Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 16
Gunnar Einarsson, fyrir-liði Íslands- og bikar-meistara Keflavíkur í körfuknattleik valinn íþrótta- maður Keflavíkur fyrir árið 2003 í hófi sl. laugardag. Valið fór þannig fram að hver deild innan Keflavíkur tilnefndi einn íþróttamann sem hefur skarað framúr á sínu sviði á árinu sem er að líða og var valið á milli þeirra. Gunnar var tilnefndur fyrir hönd körfuknattleiksdeildarinnar með þeim orðum að hann væri fyrir- myndaríþróttamaður, jafnt innan vallar sem utan og sé afskaplega fjölhæfur og baráttuglaður leik- maður sem er annálaður fyrir keppnishörku og einbeitingu. Fyrir hönd fimleikadeildarinnar var Eva Berglind Magnússdóttir tilnefnd. Fyrir utan árangur sinn á íþróttasviðinu er hanni hrósað sérstaklega fyrir það hversu já- kvæð og skemmtileg hún er. Hún var í 3. sæti á stökki á Seniormóti Íslands í fimleikum og er innan- félagsmeistari í áhaldafimleik- um. Taekwondo-deildin tilnefnir Normandy Del Rosario, en hann náði þeim áfanga í mars síðast- liðnum að vera fyrsti Keflavík- ingurinn til að ná svörtu belti í íþróttinni, og var einnig Íslands- meistari í -68kg flokki svartbelt- inga og var í öðru sæti á opna skoska meistaramótinu. Fáum kemur á óvart að Örn Arn- arson hafi verið tilnefndur fyrir hönd sunddeildarinnar enda eru afrek hans einsdæmi í íslenskri íþróttasögu. Árið 2003 var engin undantekning og bætti hann sig m.a.s. í mörgum greinum þannig að hann er í stöðugri framför. Þá varð Örn Íslandsmeistari í níu einstaklingsgreinum á árinu og sló ellefu íslandsmet á árinu í hinum ýmsu sundgreinum og setti tvö Norðurlandamet í bak- sundi. Á Smáþjóðaleikunum vann hann til þrennra gullverð- launa og tvennra silfurverðlauna ásamt því að vera í boðsundsveit- um Íslands sem settu tvö Íslands- met í boðsundum og unnu til gull og silfurverðlauna. Hann hefur þegar tryggt sér sæti á Ólympíu- leikunum í Aþenu á næsta ári og verður fróðlegt að fylgjast með honum þar. Knattspyrnudeildin tilnefndi Þór- arinn Kristjánsson, en hann var einn af lykilmönnum liðsins sem endurheimti sæti sitt í úrvals- deildinni. Hann var næst-marka- hæstur í 1. deildinni þar sem hann skoraði 14 mörk, en allt í allt skoraði hann 24 mörk í öllum keppnum og var vitaskuld markahæstur Keflvíkinga. Þá var Þórarinn kjörinn leikmaður árs- ins á lokahófi knattspyrnudeild- arinnar í haust Stjórn skotdeildarinnar tilnefndi Ásgeir Svan Vagnsson skotmann ársins fyrir ötult starf að upp- byggingu skammbyssuíþrótta á Suðurnesjum. Þorgerður Jóhannsdóttir var valin badmintonmaður ársins. Hún hefur stundað íþróttina frá 9 ára aldri og hefur samkvæmt um- sögn deildarinnar sýnt metnað og áhuga allt frá byrjun. Hún hefur verið í unglingalandsliðinu frá 13 ára aldri og vann það afrek á Ís- landsmóti unglinga að verða Ís- landsmeistari í tvíliðaleik U-17, fyrst allra stúlkna úr Keflavík. 16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712sportið Keflavík vann góðan sigurá KR, 73-52, í úrslitaleikHópbílabikars kvenna í körfuknattleik þann 20 desem- ber síðastliðinn. Keflavíkur- stúlkur höfðu forystu allt frá byrjun leiks, en náðu ekki að ná afgerandi forystu fyrr en seint var liðið á leikinn, og má segja að KR liðið hafi verið inni í leiknum þar til í síðasta leikhluta þegar Keflavík sigldi loks fram úr og tryggði sér ör- uggan og verðskuldaðan sigur. Keflavíkursóknin virkaði frekar óörugg framan af leik þar sem þær voru að missa boltann oftar en gengur og gerist á þeim bæn- um. Þá voru þær ekki að keyra upp hraðann, sem er eitt af þeirra sterkustu vopnum, en þökk sé misjafnri frammistöðu KR-inga kom það ekki að sök. Niðurstaðan er þó að lokum sú að Keflavík hampar Hópbílabik- arnum og er fyrsta liðið til þess að verja titilinn, en þær unnu einnig í fyrra og hafa verið í úr- slitaleiknum öll fjögur árin. Erla Þorsteinsdóttir var stigahæst Keflvíkinga með 23 stig og Anna María Sveinsdóttir kom næst með 15 stig. Katie Wolfe var stigahæst KR- inga og skoraði 23 stig og Tinna Sigmundsdóttir skoraði 10. Íþróttamaður og íþrótta-menn Reykjanesbæjarfyrir árið 2003 verða út- nefndir í hófi á gamlársdag. Útnefndur verður íþrótta- maður hverrar íþróttagrein- ar ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í kjöri til íþrótta- manns Reykjanesbæjar 2003 Að auki verða allir Íslands- meistarar Reykjanesbæjar á árinu sem er að líða heiðraðir og þeim afhentur verðlauna- peningur með áletrun um meistaratignina. Verðlaun þessi hafa verið veitt allt frá árinu 1996, þegar Ey- dís Konráðsdóittir bar sigur úr býtum, en í fyrra féll heiður- inn í skaut Arnar Arnarssonar, sundmanns. Athöfnin fer fram í Íþrótta- húsinu í Njarðvík og hefst kl. 13:00. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar býður alla bæjarbúa velkomna. BESTU ÍÞRÓTTA- MENN REYKJA- NESBÆJAR HEIÐRAÐIR Keflavík vann Hópbílabikarinn K V E N N A K A R F A N : GUNNAR BESTUR! 1. tbl. 2004 24p 29.12.2003 13:58 Page 16

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.