Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.2005, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 27.10.2005, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 27. OKTÓBER 2005 I 11 Bandaríski flugherinn og Suð ur flug ehf. á Kefla vík ur flug velli hafa gert samning um rekstur flugafgreiðslu Varnarliðsins sem annast þjónustu við her- flugvélar og aðrar flugvélar á vegum Bandaríkjastjórnar og annarra Atlantshafsbandalags- ríkja sem leið eiga um Keflavík- urflugvöll. Samningurinn tekur gildi 1. des- ember n.k. og felur í sér rekstur flugumsjónar og vöruafgreiðslu, hleðslu og farþegaskráningu sem unnin hefur verið af liðs- mönnum og starfsmönnum varnarliðsins. Loftflutningar Bandaríkjahers eru í höndum bandaríska flug- hers ins sem annast þá með eigin flugvélakosti og leiguflug- vélum. Þjónustan við flug þetta er einnig á hendi flughersins og felur hann rekstur flugþjón- ustunnar verktökum í flestum tilvikum með þeim hætti sem nú verður tekinn upp hjá Varn- arliðinu. Undirbúningur þessarar breyt- ingar hefur staðið allengi en starfsmenn flotastöðvar Varn- arliðsins munu eftir sem áður annast þann hluta hlaðþjónustu sem snýr að flugfarinu sjálfu. Suðurflug afgreiðir Varnarliðsvélar Keflavíkurflugvöllur: Fékk glas í ennið og endaði á sjúkrahúsi Klukkan 04:23 á sunnudagsnótt var lögregla og sjúkralið kallað að skemmtistaðnum Salthúsinu í Grindavík þar sem maður hafði fengið glas í höfuðið. Maðurinn, sem hlaut skurð á enninu, var fluttur á HSS til aðhlynningar. Árásarþolinn vildi ekki upplýsa um árásarmanninn þannig að allt bendir til þess að málið verði ekki kært. Engin vitni voru að málinu. Brotist inn í bát í Vogum Brotist var inn í bát sem stóð á bátakerru á þurru landi í Vogum fyrir skemmstu. Lögreglu var tilkynnt um verknaðinn. Lögregla fór á staðinn og hitti þar eiganda bátsins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.