Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.09.2005, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 22.09.2005, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I 38. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 22. SEPTEMBER 2005 I 9 Hj á l m a r Á r n a s o n , þingflokks- formaður Framsókn- arflokksins, telur öll rök vera fyrir því að höfuðstöðvar Land- helg is gæzl unn ar v e rð i f l u tt a r t i l Keflavíkur. Forstjóri gæslunnar segir hug- myndirnar vel þess virði að skoða vand- lega. Þess ar hug- myndir gætu jafnvel falið í sér aukið hlutverk á sviði varnar- mála dragi Bandaríkjaher enn saman seglin hér á landi. Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem talar fyrir því að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur. Eins telur Hjálmar að höfuðstöðvar Landhelgisgæzl- unnar eigi að flytjast til Kefla- víkur og taka við varnar- og öryggisþáttum ef Bandaríkja- menn ákveða að minnka eða hætta starfsemi sinni þar. Þetta kom fram á opnum fundi sem Hjálmar boðaði til á veitingahús- inu Ránni í síðustu viku. Hjálmar segist telja að öll rök séu fyrir því að höfuðstöðvar Landhelgisgæzlunnar verði í Keflavík, bæði vegna þess að þar sé flugvöllur og þá séu skip Landhelgisgæzlunnar nær vett- vangi í Keflavík, yst í Faxaflóa frekar en að vera innst. Þar að auki sé þyrlusveit varnarliðsins staðsett í Keflavík. Hjálmar telur lag að nálgast þetta núna þegar viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð varnarstöðvarinnar standa yfir. Hann segir að það liggi fyrir pólitískur vilji af hálfu Banda- ríkjamanna að hér á landi verði varnarstöð og nú eigi að nálgast það með þeim hætti að Land- helgisgæzlan með sínu öfluga starfsliði taki að sér reksturinn á varnarstöðinni á grundvelli samnings við Bandaríkin. Öll rök fyrir flutningi Gæslunnar til Keflavíkur Landhelgisgæzlan til Keflavíkur? Í tilefni 12 ára afmælis Domino's á Íslandi var ákveðið að auglýsa eftir umsóknum frá félaga- samtökum og einstaklingum um styrki að fjár- hæð alls 1,2m. 12 umsóknir voru valdar úr hópnum og af þeim eru 3 aðilar frá Suðurnesjum. Þeir fengu styrkina afhenta við hátíðlega athöfn í verslun Domino's á Hafnargötu 86. Þeir sem hlutu styrki frá Suðurnesjum voru Egill Jónas- son, efnilegur íþróttamaður úr UMFN, Grunnskólinn í Sandgerði og Þroskahjálp á Suðurnesjum. Fengu styrk frá Domino's

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.