Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.2005, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 27.10.2005, Blaðsíða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Skráningar í síma 847 6144 eða 421 6158 NÁMSKEIÐ Í ÞRÝSTIPUNKTAMEÐFERÐ Birgitta Jónsdóttir Klasen náttúrulæknir og rithöfundur Birgitta Jónsdóttir Klasen heldur námskeið í þrýstipunktameðferð og um heilsu og næringu á Flughótelinu miðvikudaginn 2. nóvember frá kl. 19-21. Námskeiðsgjald kr. 3000,- Síðasta námskeið fyrir jól! Clint Eastwood mun gera tvær kvikmyndir um innrásina á Kyrrahafs- eyjuna Iwo Jima. Sem kunnugt er voru umfangsmikil atriði úr myndinni Flags of our Fathers tekin í Sandvík á Reykjanesi og í Krýsuvík nú síðsumars. Tök um á þeirri mynd mun ljúka síðar í þessum mánuði í Chicago í Bandaríkjunum. Clint Eastwood hef ur lengi viljað sýna báðar hliðar árásar- innar á Iwo Jima en hann vildi ekki gera það á þann hátt að stökkva fram og til baka yfir víg- línuna. Clint Eastwood ræddi við Paul Haggis, sem skrifaði kvikmyndahandrit Flags of our Fathers, og vildi fá hann til að skrifa handrit út frá sjónarhorni Japana. Haggis var hins vegar yfirbókaður og því fékk Clint handritshöfund af japans-banda- rískum ættum, Iris Yamashita, til að vinna kvikmyndahand- ritið. Yamashita vann einnig að Flags of our Fathers. Kvikmyndin sem sýnir bar- dagann um Iwo Jima frá sjón- arhorni Japana heitir Lamps Before the Wind og munu tökur á henni hefjast í febrúar á næsta ári. Sagan hefst á bardaga í svörtum sandi Iwo Jima, en þær senur voru allar kvikmynd- aðar í Sandvík á Reykjanesi. Það er því spurning hvort Eastwood sé aftur á leiðinni til Reykjanes- bæjar með kvikmyndatökulið til þess að taka upp bardagana frá öðru sjónarhorni? Myndirnar verða síðan báðar frumsýndar næsta haust. Kemur Clint aftur í svarta sandinn á Reykjanesi? Eastwood gerir aðra mynd um innrásina á Iwo Jima:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.