefur leikið í græna búningnum allar götur síðan. Hann ákvað rétt fyrir helgi að takast á við nýtt verkefni og gerði tveggja ára samning við Grindvíkinga. Brotthvarf hans er mikil blóðtaka fyrir Njarðvíkinga en um leið mikill hvalreki fyrir lið Grindavíkur því Páll er gríðarlega öflugur leikmaður og hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Njarðvíkur síðustu ár. „Það er stutt að fara og það hefur legið í loftinu í nokkur ár að fara til Grindavíkur. Þeir hafa talað við mig síðustu árin og það hefur alltaf kitlað mann aðeins að breyta til og prófa að spila einhvers- staðar annarsstaðar. Það kom ekkert annað lið til greina, ég á marga ættingja í Grindavík og ég er að vinna þar nálægt, þannig að maður þekkir ágætlega til þarna og ég þekki strákana í liðinu”, sagði Páll um félagsskiptin og óttast það ekki að fara í Ljónagryfjuna og spila við gömlu liðsfélagana í Njarðvík á næsta tímabili „Það verður bara gaman að koma í Ljónagryfjuna næsta tímabil og það truflar mig ekkert. Þetta var allt gert í góðu og ég ræddi þessi mál við formann- inn og þjálfarann og þetta var ákvörðun sem ég tók. Það er ekkert sem að ég hef útá stjórn eða þjálfara að setja, þessi ákvörðun kemur því ekkert við. Ef ég ætla að halda eitthvað áfram í þessu varð ég bara að prófa eitthvað nýtt til að finna mig aftur. Fá smá áskorun“, sagði Páll sem er farinn að hlakka til að taka þátt í baráttunni með Grindavík á næsta tímabili en hefur trú á því að hann eigi aftur eftir að klæðast græna búningnum. Palli Kristins til UMFG Frikki áfram í UMFN Maggi Gunn til Frakklands? Lið Reykjanesbæjar vann gullið í boccia Lið Reykjanesbæjar hrósaði sigri á bocciamóti eldri borgara sem haldið var í Laugardalshöll 15. apríl 2005. Alls tóku 27 lið þátt í mótinu að þessu sinni og sendi Reykjanes- bær 2 lið. A-liðið vann gullið, en B- liðið féll úr keppni í 8 liða úrslitum. Í öðru sæti varð lið frá félagsmiðstöðinni Norðurbrún og í 3ja sæti varð lið frá Seltjarn- arnesi. Keppnin er á vegum Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra og var þetta afmælismót í tilefni 20 ára afmælis félagsins. Reykjanesbær hefur einu sinni áður unnið gullverðlaun fyrir nokkrum árum, en ætíð verið í toppbaráttunni. Sundmenn ÍRB stóðu sig vel á alþjóðlegu sundmóti Sundmenn ÍRB stóðu sig vel á alþjóðlegu sundmóti i Edin- borg um helgina. Erla Dögg Haraldsdóttir vann til ferna verðlauna; gull i 100m bringu, silfur i 200m flugsundi, silfur í 200m bringusundi og brons i 100m flugsundi. Helena Ósk Ívarsdóttir vann til tvennra verð- launa; gull i 100m bringu og silfur i 200m bringu. Þá náði Guðni Emilsson silfurverð- launum í 200m bringusundi. Deildarbikarinn um helgina Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á Árborg 7-1 í Reykjanes- höllinni á laugardaginn síðast- liðinn þar sem Michael Jónsson setti þrennu og þeir Gunnar Sveinsson, Kristinn Örn Agn- arsson, Snorri Már Jónsson og Aron Már Smárason skoruðu sitt markið hver. Grindvíkingar steinlágu gegn Þórsurum 0-3 á Stjörnuvell- inum og hafa þar með tapað fyrstu sex leikjum sínum í Deild- arbikarnum. Á sunnudaginn vann meist- araflokkur kvenna í Keflavík lið Þór/KA/KS 3-1 í Reykjanes- höllinni með mörkum frá Evu Kristinsdóttur, Guðnýu Þórð- ardóttur og Andreu Frímanns- dóttur. Víðismenn unnu góðan sigur á Víkingi Ó. 1-0 á Stjörnuvelli í gær með marki frá Birni Vilhjálmssyni. Hilmar og Sesselja sigruðu í pútt- móti Íslandsbanka Fimmtudaginn 14. apríl var haldið Púttmót í Röstinni, alls tóku 45 þátt í mótinu sem var að hefðbundnu sniði og leiknar 2 x 18 holur, sigurvegarar urðu eftirfarandi: Kvennaflokkur: 1. Sesselja Þórðardóttir á 66 höggum. 2. Hrefna Ólafs dótt ir á 67 höggum. 3. Unnur Óskarsdóttir á 68 höggum eftir umspil við Maríu Einarsdóttur sem einnig var á 68 höggum. Flest bingó var Hrefna Ólafs- dóttir með, eða 10. Karlaflokkur: 1. Hilm ar Pét urs son á 60 höggum. 2. Guðmundur Ólafsson á 62 höggum. 3. Hólmgeir Guðmundsson á 62 höggum. Flest bingó var Árni Guðgeirs- son með eða 15. Vinningar voru gefnir af Íslands- bankanum og afhenti fulltrúi hans vinninga. Að móti loknu var haldinn aðal- fundur Púttklúbbs Suðurnesja og hafði Lórý Er lingsdótt ir óskað eftir að hætta sem for- maður og var Ingi Gunnarsson kosinn formaður, varaformaður Einar Guðmundsson, gjaldkeri Jón Ísleifsson, ritari Sigurður Guðbrandsson og meðstjórn- andi Ísleifur Guðleifsson. Næsta mót verður 28 apríl. Lávarðardeild stofnuð Stofnfundur Lávarðardeildar Keflavíkur var haldinn á dög- unum en það er félagsskapur fyrrverandi leikmanna og stjórn- armanna Keflavíkur og áður ÍBK. Á fundinum var skipuð stjórn en framhaldsstofnfundur verður í tengslum við fyrsta leik Keflavíkur í Landsbankadeild- inni 16. maí og því er ennþá tækifæri til að gerast stofnfé- lagar. Hugmyndin af þessu fé- lagsstarfi er að eldri leikmenn og stjórnamenn hittist fyrir leiki Keflavíkur, fái sér kaffi, ræði um leikinn og ekki síður að rifja upp gamlar og glæstar minningar, svo mun starfið þró- ast en frekar. Stjórn var kjörin í félaginu sem fær endanlegt nafn á framhaldsstofnfundi sem hald- inn verður í tengslum við fyrsta leik Keflavíkur í deildinni 16. maí n.k. Þeir sem mæta á þann fund teljast stofnfélagar. Stjórn- ina skipa Magnús Torfason, Þor- steinn Ólafsson, Sigurður Björg- vinsson, Karl Finnbogason og Gísli Eyjólfsson. molar Er Magnús á leið til Frakklands? Hér er hann með viðurkenninguna fyrir besta leikmann Keflavíkur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.