Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.09.2005, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 22.09.2005, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport@vf.is Atli Már Gylfason, sími 421 0014, atli@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og www.vikurfrettir.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Axel Jónsson skrifar um skólamatinn C M Y CM MY CY CMY K Samhæfni.ai 9/21/05 1:42:24 PM FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 Nú er liðnar rúmar þrjár vikur síðan við hófum að framreiða hádegismat í grunn-skólum Reykjanesbæjar, Grindavíkur og í Garðinum. Byrjað er að selja mataráskrift fyrir október og hafa nemendur fengið með sér heim áskriftablað til að fylla út og geta þeir greitt það í útibúum Sparisjóðsins og á skrifstofum Matar- lystar að Iðavöllum 1 Reykjanesbæ. Ég verð að segja að ég er tiltölulega ánægður með byrjunina, vissulega hafa komið upp vandamál, en okkur og samstarfsaðilum okkar í skólunum er að takast að vinna bug á þeim í sameiningu. Matseðillinn hefur verið í þróun í nokkur ár og er alltaf í endurskoðun, ég heyri ekki annað en að flestir nemendur séu ánægðir en auðvita er mömmumatinn alltaf bestur og þannig á það líka að vera. Vinsælasti maturinn á matseðlinum eru skindibitamatur sem boðið er upp á annað slagið, grjónagrautur og slátur er einnig mjög vinnslælt, fleiri rétti mætti telja upp, en endilega skoðið mat- seðilinn á heimasíðu okkar skolamatur.is og gefið okkur hugmyndir ef þið hafið þær. En eins og Ólafur Sæmundsson næringarfræð- ingur og ráðgjafi Matarlyst Atlanta segir: Hafa skal hugfast að við gerð matseðla er stuðst við manneldisráðleggingar og legg ég mikla áherslu á að þeim ráðleggingum sé fullnægt. Alltaf má að sjálfsögðu betur gera og allar tilögur vel þegnar en auðvitað er ekki hægt að sérsníða mat- seðla fyrir hvern og einn skóla í því kerfi sem við hjá Matarlyst/Atlanta vinnum eftir. Ég vil hvetja þá sem hafa einhverjar athugasemdir, ráðlegg- ingar eða spurningar að senda mér “póst“ á net- fangið oli@hreyfing.is . Ég hef bent á að einsaklingur er stóran hluta ævi sinnar í mötuneyti og þarf þvi að leggja sig allan fram við að vanda matseldina og hugsa um nær- ingarinnihald hans. Hefur þú hugleitt það að þegar barn er rúmlega einsárs ferð það til dagmömmu eða á leikskóla og þar fær barnið hádegismat, frá leikskóla um 5 ára aldur fer barnið í grunnskóla og þar fær barnið hádegismat, áfram heldur þetta í fjölbrautaskóla og þar fær einstaklingurinn sjaldnast venjulegan heimilismat en eflaust næringarríkan mat, Úr fjölbraut fara flestir í framhaldsskóla og þar tekur mötuneytið líka við, þegar öllu skólahaldi er lokið og viðkomandi einstaklingur fer út á vinnumarkaðinn borðar hann að öllum líkindum í mötuneyti fyrirtækisins þar sem hann vinnur og þegar allri vinnu er lokið og við förum á elliheim- ili þá tekur stærra mötuneyti við okkur þar sem við fáum morgunverð, hádegisverð, eftirmidags- kaffi, kvöldverð og kannski sumstaðar kvöldkaffi, svo af öllu þessu má sjá að það verður að vanda sig við matargerðina og kannski ekki síður hvernig maturinn er borinn fram og talað með honum, viðmót okkar og góð framkoma við hvort annað skiptir miklu máli, og getur meiri segja misjafn góður matur orðið betri ef sá sem er að gefa hann gerir það með gleði og ánægju. Kæru nemendur, starfsmenn skóla, foreldrar og forráðamenn nemenda hjálpumst að, að gera betur, því matur og næring er undirstaða allra til að ná betri árangri í námi og starfi. Virðingarfyllst Axel Jónsson Skolamatur.is - matur og næring er undirstaða allra til að ná betri árangri í námi og starfi. Allir hafa gaman af að dansa og nú er tæki-færið! Félag eldri borg- ara á Suðurnesjum stendur fyrir dansnámskeiði og dansi þann 27. september nk. í Stapa fyrir 60 ára og eldri. Leiðbein- andi og stjórnandi verður Jó- hann Larsen frá Danshöllinni. Ekki er nauðsynlegt að hafa dansfélaga því sífellt er skipt um oh aðeins dansað í stutta stund við hvern og einn. Eins og allir vita þá er dansinn skemmtleg og góð líkamsrækt fyrir líkama og sál. Missið ekki af þessu - komið og dansið. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Komið og dansið! Kisan okkar hún Tinna er týnd. Hún er grá, með hvítar hosur og hvítt undir höku. Hún er merkt með rauðri ól og hvarf frá Máva- brautinni aðfaranótt þriðju- dagsins 20.sept. Ef þið sjáið hana vinsamlegast hringið í 421 1229 eða 690-2416. Tinna er týnd!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.