Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2005, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 16.06.2005, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ 2005 I 21 Sport@vf.is Olísmót GS fór fram á Hólmsvel l i í Leiru á þriðju dag og var Guðlaugur Guðlaugsson hlut- skarpastur. Hann er einnig efstur í stigamóti GS eftir 3 mót, en Bjargey Einarsdóttir er efst í kvennaflokki. Úrslit voru sem hér segir: Með forgj. 1.sæti Guðlaugur Guðlaugsson 38 p. 2.sæti Gunnlaugur K.Unnarsson 38 p. 3.sæti Sigurður Albertsson 37 p. 4.sæti Ragnar Hauksson 37 p. 5.sæti Hákon Örn Matthíasson Besta skor Þröstur Ástþórsson 73 högg Staðan í stigamótum eftir 3 mót karla. Guðlaugur H. Guðlaugsson 30 stig Jóhann Júlíusson 30 stig Annel Þorkelsson 26 stig Gunnlaugur Unnarsson 25 stig Ragnar Hauksson 23 stig Staðan í stigamótum eftir 2 mót konur. Bjargey Einarsdóttir 18 stig Ingibjörg Magnúsdóttir 16 stig Heiða Guðnadóttir 14 stig Rakel Þorsteinsdóttir 14 stig Guðlaugur sigrar á Olís-móti GS Gr i n d v í k i n g a r o g KR-ing ar mæt ast á Grindavíkurvelli í Landsbankadeild karla í kvöld. Leikurinn hefur mikla þýð- ingu fyrir bæði lið þar sem Grindvíkingar eru að reyna að fikra sig upp töfluna úr fall- sætunum, en byrjun KR hefur verið verulega undir vænt- ingum. Þá markar leikurinn einnig tímamót fyrir framherj- ann Grétar Hjartarson sem mætir sínu gamla liði í fyrsta sinn eftir vistakiptin síðasta sumar. Hann lék með Grinda- vík um áraraðir og er einn markahæsti maður liðsins frá upphafi. Í samtali við Víkurfrétt ir sagði Grétar að honum litist vel á leikinn og hlakkaði til að mæta gömlu félögunum. „Þetta verður örugglega erf- iður leikur en þetta verður bara gam an. Ég hef ekki verið á skotskónum í sumar en vona að þetta fari að detta inn. Mér hefur annars alltaf liðið vel á Grindavíkurvelli og kæmi ekki á óvart þótt ég setti eins og eitt mark!” Grétar Hjartar mætir aftur í Grindavík Nú stytt ist óðum í að Suðurnesjamaraþonið fari fram, en að þessu sinni verður það haldið laugar- daginn 2. júlí. Aðkoma Sparisjóðsins í Kefla- vík sem aðalstyrktaraðila að Suð- urnesjamaraþoninu að þessu sinni ger ir það kleift að nú verðu keppt í hálfmaraþoni eftir nokkurra ára hlé. Þá verður einnig keppt í 25 km. fjallahjólakeppni og verður hinn klassíski Sandgerðishringur hjólaður. Þá verður keppt í 10 km. hlaupi og einnig verður hið sívinsæla skemmtiskokk á dagskrá en það er 3,5 km og þar geta allir sem vettlingi geta valdið tekið þátt. Skráning er þegar hafin hjá af- greiðslu Lífsstíls og í síma 420- 7001. Auk Sparisjóðsins koma mörg fyrirtæki og stofnanir að hlaup- inu og má þar nefna Reykja- nesbæ, Hitaveitu Suðurnesja, Nesprýði, Ný-ung, Grágas, auk fjölda annarra. Ræst verð ur á eft ir far andi tímum: Hálfmaraþon (ræsing kl 10:30) 10 km hlaup (ræsing kl 11:15) 25 km fjallahjólakeppni á mal- biki (ræsing kl 11:10) 3,5 km skemmtiskokk (ræsing kl 11:20) Enn veglegra Suðurnesja- maraþon Njarðvík og Tindastóll skildu jöfn aNjarðvík og Tindastóll gerðu jafntefli 1-1 í 2. deild karla í knattspyrnu á föstu- dag. Njarðvíkingar komust yfir með marki Michaels Jóns- sonar á 34. mínútu, en Stól- arnir, sem léku á heimavelli, jöfnuðu þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Njarðvíkingar mættu Aron vann á Motocrossmóti a M ó t o r h j ó l a k a p p i n n A r o n Ó m a r s s o n v a n n til gullverðlauna á fyrstu motocrosskeppni ársins. Keppnin fór fram á Ólafsvík á laugardag og sigraði Aron í tveimur af þremur umferðum keppninnar. Helena Ósk fékk ÍSÍ styrk a Hinni ungu og efni- legu sundkonu ÍRB, Hel- enu Ósk Ívarsdóttur, var í gær úthlutað styrk frá ÍSÍ úr sjóðnum Ungir og Efni- legir. Styrkupphæðin nemur 150.000- kr. og kemur von- andi til með að nýtast henni vel og hvetja hana til áfram- haldandi afreka í sundlaug- inni. Hel ena Ósk keppti fyr ir skemmstu á Smáþjóðaleik- unum þar sem hún náði stór- góðum árangri. Framundan hjá henni í sumar er keppni á Evrópumeistaramóti ung- linga þar sem stefnan er sett á að gera góða hluti. Fyrr í vetur hlutu þau Birkir Már Jónsson og Erla Dögg Har- aldsdóttir styrk úr sama sjóði. Njarðvíkingur leikur fyrir U-19 liðið aNjarðvíkingurinn Krist- inn Björnsson lék með U-19 liði Íslands sem gerði jafntefli við Svíþjóð á Sandgerðisvelli, 2-2, í síðustu viku. Hann hóf leikinn á bekknum, en kom inná eftir um klukku- stundar leik og stóð sig vel í stöðu bakvarðar. Er Kristinn þriðji leikmaður Njarðvíkur frá upphafi sem leikur landsleik fyrir Ísland, en þeir Einar S. Oddsson og Óskar Örn Hauksson höfðu áður leik ið fyr ir Ís lands hönd. Úrvalsdeildarlið Kefla-víkur sigraði Grinda-vík ör ugg lega, 8-1, í Visa-bikarkeppni kvenna á laugardag. Lið Grindavíkur var samansett af kornungum og efnilegum stúlkum, en sú elsta á leikskýrslu þeirra er 19 ára. Munurinn á lið- unum var engu að síður of mik- ill og var staðan 5-0 í hálfleik. M O L A R vf.is Ferskar íþróttafréttir á vf.is Öruggur sigur Keflavíkur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.