Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.06.2005, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 23.06.2005, Qupperneq 19
VÍKURFRÉTTIR I 25. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 23. JÚNÍ 2005 I 19 ö Móðir mín hefði orðið 74 ára í þessum mán-uði væri hún enn á lífi, en hún lést 17. desember síðastliðinn úr heilahrörnun og illvígri minnisbilun sem ein- kennir þennan sjúkdóm. Fyrir tæpum 10 árum fór að bera á þessum lúmska minnissjúk- dómi hjá henni. Fljót lega upp úr því missti hún vinnuna vegna skipulags- breytinga. Ekki grunaði okkur þá hvert stefndi, né heldur svo hratt sem raunin varð. Á sinn einstaka hátt tókst henni að fela minnisröskunina fyrir okkur með léttleika og brosi, og það árum saman, og ef eitthvað mis- fórst hrapa lega hjá henni tókst henni að gera g r í n a ð ö l l u saman. Móðir m í n v a r e k k i mik ið fyr ir að heimsækja lækna, en með lagni, og þraut seig ju, tókst okkur að koma henni til þeirra. Þessi sjúkdómur reynd- ist síðan vera mun alvarlegri en okkur hafði nokkurn tíma órað fyrir. Einkenni hrörnunarinnar voru að hún átti sífellt erfiðara með að finna réttu orðin yfir hluti, rithöndin breyttist smátt og smátt, hún mátti ekki sjá af veski sínu og svo mætti lengi telja. Móðir mín var mjög félags- lynd kona, listræn, mannvinur, jákvæð og naut þess að vera til. Þess vegna þótti okkur sérlega erfitt að horfa á hana hrörna svo hratt þegar sjúkdómurinn fór að ágerast. Ég hef á tilfinningunni að lífs- gæði hennar hefðu getað orðið meiri síðustu árin, og jafnvel hægt á hrörnuninni, ef úrræði hefðu verið betri fyrir hana í hennar sveitarfélagi. Dagvist er brýn fyrir fólk með minnis- sjúkdóma og þar sem tekið er tillit til sérstakra þarfa þeirra. Dagvistin dregur úr einkennum sjúkdómsins, léttir álagið á nán- ustu fjölskyldu og eykur lífs- gæðin hjá þessum sjúklingum - sem er jú draumur okkar allra. Það þarf að virkja þá þætti sem fyrir eru og koma á móts við sjúklingana á þeirra forsendum og með virðingu fyrir þeim sem einstaklingum. Með þessum orðum er ég ekki að ásaka einn né neinn. Sú leið sem við völdum á sínum tíma fannst okkur vera hin eina rétta, með ráðleggingum frá fagfólki og með hliðsjón af veikindum móður okkar. Hún dvaldi í rúm 2 ár á Hjúkrun- arheimilinu Víði- hlíð og þar var vel hugsað um hana af góðu starfsfólki. Ef við stæðum í sömu sporum í dag eins og við gerðum þá, þá myndum við vilja bregðast öðru- vísi við. Það væri ósk okkar að móðir okkar fengi að dveljast lengur í sínu eigin sveitarfélagi og þar sem hún fengi aðgang að sérhæfðri dagvist fyrir minnissjúka. Slíkri dagvist þyrfti að koma á sem fyrst hér í Reykjanesbæ, en ekki bíða til ársins 2007. Ég er næstum viss um að það eru fleiri en við í Reykjanesbæ sem hafa svipaða sögu að segja, því enn í dag er feimnismál að við- urkenna að foreldri manns sé farið að gleyma, og gleyma og gleyma. En með aukinni fræðslu og skilningi á þessum sjúkdómi komumst við yfir feimnina. Um leið og viðeigandi húsnæði og aðstaða er til staðar koma fram í dagsljósið fleiri einstaklingar sem þjást af heilahrörnun og minnisbilun - og sem gjarnan vilja fá stuðning okkar í þrot- lausri baráttu sinni. Hvíl þú í friði mamma mín. Sigurbjörg Arndís Guttormsdóttir Gleym-mér-ei Æ oftar láta sjúklingar þá ósk í ljós að vera meðhöndlaðir á „náttúrulegan hátt“. Hinn mikli áhugi á náttúrulækningum sem stöðugt nær meiri útbreiðslu hefur hins vegar leitt til þess hin síðari ár að alls kyns með- ferðir hafa verið settar undir þeirra hatt án þess að eiga þangað erindi. Afleiðingin hefur aftur orðið sú að hugtakið um náttúrulækningar er óljóst og hefur oft valdið misskilningi. Bæði smáskammtalækningar, an- trópósófísk læknisfræði, hinar svokölluðu óhefð- bundnu lækningar sem og hluti estorik hafa oft verið flokkuð undir náttúrulækningar en það er ekki rétt. Til hinna hefðbundnu náttúrulækn- inga má nefna líföndun (ekki joga), meðferð sem byggir á breyttu mataræði sem miðast við heilsu sjúklingsins sem í hlut á og handfjöllunarmeð- ferðir þar sem mikil áhersla er lögð á þekkingu á líkamanum. Auk þess má nefna ljósameðferð og jurtalækningar. Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn að þekkja hvaða meðferðir eru skyn- samlegar og læknisfræðilega nauðsynlegar, meðal annars svo þeir kasti ekki peningum á glæ. Ef fólk lendir í því að eyða miklum peningum án þess að fá neitt út úr því hefur verið beitt óábyrgum aðferðum. Hefðbundnar læknisaðferðir og náttúrulækningar eru ekki í mótsögn hvor við aðra. Þvert á móti geta aðferðirnar bætt hvora aðra upp. Þess vegna er mikilvægt að fara fyrst í læknisrannsókn og fá greiningu á sjúkdóminum áður en leitað er óhefðbundinna lækninga. Hin mikla list felst í því að þekkja mörkin á milli læknisfræði og nátt- úrulækninga, sem eru þau að læknisfræði fæst við alvarlega/ólæknandi? sjúkdóma en náttúru- lækningum má beita þegar um minniháttar kvilla eða truflun á líkamsstarfsemi er að ræða. Náttúru- lækningar geta gagnast vel til dæmis ef sjúklingur kvartar yfir verkjum án þess að hægt sé að greina ákveðinn sjúkdóm í einhverju líffæri. Auk þess má lækna vægan lasleika eins og kvef með náttúru- lækningum. Til dæmis má ekki nota handfjöllunarmeðferðir eins og nudd af miklum krafti ef um mikinn sárs- auka er að ræða, það er varasamt og getur gert illt verra. Þegar um lífshættulega sjúkdóma er að ræða eiga aðferðir hinnar mjúku læknisfræði ekki við. Það er líka óviðeigandi og jafnvel hættulegt þegar meðferðaraðilar líta svo á að einhver ein aðferð sé sú eina rétta. Náttúrulækningar verða stöðugt að skoðast í heildrænu meðferðarsamhengi. Úrslitaat- riðið hér er að hver og einn meðferðaraðili verður að þekkja sín takmörk, meira að segja útlærður nuddari. Margir hafa litla skoðun á læknisfræði og velja helst þá aðferð þar sem ekkert er lagt upp úr því að þeir sjálfir þurfi að taka þátt í lækningaferl- inu. Sjúklingar sem fá meðhöndlun samkvæmt náttúrulækningum hrökkva oft í baklás þegar þeir sjá að þessar aðferðir krefjast aga og virkni af hálfu þeirra sjálfra. Þar má nefna breytingar á mataræði, sjúkraþjálfun og einnig Ordnungsther- apie/heildræna meðferð sem hefur unnið sér sess innan náttúrulækninga. Hún gengur út á það að fá einstaklinga til að koma betra skipulagi á líf sitt, hreyfa sig meira og slaka á, fara snemma í rúmið, drekka áfengi í hófi og ef mögulegt er að hætta að reykja. Skipulagt líf sem hæfir lífshrynjandinni er skilyrði fyrir því að náttúrulækningar, svo og aðrar læknisfræðilegar aðferðir, beri árangur. Náttúrulækningar krefjast þáttöku og ábyrgðar sjúklingsins og meiri þolinmæði af hans hálfu en hefðbundin læknisfræði. Elsta meðferðarformið - Jurtalyflækningar Jurtalyflækningar eru elsta náttúrulækningameð- ferðin. Tveir þriðju hlutar mannskynsins nota jurtalyf (stundum kallað grasalækningar). Þá er oft litið framhjá því að hefðbundin læknisfræði notar jurtalyf. Lækningamáttur jurta er grunnur allrar lyfjaþróunar. Látið samt ekki blekkjast og taka jurtalyf sem ekki fylgja nægar skýringar. Jurtalyf, eins og allar nátttúrulækningar, virka á þann hátt að þau hjálpa líkamanum að takast sjálfur á við orsakir sjúkdóma og sigrast á þeim. Við getum einnig talið krydd til lyfja, það vissu áar okkar og á miðöldum gátu margir sem veikir voru þakkað kryddkonunni ef þeir læknuðust. Til dæmis getur einir læknað hósta því hann er slímlosandi. Hann örvar matarlystina, kemur í veg fyrir magaverk og hefur góð áhrif á blóðrásina. Annað dæmi er paprika sem er næstum undralyf. Hún örvar meltinguna, er bólgueyðandi og kvala- stillandi, losar um stíflur í nefi, örvar blóðrás og einnig svitamyndun. Líföndun er ekki það sama og jóga. Hún er hins vegar sérstök tegund meðferðar. Öndun er ómeð- vitað ferli. Með líföndun lærir maður að endur- heimta hina eðlilegu öndun. Það auðveldar manni að skynja tilfinningar sínar. Með því að finna hinn eðlilega öndunartakt er mögulegt að ná aftur samhljómi við lífið eins og það kviknaði í brjósti manns við hinn fyrsta andardrátt. Birgitta Jónsdóttir Klasen Náttúrulæknir, Heilpraktiker og rithöfundur. Hjálpaðu þér sjálfur - þá verður þér hjálpað FRÉTTASÍMIN N SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.