Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.2005, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 20.10.2005, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Góð 2 herb. íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Búið að endurnýja skolp, vatnslagnir, miðstöðvar- lögn að hluta. Laus strax. Kirkjuvegur 45, Kefl avík Góð 3 herb., 100m2 íbúð í kjallara með sérinngangi. Eignin getur verð laus fl jótlega, parket og fl ísar á gólfum. Njarðargata 1, Kefl avík Mikið endurnýjað 123m2 ein-bý- lishús á tveimur hæðum með 4 svefnh. Nýr geymsluskúr og heitur pottur sem fylgja. Laust strax. Norðurgata 20, Sandgerði Nýtt fullbúið glæsilegt sumarhús í landi Eskiholts í Borgarbyggð. Stærð 55m2, 10 mín. keyrsla frá Borgarnesi í norður. Rafmagns- kynding og kalt vatn. Þverbrekka 1, Borgarbyggð Góð 78m2 endaíbúð á 3. hæð í fj ölbýli. 2 svefnh, stofa, eldhús, baðh. og hol. Fífumói 3e, Njarðvík 78m2, 3 herbergja íbúð á efri hæð með sérinngangi. 27m2 bílskúr fylgir íbúðinni. Eign í góðu ástandi. Sólvallagata 27, Kefl avík Góð 3 herbergja íbúð á þriðju hæð í fj ölbýli fyrir eldri borgara ásamt stæði í bílageymslu. Eign á góðum stað í bænum, laus strax. Kirkjuvegur 1, Kefl avík Mjög góð 106m2 íbúð á efri hæð með sérinngangi auk 21m2 skúrs. Herbergi í risi sem gengið er í úr holi um hringstiga. Eign sem er mikið endurnýjuð. Vesturgata 21, Kefl avík Íbúð á tveimur hæðum 197m2 að stærð auk 37m2 bílskúrs. Búið að endurnýja þakjárn, ofnalagnir og glugga á 3. hæðinni. Heiðarvegur 12, Kefl avík 4 herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýli. Sérinngangur í íbúðina. Stærð íbúðar 109m2. Bílskúr 28m2. Laus fl jótlega. Kirkjuvegur 15, Kefl avík 7.000.000,- 18.000.000,- 14.600.000,- 10.500.000,-14.800.000,- 14.900.000,- 9.500.000,- 19.200.000, - 19.500.000, - 10.200.000,- Garðar Jökulsson opnar sýningu á mynd-list sinni í Byggðasafninu á Garðskaga þann 21. þessa mánaðar. Sýningin mun standa í hálfan mánuð eða til 2. nóvember. Garðar er fæddur árið 1935 í Reykjavík og hef ur alla tíð búið á höfuðborgarsvæðinu. Áhugi hans á myndlist, sér í lagi landslagsmálverkinu, vakn- aði snemma og hefur hann sótt flestar myndlistarsýningar og fylgst með þróun myndlistar frá því í kringum 1950 - eða í ríf- lega hálfa öld. Ekki eru þó nema sautján til átján ár síðan hann fór sjálfur að mála í frístundum og er algjörlega sjálfmenntaður í þeim fræðum. Því eins og Garðar segir sjálfur, „er býsna erfitt að kenna, hvað þá heldur að læra, hinn „stóra sannleik“ í listum”. Garðar sækir efnivið í landslag og náttúru Íslands. Frá árinu 1995 má segja að Garðar hafi helgað sig málverkinu. Hann hélt sína fyrstu sýningu í Blómavali við Sigtún, árið 1984 og síðan hefur hann haldið fjölmargar sýningar, m.a. í Ásmund- arsal, Listhúsinu við Engjateig, Eden, hjá ÁTVR í Kringlunni, Domus Medica og Landsbankanum Laugavegi 77. Hann hefur sýnt verk sín í Garðabæ, Grindavík, Kópavogi, Garðyrkjuskólanum í Hveragerði og víðar, þannig að hann hefur að jafnaði haldið tvær stórar sýningar árlega. Garðar hefur einnig tekið þátt í handverkssýningum í Laugar- dalshöll, handverksmörkuðum og tekið þátt í samsýningum. Síð- ustu sex til sjö árin hefur hann farið með litla sýningar á fjölmarga vinnustaði, stofnanir og stór- markaði hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Eins og sjá má af þessari upptalningu sýnir Garðar málverk sín á óhefðbundnum sýningarstöðum þar sem almenningur gengur um garð, enda segir hann: „Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að það eigi að færa listina að fólkinu“. Garðar sýnir á Garðskaga Byggðasafnið á Garðskaga Ef þ ú e r t e i g a n d i a ð ný leg um rauð um og gráum Pajero-jeppa á 33” dekkjum og varst á haust- hátíð Varnarliðsins sl. laugar- dag milli kl. 12:30 og 13:30, þá skaltu lesa þetta. Jeppinn þinn stóð við hliðina á glænýjum Peugeot 307 á bílastæðinu við flugskýlið. Þegar þú yfirgafst svæðið voru hins vegar hurðir á jeppanum þínum opnaðar ut- aní nýja Peugeot-inn þannig að talsvert sér á. Það sást til þín en eigandi fólks- bílsins vill ná af þér tali í síma 867 0360 til þess að ganga frá tjónaskýrslu og gefur tvo sólar- hringa áður en atvikið verður kært til lögreglu. Rauður Pajero skemmir Peugeot á Varnarliðshátíð Allnokkrar áherslubreyt-ing ar eru á döf inni á veit inga staðn um Traffic í Reykjanesbæ. Kristján H. Baldursson, sem tók nýlega við skemmtanastjórn staðarins ásamt Gísla Þór Þórarinssyni, segir að auk lítilsháttar breyt- inga innanhúss séu aðstand- endur Traffic að reyna að bæta orðspor staðarins sem þeir segja að hafi verið dregið niður í svaðið af ákveðnum fjölmiðli. „Við ætlum að leggja áherslu á skemmtilega dagskrá með nýjum áherslum í bland við hefðbundna stemmningu hér á Traffic. Við ætlum til dæmis að fjölga þemakvöldum hjá okkur og vera líka til dæmis með bjór- kvöld á fimmtudögum þar sem verður rólegri stemmning en er yfirleitt um helgar. Svo verðum við auðvitað með alla helstu íþróttaviðburði á tjaldinu hjá okkur. Auk þess munu hópar geta fengið afnot af staðnum til að koma saman og fá þá sérstök tilboð.” Það er ekki ofsögum sagt að um- ræðan um staðinn hefur ekki gefið góða mynd af honum og segir Jósep Þorbjörnsson, eig- andi staðarins, að gæsla verði efld til muna til að koma í veg fyrir leiðindamál eins og hafa stöku sinnum komið upp á síðustu misserum. „Það eru skemmtilegir tímar framundan á Traffic og við höfum margt í pokahorninu. Við leitumst við að gera vel fyrir kúnnana okkar, bæði gamla og nýja, og vonumst til að allir geti skemmt sér vel hjá okkur.” Áherslubreytingar hjá skemmtistaðnum Traffic Kristján H. Baldurs- son, sem tók nýlega við skemmtanastjórn staðarins ásamt Jósep Þorbjörnssyni, eiganda staðarins. Laxi landað í Grindavík Síðastliðinn fimmtudag var unnið að löndun á 15 tonnum af lifandi laxi úr ms Snæfugli. Laxinn var síðan fluttur landleiðis inn í Voga þar sem hann verður notaður til kynbóta. Höfn in í Vog um er ekki nógu djúp fyrir Snæfugl og var því brugðið á það ráð að landa í Grindavík og keyra laxinum á milli. Starfsmenn á Snæfugli tjáðu blaðamanni að nánast allur laxinn lifði þetta ferðalag af en laxinum er dælt um borð á aust- fjörðum og siglt með hann í rúman sólarhring. Snæfugl hefur áður komið til Grinda- víkur til að flytja lax en þá var verið að flytja seiði úr lax- eldinu á Stað til Austfjarða þar sem seið in voru alin áfram í eldiskvíum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.