Víkurfréttir - 07.09.2006, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
VF-sport
molar
Frítt á æfingar hjá
UMFN í september
Þeir sem hafa áhuga á því að
reyna sig í körfuknattleik geta
mætt frítt á æfingar í septem-
bermánuði hjá körfuknatt-
leiksdeild UMFN. Æfinga-
tafla félagsins er nú fullmótið
en hana er hægt að sjá á
umfn.is. Yfirþjálfari er Einar
Árni Jóhannsson, þjálfari Ís-
landsmeistara Njarðvíkur.
Æfingar hófust s.l. mánudag.
Landsliðið mætti
Finnum í gær
Íslenska karlalandsliðið í
körfuknattleik mætti Finnum
í Evrópukeppninni í gær.
Sjö Suðurnejsamenn eru í
hópnum. Víkurfréttir fóru í
prentun áður en úrslit urðu
kunn. Nánar um leikinn á
vf.is
Yfirgaf Sandgerðinga
Markvörðurinn Christofer
Maccluski yfirgaf herbúðir
Reynis í 2. deild karla í knatt-
spyrnu eftir að framkvæmda-
stjóri og stjórn KSD Reynis
höf n uðu óraun hæf um
kröfum leikmannsins. Chri-
stofer er skoskur og hefur
haldið til síns heima, Ingvi
Hákonarson stóð vaktina
í Sandgerðismarkinu gegn
Njarðvík og mun gera svo að
nýju gegn Fjarðabyggð á laug-
ardag.
Æfingamót UMFN
Dagana 7., 10. og 11. septem-
ber n.k. heldur UMFN æfinga-
mót í körfuknattleik í sam-
starfi við Allt hreint. Leiknir
verða tveir leikir á dag þessa
þrjá daga og eru það KR, ÍR
og Grindavíkur sem mæta til
leiks ásamt Njarðvíkingum.
Leikir í mótinu:
Fimmtudagur 7. sept.
19:00: Njarðvík-Grindavík.
21:00: KR-ÍR
Sunnudagur 10. sept.
18:00: Njarðvík-KR.
20:00: ÍR-Grindavík
Mánudagur 11. sept.
19:00: Grindavík-KR
21:00: Njarðvík-ÍR
Næstu leikir í boltanum
9. sept. Huginn-Njarðvík -
14:00. 2. deild.
9. sept. Reynir-Fjarðabyggð
- 14:00. 2. deild.
10. sept. Keflavík-Fylkir -
14:00. Landsbankadeild.
11. sept. Valur-Grindavík -
20:00. Landsbankadeild.
Sturla Ólafsson er sterkasti maður Suðurnesja annað árið í röð. Keppnin fór
fram á Ljósanótt og voru 11
keppendur skráðir til leiks en
aðeins fimm keppendur gátu
lokið keppni.
„Ég er kominn í ákskrift að
titlinum,“ sagði Sturla léttur í
bragði en hann hefur stundað
lyftingar í sjö ár og á Reykja-
nesmet í samanlögðu (712,5
kg), bekkpressu (195 kg) og hné-
beygjum (242,5 kg). „Í þessari
íþrótt er maður alltaf að taka lítil
skref fram á við og mig langar til
þess að fara vel yfir 200 kg í bekk-
pressu og ætla mér að gera það í
vetur,“ sagði Sturla en fyrrum
höfuðandstæðingur hans og
lærimeistari, Freyr Bragason var
einn aðstandenda keppninnar á
Ljósanótt. „Freyr og Herbert Eyj-
ólfsson komu mér út í þessa vit-
leysu og nú er svo búið að ég æfi
um 35 tíma á mánuði og borða
eins og meðalfjölskylda,“ sagði
Sturla og hló. „Það kom mér
á óvart þegar ég byrjaði hvað
þetta er mikið tæknisport, styrk-
urinn hefur ekki verið að aukast
upp á síðkasti heldur er tæknin
orðin betri hjá mér og reynslan
meiri,“ sagði Sturla sem segir
aldrei fleiri þátttakendur hafa
tekið þátt í keppninni Sterkasti
maður Suðurnesja en þetta árið.
„Í mótinu voru strákar sem geta
gert góða hluti ef þeir fylgja því
eftir sem þeir eru að gera núna,“
sagði Sturla sem m.a. hætti að
reykja og drekka til þess að
ná árangri í íþróttinni og setja
börnum sínum gott fordæmi.
„Það þýðir ekki að vera í djamm-
gír og líka keppnismaður í lyft-
ingum, það fer ekki saman. Þeir
sem gera þetta ekki af alvöru
ná ekki árangri.“ Næst sterkasti
maður Suðurnesja er Þorsteinn
Pálsson og í þriðja sæti í keppn-
inni var Jóhann Hermann Inga-
son. Þeir Freyr Bragason og Her-
bert Eyjólfsson stóðu að keppn-
inni á Ljósanótt en keppnin var
styrkt af Reykjanesbæ.
Maður með metnað
Skelltu Reyni í síðasta
leik Njarðvíkurvallar
Njarðvíkingar lögðu Reyni 3-0 á Njarðvíkurvelli um síðustu helgi en þetta var jafnframt síðasti leikurinn á Njarðvíkur-velli áður en bygging Nesvalla hefst.
Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark en þeir Bjarni Sæmundsson og
Aron Már Smárason gerðu sitt markið hvor. Um 700 manns mættu á
Njarðvíkurvöll til að fylgjast með nágrannaslagnum í blíðviðrinu og
mættu Árni Sigfússon og Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjórar
liðanna, á völlinn til að óska leikmönnum góðs gengis. Bæði lið
leika í 1. deild að ári en leika síðustu deildarleiki sína í sumar um
helgina. Njarðvíkingar heimsækja Huginn á laugardag kl. 14 og í
Sandgerði verður stórleikur þegar Reynismenn taka á móti toppliði
Fjarðabyggðar kl. 14.
Sport Court völlurinn vígður
Nýr og glæsilegur úti-körfuboltavöllur var vígður á laugardegi
Ljósanætur og var það Árni Sig-
fússon, bæjarstjóri Reykjanes-
bæjar, sem tók fyrsta skotið.
Fyrsta skotið geigaði en Árni
reif niður frákastið og kláraði
sóknina eins og sönnum Suður-
nesjamanni sæmir. Völlurinn
er sá fyrsti sinnar tegundar á
landinu með plastflísum sem
lagaðar eru ofan á malbikað
undirlag.
Völlurinn sjálfur er íburðarmik-
ill og uppfyllir öll þau skilyrði
sem Alþjóða körfuknattleikssam-
bandið setur um slíka velli. Völl-
urinn var hannaður af banda-
ríska fyrirtækinu Sport Court
í samráði við Sigurð Ingimund-
arson, þjálfara íslenska lands-
liðsins í körfubolta, og Tómas
Tómasson. „Það er nauðsynlegt
að búa vel að íþróttafólki. Þetta
verkefni var spennandi þar sem
körfuboltinn skiptir okkur svo
miklu máli í Reykjanesbæ,“
sagði Árni Sigfússon. Til stendur
að gera sambærilegan völl við
Njarðvíkurskóla.
Braut öxul í Finnlandi
Fimmti heimsbikartitill Gunnars Gunnarssonar er í augn-
sýn en hann hafnaði í öðru og þriðja sæti í Heimsbikar-
torfærunni í Finnlandi um síðustu helgi. Gunnar braut
öxul á seinni keppnisdegi en það kom ekki í veg fyrir
að hann myndi klára keppnina. Rætt verður nánar við
Gunnar í næsta tölublaði Víkurfrétta en síðasta umferði í
Heimsbikarnum fer fram í Noregi helgina 15.-17. september.
Sturla er dýr í
rekstri og borðar
á við meðal stóra
fjölskyldu.
Eins og Kareem
Abdul Jabbar.
VF
-m
yn
d/
H
RÓ
S
Íþróttafréttir
Jón Björn Ólafsson
jbo@vf.is
421 0004