Víkurfréttir - 07.07.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
���������
�����������
Auk allrar almennrar garðvinnu, eyðingar á túnfíflum í
grasflötum, bíð ég uppá
���������
svo og úðun gegn hinum hvimleiða roðamaur.
Nánari upplýsingar í síma 893 0705
����������������������������
Framkvæmdir á Reykjanesi
Víkingaskipið Íslendingur hefur fengið nýjan samastað, en hann situr nú við Stekkjarkot á Fitjum eftir að hafa verið
geymdur í Rammahúsinu síðustu ár.
Skipið tekur sig vel út á nýja staðnum, en ein
ástæðan bakvið flutningana er sú að Rammahúsið
verður notað sem kvikmyndaver fyrir stórmynd-
ina Flags of our Fathers sem verður mynduð í
Sandvík og í Krýsuvík í ágúst og september.
Að sögn Gunnars Marels Eggertssonar, skipasmiðs
hefur skipið vakið athygli á nýja staðnum. „Það
hefur töluverð umferð verið þarna í kring og
margir komið til að berja hann augum,“ sagði
Gunnar.
Töluvert af rútum á leið með farþega til og frá
Keflavíkurflugvelli hafa stoppað við Stekkjarkot
og hefur bæði erlent og innlent fólk komið og
skoðað Íslending. „Við ætlum að setja upp ein-
hverja dagskrá þannig að fólk getur komið og
skoðað hann og jafnvel að ég verði þarna einhvern
hluta af deginum til að sýna og segja fólki frá,“
bætti Gunnar við.
„Þetta er náttúrulega óplægður akur þarna en Ís-
lendingur er rétt hjá þeim stað þar sem nýtt hús
yfir hann mun rísa við sjávarmálið. Við vissum að
þetta myndi vekja athygli en bjuggumst ekki við
svona mikilli athygli,“ sagði Gunnar að lokum.
Íslendingi úthýst
fyrir Hollywood
Framkvæmdir við Reykjanesvirkjun hafa gengið vel í vor og sumar og er nú farið að sjá mynd á stöðvarhúsinu sem gnæfir hátt
yfir hraunbreiðunni.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja,
segir framkvæmdir hafa gengið að óskum eftir
að vetrarkulda linnti. „Eftir að veturinn sleppti
sínum heljartökum á svæðinu höfum við unnið
upp allar tafir, en þetta var erfitt á tímabili. Nú
lítur þetta vel út og við stefnum enn á að hefja raf-
magnsframleiðslu þann 1. maí á næsta ári og loka-
frágangi á að vera lokið um haustið sama ár.“
Hitaveitan mun á næstunni opna upplýsingamið-
stöð á framkvæmdasvæðinu en nú er unnið að
því að bæta aðkomu til og frá svæðinu til að
hennta fólksbílum betur m.a. með því að mal-
bika. Í miðstöðinni verður hægt að nálgast ýmsan
fróðleik um svæðið og framkvæmdirnar, en þar
verður opið alla daga vikunnar.
Einnig hefur verið komið upp göngustígum um
svæðið og útsýnispalli þar sem sjá má yfir fram-
kvæmdirnar.
Reykjanesvirkjun á áætlun
Víkingaskip fær nýjan samastað:
Virða hraðahindranir að vettugi
Þrátt fyrir að hraðahindr-an ir hafi ver ið setta upp á þjóð veg in um
í gegnum Hafnir virðist sem
nokkrir vörubílstjórar láti sér
ekki segjast.
Íbúar Hafna hafa orðið vitni
að því þegar ákveðnir bílstjórar
slengja tengivögnum bifreið-
anna utan í stöplana, sem hefur
verið komið fyrir á veginum, til
að hnika þeim út af veginum.
Íbúi sem hafði samband við
Víkurfréttir sagði greinilegt að
þörf væri á frekari aðgerðum
til að draga úr slysahættunni
sem hlýst af hraðakstri vöru-
bifreiða um Hafnaveg, sem ýta
hindrunum út í kant.
Á mynd inni má glögg lega
sjá að kvarnast hefur upp úr
steypustöpli og er búið að ýta
honum til hliðar.
����������
����������������������������������������
����������������������������������
���������������
�����������������������������������������
�������������������������������������
����������������������������
����������������
kylfingur.is
Daglegar golffréttir á vefnum