Víkurfréttir - 14.09.2006, Page 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 37. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
Ráðstefna um tóbaksvarnir í Reykjanesbæ í dag og á morgun:
Ráðstefnan Loft 2006 hefst í Kirkjulundi í Reykja nes bæ í dag.
Ráðstefnan er fyrst og fremst
fyrir heilbrigðisstarfsmenn og
áhugafólk um tóbaksvarnir en
þetta er í fjórða sinn sem slík
ráðstefna er haldin hér á landi.
Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri heilsugæslu
HSS, er í undirbúningsnefnd
fyrir ráðstefnuna. Hún segir
að á hverri ráðstefnu sé aðalá-
herslan lögð á það sem sé efst á
baugi hverju sinni og kynnt það
nýjasta í meðferðarúrræðum
fyrir tóbaksfíkn.
Reiknað er með að 90 manns
sæki ráðstefnuna allsstaðar að
af landinu. Flestir þátttakendur
eru heilbrigðisstarfsmenn en Sig-
rún á einnig von á því að áhuga-
fólk um tóbaksvarnir taki þátt í
ráðstefnunni.
Um uppbyggingu ráðstefnunnar
sagði Sig rún að henni væri
skipt í fjóra hluta. Í fyrsta hluta
verður fjallað um klínískar tó-
baksvarnir. Í öðrum hlutanum
verða flutt erindi um reykleys-
ismeðferð á Íslandi og í þeim
þriðja er fjallað um óbeinar
reykingar. Þá verður að lokum
fjallað um reyklausa vinnustaði.
Sigrún sagði tilganginn með
ráðstefnunni m.a. vera að vekja
fólk til umhugsunar um tóbaks-
varnir og skaðsemi reykinga.
Þá er einnig markmiðið að fá
heilbrigðisstarfsfólk til að stilla
saman strengi sína og vinna í
sameiginlegu átaki, því heilsu-
gæslan á lögum samkvæmt að
sinna tóbaksforvörnum.
Mörg áhugaverð erindi verða
í boði á ráðstefnunni í Kirkju-
lundi. „Eitt af því sem ég tel
líklegt til að vekja athygli eru
lög um breyt ingar á lögum
um tóbaksvarnir. Lögin varða
reykingabann á veitinga- og
skemmtistöðum og þar sem
menningar- og félagsstarfsemi
fer fram. Lögin voru samþykkt
2. júní í sumar og koma til fram-
kvæmda 1. júní 2007,“ segir
Sigrún og furðar sig á því að
umræðan um þessi lög hafi
ekki verið meiri í þjóðfélaginu
og á allt eins von á því að við-
brögðin verði þeim mun harð-
ari nokkrum dögum áður en
kemur til gildistöku þeirra.
Tveir erlendir fyrirlesarar verða
á ráðstefnunni og munu koma
inn á þennan þátt. Karl E. Lund
kemur frá Noregi og mun segja
frá áhrifum reykbanns þar í
landi og sennilega einnig frá
nýútkominni skýrslu þar sem
hann tekur saman áhrif banns-
ins á veitingastaðina og viðhorf
til lagasetningar, hlýðni við
lögin og fleira.
Annar fyrirlesari, Göran Pers-
hagen, kemur frá Svíþjóð en
hann er mikill sérfræðingur
í áhrifum óbeinna reykinga á
heilsu fólks.
Til að fjalla enn betur um ís-
lensku lögin kemur Sólveig Guð-
mundsdóttir lögfræðingur frá
heilbrigðisráðuneytinu og mun
ræða um hver verði næstu skref
fram að innleiðingu þeirra. Þá
mun Erna Hauksdóttir, fulltrúi
veitingamanna, verða með er-
indi og verður án efa fróðlegt að
heyra afstöðu veitingamanna til
nýju laganna.
Á seinni degi ráðstefnunnar á
eflaust eftir að vekja athygli er-
indi Jakobínu Árnadóttur um
breytingar á afstöðu og hegðun
íslenskra smábarnaforeldra. Þar
kynnir hún nýja rannsókn á
reykingum í umhverfi þriggja
ára barna.
„Í rannsókninni er borið saman
viðhorf, þekking og reykingar í
umhverfi þriggja ára barna árið
1955 og núna árið 2006“. Segir
Sigrún að fram komi töluverðar
breytingar á þessu tímabili og
fróðlegt verði að sjá niðurstöður
rannsóknarinnar.
En hvernig er tekið á tóbaks-
vörnum á meðal heilbrigðis-
starfsmanna?
„Fyrir ráðstefnuna var gerð
óformleg könnun á því hvað
væri verið að gera í tóbaks-
vörn um al mennt á heilsu-
gæslum í landinu. Það kom
í ljós að þessi málaflokkur er
alls ekki ofarlega á vinsældalist-
anum hjá heilbrigðisstarfsfólki.
Markviss vinna er einnig lítil í
þessari mikilvægu forvörn og
þarf virkilega að verða breyting
þar á,“ segir Sigrún Ólafsdóttir,
hjúkrunarfræðingur hjá HSS í
samtali við Víkurfréttir.
Meðferðarúrræði fyrir
tóbaksfíkla og nýjustu
rannsóknir ræddar
Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri heilsugæslu HSS.
- reykingar bannaðar á veitinga- og
skemmtistöðum næsta sumar
29.700.000
Stórglæsileg 6 herb. 185,3 fm endaraðhús þar
af 22,6 fm innbyggður bílskúr. Mjög fallegur
og vel frágengin garður með stórum sólpalli.
Góð eign á góðum stað í Keflavík.
Bóas sölumaður tekur á móti gestum s: 699 6165
Fr
u
m
Heiðarbraut 7a - 230 Rbæ
Opið hús í dag kl. 17:30 - 18:30
Aðalflutningar hafa opnað starfsstöð hjá Flutningsþjónustu
Suðurnesja. Boðið er upp á
daglega flutninga á leiðinni
Suðurnes-Reykjavík-Suður-
nes. Að sögn þeirra Rúnars
Ingva Eiríkssonar og Einars
Árnasonar eru Aðalflutn-
ingar nýr valkostur fyrir þá
sem þurfa að flytja vörur til
eða frá Suðurnesjum. Þeir fé-
lagar reka Flutningsþjónustu
Suðurnesja og eru með þrjá
bíla í daglegum ferðum til
höfuðborgarinnar. Með því
að tengjast Aðalflutningum
er fyrirtækið komið í tengsl
við flutninganet sem nær
víða um land og er vaxandi.
„Við byrjum með eina ferð
á dag og gerum ráð fyrir að
leggja af stað frá Aðalflutn-
ingum í Reykjavík kl. 13 alla
virka daga. Við höfum hins
vegar ráð til að koma vörum
til Suðurnesja fyrr á daginn
eða síðar, sé þess óskað“.
Flutningsþjónusta Suðurnesja
er með marga stóra viðskipta-
vini á Suðurnesjum eins og
t.d. BYKO, Fram Foods, Sam-
herja og Icelandair. Flutn-
ingsgeta fyrirtækisins er hins
vegar meiri og því séu Aðal-
flutningar góð viðbót við rekst-
urinn. Þeir sem vilja koma
sendingu frá Suðurnesjum til
Reykjavíkur eða út á land hafa
samband í síma 421 8383 en
þeir sem ætla að koma vörum
til Suðurnesja mæta með þær
til Aðalflutninga í Skútuvogi 8
í Reykjavík.
Þeir félagar Einar og Rúnar
sögðust myndu flytja vörur
samkvæmt gjaldskrá en tilboð
séu gerð í stærri flutninga og
vörum sé komið til skila sam-
dægurs.
Aðalflutningar með daglegar ferðir
milli Suðurnesja og Reykjavíkur
Að sögn þeirra Rúnars Ingva
Eiríkssonar (t.h.) og Einars
Árnasonar eru Aðalflutningar
nýr valkostur fyrir þá sem
þurfa að flytja vörur til eða
frá Suðurnesjum.