Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.05.2005, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 12.05.2005, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I 19. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 12. MAÍ 2005 I 25 Ung ur Suð ur nesj a-maður, Jón að nafni, er á heimleið frá Svíþjóð þar sem hann hef ur dval ið síðustu 25 ár og er óhætt að segja að hann hafi ýmislegt í farteskinu. Hann hefur undan- farin 15 ár verið að vinna að fjölmörgum nýsköpunarhug- mynd um eink um varð andi fiskeldi og aðferðarfræði við hana. Telur hann sig m.a. hafa nokkur atriði sem gætu haft afgerandi fjárhagslega afkomu- getu hverrar stöðvar bæði í ferskfiskeldi og sjávarfiskeldi. Verk hans hafa fengið góð við- brögð erlendis og hefur hann nú þegar fundið aðila erlendis sem eru tilbúnir að leggja tölu- verðar fjárhæðir í þróun hug- myndanna. Í samtali við Víkur- fréttir sagðist hann málið þó ekki í höfn. „Skilyrði sem fylgja þessu fé eru náttúrulega þau að ég geti mætt þessu með einhvers konar fyrirtæki og fjárhagsstöðu heimavið. Ég er kominn með fjárfestingar, tryggingar og hug- mynd en engan samastað fyrir framkvæmdina né þá nauðsyn- legu liði fyrirtækjastofnunar sem nauðsyn er á, þ.e. félaga og stjórn. Nú vona ég að einhverjir aðilar sjái sér leik á borði og áhuga til viðræðna um samstarf. Ég set engin skilyrði fyrir slíkum viðræðum né krefst loforða.” Jón vill ekki gefa upp fullt nafn sitt að svo stöddu, en bíður eftir því að málin komist lengra á leið áður en hann stígur fram. Jón er að vinna að fleiri nýsköp- unarhugmyndum meðal annars um vatnshreinsikerfi fyrir orku- vana umhverfi, breiðari notkun á salti og túlkasköpun fyrir vef og heimasíðugerð sem auðvelda að mun bæði sköpun og við- hald í slikri vinnu að sögn Jóns að ógleymdri mikilli kostnaðar- lækkun. Jón segir að ástæða þess að hann sjái ekki um málin alfarið sjálfur sé einföld. Hann hafi hvorki fjár- magn né nægilega kunnáttu til að reka fyrirtæki af þessari stærð- argráðu. Hann vonist því til að áhugasamir aðilar sjá sér leik á borði og setji sig í samband við hann. Áhugasamir geta snúið sér til Víkurfrétta sem koma ábendingum eða fyrirspurnum áfram. 8 Ungur Suðurnesjamaður í Svíþjóð: Með nýsköpunar- hugmyndir í fiskeldi FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 Ólafur Aron Ingvason, leikmaður Njarðvíkur í körfuknattleik, var á þriðjudag dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi fyrir skemmstu. Í prufu sem var tekin af Ólafi í kjölfar bikarsigurs Njarðvíkur á Fjölni greindist amfetamín. Haf steinn Hilmarsson, for- maður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir málið mikið áfall fyrir félagið fyrir utan það sem lagt er á leikmanninn sjálfan. Lengd bannsins hafi í sjálfu sér ekki komið honum á óvart miðað við eðli brotsins. „Við hörmum þetta þar sem við fordæmum að sjálfsögðu alla lyfjanotkun í íþróttum. Við munum í framhaldinu halda áfram að brýna fyrir okkar iðk- endum hversu skaðlegt þetta er jafnt fyrir félagið sem og þá sem fara þessa braut.” Hafsteinn bætti því við að samfé- lagið heild sinni þyrfti að leggja frekari áherslu á forvarnir gegn fíkniefnum. Hann vonaði að þetta leiðinlega mál sýni ungu fólki sem er að æfa íþróttir hvað slíkt geri fyrir íþróttaferil og mannorð manna. Ólafur er sagður stefna erlendis í nám, en Hafsteinn segir ekki útséð með að Ólafur hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Ef hann sýnir það og sannar að hann hafi snúið blaðinu við er ekkert því til fyrirstöðu að hann leiki með Njarðvík eftir að hann hefur tekið út leikbannið.” Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur fór fram á laugardaginn var. Mótið er haldið ár hvert þar sem iðkendur fimleikadeildarinnar keppa sín á milli. Innanfélagsmótið er síðasta mótið sem iðkendur fimleikadeildarinnar keppa á ár hvert. Elísa Sveinsdóttir varð innan- félagsmeistari í Trompfimleikum en Selma Kristín Ólafsdóttir varð innanfélagasmeistari í áhaldafimleikum. Nánari úrslit frá mótinu má finna á www.vf.is Stef án Gísla son, at-vinnumaður í knatt-spyrnu, skoraði sig- urmark Lyn á móti meist- urum Rosenborg í í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Leikurinn endaði 3-2, en Lyn skoraði tvö mörk á síð- ustu fimm mínútum leiks- ins, en mark Stefáns kom með skalla af stuttu færi á 88. mínútu. Stefán fékk góða einkunn í umfjöllun Dagbladet en hann fékk einnig að líta gula spjaldið í leiknum. Haraldur Guðmundsson fekk gult spjald í tapleik Aalesund gegn Trom sö. Leikurinn endaði 0-1 en Haraldur átti engu að síður góðan leik fyrir lið sitt og fékk 5 í einkunn í umfjöllun Dag bla det. Aalesund er sem stendur á botni deild- arinnar. ÓLAFUR ARON Í 2JA ÁRA BANN Stefán skoraði sig- urmarkið 8 Körfuknattleikur Elísa og Selma Innanfélags- meistarar í fimleikum Íslensku unglingalands-lið in í körfuknatt leik unnu til tveggja silfur- verðlauna og einna brons- verðlauna NM unglingalands- liða sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Báðir úrslitaleik- irnir töpuðust þar sem strák- arnir í U-16 töpuðu 64-60 á móti Svíum og U-18 stelp- urnar töpuðu með 22 stigum - einnig gegn Svíum. U-18 drengir unnu Noreg í leik um 3. sætið og U-16 stelpur lentu í 4. sæti. Árangurinn staðfestir stöðu Íslands sem ein af sterkari þjóðunum í unglingflokkum, enda léku krakkarnir afar vel. Sérstaka athygli vakti frammi- staða U-16 liðsins, en Hjörtur Hrafn Einarsson, Þröstur Leó Jóhannsson og Rúnar Ingi Erlingsson áttu all ir mjög góða leiki svo fáeinir séu þar nefndir. Góður árangur ung- lingaliðanna á NM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.