Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2005, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 20.04.2005, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Petr únella Skúla dótt ir, nýkjör in Fegurðardrottning Suðurnesja fæddist 1. ágúst 1985 og er Grindavíkurmær. Petrúnella stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur æft körfuknattleik frá unga aldri og spilaði fyrst með Grindavík í meistaraflokk árið 2000. Síðasta ár færði hún sig um set og spilaði með Njarðvík í 1. deild kvenna. Kærasti Petrúnellu er Guðmundur Jónsson leikmaður bikarmeistara Njarðvíkur í körfuknattleik. Foreldrar Petrúnellu eru Skúli Eyfeld Harðarson og Bryndís Hauksdóttir og á hún tvær systur, Hrund Skúladóttur og Sigurbjörg Eyfeld Skúla- dóttur. Petrúnella segir Fegurðarsamkeppnina hafa verið virkilega skemmtilegt tímabil og var mjög ánægð með hópinn sem tók þátt í ár. Hún seg- ist ekki hafa verið stressuð á lokakvöldinu. „Ég fann fyrir litlu stressi í keppninni sjálfri. Það var meira stress í general prufunni því þá æfðum við í fyrsta skipti á sviðinu sjálfu,“ sagði Petr- únella sem bjóst alls ekki við því að standa uppi sem Fegurðardrottning Suðurnesja. „Ég bjóst engan vegin við að hreppa 1. sætið. Ég var orðin sátt með kvöldið eftir að hafa verið valin K- sport stúlkan áður en sætin voru tilkynnt,” sagði fegurðardrottningin sem fær litla pásu frá feg- urðarsamkeppni þar sem undirbúningur fyrir Ungfrú Ísland hefst eftir innan við viku. en lék með Njarðvík í vetur Petrúnella slappar af með fjölskyldunni og kærastanum. Brátt hefst undirbúningurinn fyrir Ungfrú Ísland á Broadway. Linda María Hauksdóttir er Ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja 2005. Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir hlaut nafbótina vinsælasta stúlkan. Björg Áskelsdóttir er Bláa Lóns stúlkan í ár. Sigurlaug Guðmundsdóttir lenti í öðru sæti í keppninni. Harpa Gunnarsdóttir lenti í því þriðja. Keppendur skörtuðu sínu fegursta í kvöldkjólunum. Grindvísk körfuboltadama Suðurnesjafegurð Petrúnella Skúladóttir er Fegurðardrottning Suðurnesja 2005. Hún þótt i skar a fr amúr föngule gum hópi Suðurnesjakvenna, en hún var einnig valin K-sportstúlkan. Í öðru sæti keppninnar var Sigurlaug Guðmundsdóttir og Harpa Gunnarsdóttir var í því þriðja. Linda María Hauksdóttir var valin Ljósmyndafyrirsæta ársins, Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir var vinsælasta stúlkan og Björg Áskelsdóttir er Bláa Lónsstúlkan í ár. Kvöldið var afar glæsilegt sem endranær og var fjölmennt í Stapa þar sem fólk fylgdist með drottningunum og snæddi ljúffengan mat.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.