Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þórdís Herbertsdóttir,Unnur Þorsteinsdóttirog Sólveig Sigfúsdóttir starfsmenn Lyf og heilsu fögn- uðu 122 ára samanlögðum starfsaldri á dögunum. Þær hafa allar starfað hjá fyrirtæk- inu (áður Apóteki Keflavíkur) í rúm 40 ár og bauð Sigurður Gestsson, apótekari upp á köku í kaffitíma rétt fyrir jólin, ásamt því að gefa þeim skart- grip frá Fjólu gullsmið fyrir vel unnin störf hjá fyrirtækinu. Það var glatt á hjalla þegar Vík- urfréttir litu við á kaffistofunni og voru stelpurnar hressar og ánægðar. „Það hefur náttúrulega verið mjög gott að vinna hér og það hefur alla tíð verið góður andi í fyrirtækinu,“ sögðu þær um leið og blaðamanni var boðið upp á köku og kaffi. „Við erum líka mjög góðar vinkonur og þegar við förum á elliheimili þá ætlum við að vera þar saman, drekka sérrý og hafa það gott,“ sögðu þessar hressu stelpur í apótekinu Lyf og heilsu. Fögnuðu 122 ára starfs- aldri í Lyf og heilsu Efri mynd: „Stelpurnar“ í Lyf og heilsu með apótekaranum: f.v. Þórdís Herbertsdóttir, Sólveig Sigfúsdóttir, Sigurður Gestsson og Unnur Þorsteinsdóttir. Myndin til hliðar er tekin fyrir „áratugum“ í Apóteki Keflavíkur. Flugeldasalan hafin hjá Björgunarsveitinni Suðurnes. F.v. Gunnlaugur Haf- steinsson, Haraldur Haraldsson og Kristinn Magnússon. L iðsmenn Björgunarsveit-arinnar Suðurnes voru íóðaönn að undirbúa flugeldasölu fyrir áramótin þegar Víkurfréttir litu við í heimsókn hjá sveitinni. Har- aldur Haraldsson hjá björgun- arsveitinni segir að terturnar séu vinsælastar og að úrvalið sé mikið. „Við seljum tertur af öllum stærðum og gerðum. Það er hægt að fá litlar tertur og síðan 1500 skota bombur, en með þeim getur fólk sett á svið sína eigin flugeldasýningu,“ segir Haraldur. Björgunar- sveitin er einnig með mikið úr- val af flugeldum, blysum og margvíslegu smáu sprengju- dóti. Flugeldasala Björgunar- sveitarinnar Suðurnes er í að- alstöðvum sveitarinnar að Holtsgötu í Njarðvík. H líðargata 26 var valiðJólahús Sandgerðis-bæjar en þar búa hjónin Arnar Óskarsson og Fanney D. Pálsdóttir ásamt 3 börnum sínum. Að sögn Arnars eru um 3000 perur í skreytingunni á húsinu. Ennfremur fékk húsið að Vall- argötu 5 viðurkenningu en þar búa Ómar Svavarsson og Gyða Guðjónsdóttir ásamt 3 börnum sínum. Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Suðurnes: Settu á svið þína eigin flugeldasýningu Næsta blað kemur út fimmtudaginn 8. janúar 2004 O P N U M A F T U R Á F Ö S T U D A G I N N K L . 0 9 Jólahúsið í Sandgerði Ljósmyndir: Reynir Sveinsson „Við erum líka mjög góðar vinkonur og þegar við förum á elliheimili þá ætlum við að vera þar saman, drekka sérrý og hafa það gott.“ 1. tbl. 2004 24p 29.12.2003 14:06 Page 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.