Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.2005, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 27.10.2005, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 27. OKTÓBER 2005 I 15 VÍKURFRÉTTIR LEIKSKÓLINN GIMLI Undir Dalanna sól Nýr geisladiskur Út er kominn geisladiskurinn ”Undir Dalanna sól” sem hefur að geyma 14 lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson Meðal laga eru: Undir Dalanna sól, Stúlkan mín, Kveðja heimanað, Máttur söngsins, Mamma, Börn og Tengdamömmuvalsinn. Sýnishorn af lögunum, lagalisti og nokkur myndbönd er að finna á heimasíðunni www.bjorgvintonlist.is Undir Dalanna sól Tónlist eftir Björgvin Þ. Valdimarsson Ber gþó r Pá lsso n Sig rún Hjá lmt ýsd ótti r Jóhann Friðgeir Valdimarsson Óskar Pétursson Helga Þóra Björgvinsdóttir Álftagerðisbræður Dis kur inn er á tilb oðs verð i í v ersl unu m! © Gúndi Félag Eldri Borgara á Suðurnesjum hefu ákveðið að hætta tímabundið með danskvöld sem hafa verið haldin í Stapa að undanförnu. Ástæða þess er dræm mæting, en vonast er til að áhugi verði til þess að halda áfram eftir áramót. Guðrún Sigurbergsdóttir er í íþróttanefnd og sagði í samtali við Víkurfréttir að ef áskoranir myndu berast yrði reynt að endurvekja danskvöldin. Svo þurfti auðvitað að mæta á kvöldin. Þau væru afar skemmtileg og góð fyrir bæði líkama og sál. Leiðbeinendur á kvöldunum voru þau Jóhann Larsen og kona hans Hildur, en þau standa í hverri viku fyrir danskvöldum í Reykjavík. Danskvöld FEB í frí! Stórtónleikar verða haldnir í 88 húsinu í kvöld þar sem hljómsveitirnar Æla, Tveir Leikmenn, Lokbrá og Exem leika á kvöldi sem er helgað Samtökum gegn Ofbeldi í Reykja- nesbæ, SGOR, og marka tónleikarnir formlega stofnun samtakanna. Anna Albertsdóttir, forsprakki SGOR, segist vona að sem flestir mæti og taki þátt í skemmtilegu og spennandi starfi sem framundan er í vetur. Nú þegar eru nokkrar uppákomur á dagskrá hjá sam- tökunum og má fá upplýsingar um þær á heima- síðu 88 hússins, www. 88.is. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 og er enginn aðgangseyrir. Rokkað gegn Ofbeldi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.