Víkurfréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ 2004 I ÞRIÐJUDAGURINN 30. DESEMBER 2003 I 21
Björgunarsveitinni Suðurnes barst góður stuðningur á dögunum frá Bílasprautun Suðurnesja. Fyrirtækið kostaði upp-
setningu á handfrjálsum búnaði fyrir GSM síma í fjórum bifreiðum björgunarsveitarinnar. Búnaðinn hafði björgun-
arsveitin fengið að gjöf frá Símanum fyrr á þessu ári. Gunnar Stefánsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes,
sagði í samtali við Víkurfréttir að stuðningur sem þessi væri ómetanlegur fyrir sveitina. Talsverð vinna liggur á bakvið
svona ísetningu. Bílasprautarar eru hins vegar vanir því að taka innréttingar úr bílum og setja saman aftur og því var
það ekki tiltökumál fyrir Bílasprautun Suðurnesja að setja búnaðinn í fjóra bíla sveitarinnar. Meðfylgjandi mynd er af
starfsfólki Bílasprautunar Suðurnesja sem stillti sér upp til myndatöku nú fyrir jólin. VF-ljósmynd: Páll Ketilsson
Bílasprautun Suðurnesja styrkir Björgunarsveitina Suðurnes
Íris Dröfn Bjarnadóttir dattheldur betur í lukkupott-inn eftir að hafa keypt sér
bol fyrir jólin í versluninni
Park í Keflavík. Fyrir við-
skiptin fékk hún Jólalukku
Víkurfrétta. „Það er ljótt að
segja það en ég var undir stýri
í bílnum mínum úti í umferð-
inni þegar ég skóf miðann.
Sem betur fer var enginn
nálægt,“ sagði Íris í samtali við
Víkurfréttir. Hún er á leiðinni
til Evrópu með Icelandair á
næsta ári. Sextán aðrir heppn-
ir Jólalukkuhafar verða í
háloftunum á næsta ári eftir að
hafa keypt jólagjafir á Suður-
nesjum.
stuttar
f r é t t i r
Mynd: Íris Dröfn með
vinningsmiðann góða.
Keypti bol
og fékk
Evrópuferð
S íðustu dagana fyrir jólfóru strákar úr knatt-spyrnuliði Keflavíkur á
alla leikskóla í Rekjanesbæ og
gáfu krökkunum stjörnuljós og
hlífðargleraugu. Börnin voru
flest mjög spennt fyrir gjöfinni
og voru fljót að setja upp gler-
augun sem þeim þóttu afskap-
lega flott ásamt því sem þau
eru ómissandi öryggisbúnaður
þegar kemur að meðferð flug-
elda og blysa.
Þessar skemmtilegu gjafir minna
á að nú er hin árlega flugeldasala
Keflavíkur hafin, en hún er ein
stærsta tekjulind félagsins. Strák-
arnir fóru færandi hendi á alla
leikskóla og gáfu um 650 pakka
að sögn Grétars Ólasonar, ritara
knattspyrnudeildarinnar.
Grétar vill einnig minna á
Lukkumiðana sem fylgdu síðasta
tölublaði Víkurfrétta. Handhafar
miðanna fá 10% afslátt hjá K-
flugeldum og geta sett miðann í
lukkupott sem verður dregið úr
þann 3. janúar. Þar er möguleiki
á ýmsum glæsilegum vinningum
sem eru allt frá bíómiðum upp í
farmiða til Evrópu með Iceland
Express.
M enntamálaráðherrahefur skipað Guð-björgu Aðalbergsdótt-
ur í embætti skólameistara
Fjölbrautaskóla Snæfellinga til
fimm ára frá 1. janúar 2004 að
telja. Guðbjörg hefur starfað
við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja frá árinu 1994 og hefur
gengt starfi áfangastjóra frá
1998. Guðbjörg er með BA-
próf í íslensku frá Háskóla Ís-
lands frá árinu 1993 og próf í
Uppeldis- og kennslufræði frá
Háskóla Íslands frá 1994.
Í tilkynningu frá Menntamála-
ráðuneytinu kemur fram að átta
umsóknir bárust um embættið
sem sendar voru skólanefnd
Fjölbrautaskóla Snæfellinga til
umsagnar og tillögugerðar skv.
2. mgr. 11. gr. laga um fram-
haldsskóla nr. 80/1996. Skóla-
nefndin mælti í umsögn sinni til
menntamálaráðherra einróma
með því að Guðbjörgu yrði veitt
embættið.
Áfangastjóri
FS skipuð
skólameistari
Fjölbrautaskóla
Snæfellinga
Gáfu börnum öryggisgleraugu
Ákveðið hefur verið aðfæra dagskrá Þrettánda-gleði í Reykjaneshöll, en
síðustu hefur dagskráin verið
við álfabrennu að Iðavöllum.
Frá klukkan 18 til 19 verður
boðið upp á andlitsmálun og
klukkan 19 hefst fjölbreytt
skemmtidagskrá fyrir yngstu
kynslóðina. Þar verður tónlist,
söngur, grín og glens, álfakóng-
ur og drottning, púkar, Grýla
og Leppalúði og jólasveinar
mæta á svæðið. Karlakór
Keflavíkur, Kvennakór Suður-
nesja og Lúðrasveit Tónlistar-
skólans verða með tónlistarat-
riði. Boðið verður upp á heitt
kakó í Reykjaneshöllinni.
Klukkan 20:30 hefst skrúðganga
frá Reykjaneshöll að Iðavöllum
og klukkan 21:00 verður Álf-
brenna kveikt og jólin kvödd.
Björgunarsveitin Suðurnes mun
sjá um flugeldasýningu.
Dagskrá Þrettánda-
gleði í Reykjaneshöll
1. tbl. 2004 24p 29.12.2003 14:04 Page 21