Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2005, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 16.06.2005, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Sport UMFÍ og Keflavík munu nk. mánudag standa fyrir fræðslufyrirlestri um gildi íþrótta fyr ir börn og unglinga. Dr. Hermundur Sigmundsson mun flytja fyr- irlestur um mikilvægi íþrótta fyrir líkamlega, andlega og fé- lagslega heilsu barna og ung- linga. Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 20. júní kl. 20:00 - 22:00 í Félagsheimili Keflavikur, Hringbraut 108. Fyrirlesturinn er öllum opin en er sérstaklega ætlaður foreldrum, þjálfurum, kennurum og leikskólakenn- urum. Miðvikudaginn 22. júni kl 18:00 mun Hermundur bjóða þjálf- urum á svæðinu til rabbfundar í Félagsheimilinu. Þar geta þjálf- arar komið með spurningar varðandi þjálfun og leitað ráða um ýmisleg atriði varðandi þjálfun. Þar mun Hermundur einnig kynna nýtt próf, „fitness test“ sem notað er af þjálfurum/ íþróttakennurum í Noregi til að meta framfarir um líkamlegt ástand. Hermundur Sigmundsson varð doktor árið 1998 frá Norska tækni- og vísindaháskólanum (NTNU) í Þrándheimi. Her- mundur er nú prófessor við sama skóla. Hann hefur m.a. rannsakað börn með hreyfi- vandamál, lesblindu og stær- dfræðierfiðleika og birt rann- sóknir í virtum tímaritum eins og Experimental Brain Rese- arch, Behavioural Brain Res- earch og Developmental Med- icine and Child Neurology. Opinn fræðslufyrirlestur um gildi íþrótta fyrir börn Stefán Örn Arnarson, fram- herji sem var leystur undan samningi sínum við Víking í Reykjavík fyrir skemmstu, hefur gengið til ilðs við Kefla- vík á lánssamningi. Hann var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn með því að Stefán býr og starfar í Reykja- nesbæ og eru því hæg heim- antökin að ganga til liðs við Keflavík þar sem framherjar eru af skornum skammti. Leikmaðurinn lék einn leik með Víkingi í 1. deildinni og skoraði þar mark, en svaf yfir sig og missti af leik þeirra gegn KS og var látinn fara skömmu síðar. Stefán Örn með Keflavík Víðismenn fá sannar-lega verðugt verkefni í Visa-bik ar keppni karla á mánudagskvöld er þeir mæta Íslandsmeisturum FH á Garðsvelli. Víðismenn sem eru í 3. deild- inni hafa leikið vel að undan- förnu en víst er að þeir þurfa að leika af miklum krafti ef þeir eiga að eiga möguleika gegn geysisterku liði FH. Elfar Grétarsson, þjálfari Víð- ismanna, segir mikla stemmn- ingu í sínu liði fyrir leikinn. „Þetta var mikill happadráttur fyrir okkur og það verður tekið hressilega á móti meisturunum í Garðinum. Við erum fullir sjálfs- trausts og höfum í raun engu að tapa.” Búist er við að stuðningsmenn FH fjölmenni á leikinn og seg- ist Elfar vona að Garðbúar og Suðurnesjamenn mæti á leikinn og styðji vel við bakið á heima- mönnum. „Ég hvet alla til að mæta til að sjá skemmtilegan leik.” Unndór Sigurðsson mun þjálfa kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik á næsta ári, en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið á dögunum. Unndór, sem er Grindvíkingur í húð og hár, þjálfaði lið ÍS með góðum árangri í fyrra, en sagðist í samtali við Víkurfréttir vera glaður með að fá tækifæri til að þjálfa sitt lið. „Það er gaman að vera kominn heim og við erum bjartsýn með framhaldið. Leikmannamálin eru svolítið óráðin núna en við búumst við því að þau mál leysist á næstu vikum.” Eins og þegar hefur komið fram í Víkurfréttum munu nöfnurnar Erla Reynisdóttir og Erla Þorsteinsdóttir ekki leika með liðinu næsta vetur og munar um minna, en þegar hefur verið tekin ákvörðun um að vera með bandarískan leikmann allt frá byrjun vetrar. Þá sagði Unndór að hinar ungu og efnilegu stúlkur sem hafa verið í hópnum síðastliðin ár muni spila stærra hlutverk í liðinu en á liðnum árum, en yngri flokkar félagsins hafa verið með þeim sterkustu á landinu undanfarin ár.Íslandsmeistararnir mæta í Garðinn Unndór þjálfar Grindavíkurstúlkur Óli Stefán Flóventsson, knattspyrnumaður frá Grindavík, mun leika með liðinu það sem eftir er sumars og út samningstíma sinn að sögn Jónasar Þórhalls- sonar formanns knattspyrnu- deildarinnar. Í samtali við Vík- urfréttir sagði Jónas að deilur Óla Stefáns og Milans Stef- áns Jankovic, þjálfara, hefðu verið blásnar út í fjölmiðlum og fullar sættir hefðu náðst á fundi á þriðjudagskvöld. „Það er mikill vinskapur með þeim Óla og Janko og ég á von á því að óli verði með okkur gegn KR, en við þurfum á öllum okkar mönnum að halda í bar- áttunni sem er framundan.” Óli Stefán áfram með Grindavík Keflavíkurstúlkur hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Landsbankadeildinni, en serbnesku landsliðskonurnar Katarina Jovic og Vesna Smilj- kovic léku sinn fyrsta leik gegn KR á þriðjudag. Stúlkurnar eru í frestu röð í sínu heimalandi og er Smilj- kovic m.a. landsliðsfyrirliði Serbíu og markahæsta konan í sögu landsliðsins þrátt fyrir að vera einungis 22 ára. Jovic, sem er 26 ára, er einnig þraut- reynd og bera Keflvíkingar miklar væntingar til stúlkn- anna. Landsliðskonur til Keflavíkur Bakvörðurinn Jeb Ivey hefur skrifað undir 1 árs samning við körfuknatt- leikslið UMFN. Ivey sem hef ur skap að sér nafn sem ein skæðasta skytta Intersport-deildarinnar, hefur gert garðinn frægan með KFÍ og Fjölni, og leiddi hann Fjöln- isliðið í bikarúrslitin þar sem þeir töpuðu gegn Njarðvík. Einar Árni Jóhannsson sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir væru afar spenntir fyrir komu Iveys, enda misstu þeir báða leikstjórnendur sína frá síðustu leiktíð. Tilkoma hans þýðir að Njarðvíkingar hafa ákveðið að treysta á stóru mennina sína, Egil Jónasson og Friðrik Stefáns- son. Einar segir Egil sérlega lík- legan til að springa út á næsta ári með auknum leiktíma. Ivey til Njarðvíkur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.