Víkurfréttir - 14.09.2006, Síða 23
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 14. SEPTEMBER 2006 23STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Reykjanesbær mun frá og me ð 1. októ b er 2006 hefja umönnun-
argreiðslur til foreldra á íbúa-
vefnum mittreykjanes.is. Þetta
kemur fram í frétt frá Reykja-
nesbæ.
Tilgangurinn með umönnun-
argreiðslunum er að styðja við
foreldra sem leggja áherslu á að
vera með börnum sínum eftir
að fæðingarorlofi lýkur. Á sama
hátt er stutt við gott starf dagfor-
eldra í bæjarfélaginu.
Greiddar verða kr. 30.000 mán-
aðarlega til foreldra sem lokið
hafa töku fæðingarorlofs og
sækja þeir greiðslurnar rafrænt
á Mitt Reykjanes. Velji foreldrar
að setja barn í vistun hjá dag-
foreldri er hægt að velja að láta
styrkinn renna til niðurgreiðslu
á gjaldi hans. Greiðsl urn ar
falla niður um leið og barnið
fær úthlutað leikskólaplássi en
kjósi foreldrar að sinna barninu
lengur á eigin vegum er sótt um
það sérstaklega.
Til þess að virkja þennan rétt
þurfa foreldrar að sækja kynn-
ingu á vegum Reykjanesbæjar
þar sem fjallað verður um grund-
vallaratriði í uppeldi barna.
Markmið kynninganna, sem
gert er ráð fyrir að taki tvær
kvöldstundir, er að foreldrar
þekki skyldur sínar í uppeldis-
hlutverkinu, grundvallaratriði í
þroska barna sinna og þá þjón-
ustu sem býðst foreldrum í
Reykjanesbæ.
Reykjanesbær tók Mitt Reykja-
nes sem er rafrænn íbúavefur
í notkun 10. maí sl. og eru um-
önnunargreiðslurnar liður í
frekari rafrænni þjónustu bæj-
arfélagsins. Á næsta ári hefjast
jafnframt greiðslur svokallaðra
hvatapeninga fyrir 6 - 18 ára á
Mitt Reykjanes en þar geta for-
eldrar ráðstafað 7.000 króna
styrk frá bænum til íþrótta- og
tómstundastarfs að eigin vali.
Foreldrar fá
umönnunargreiðslur
FRAMTÍÐARSTÖRF
Í LAGNADEILD BYKO Á SUÐURNESJUM
Má bjóða þér að ganga til liðs við okkur
Við óskum eftir starfskrafti í
lagnadeild BYKO Suðurnesjum:
Starfssvið
• Dagleg umsjón með lagnadeild
• Innkaup og sala á lagnaefni
• Þróun lagnadeildar
Hæfniskröfur
• Menntun eða reynsla af pípulögnum æskileg
• Jákvætt viðmót og þjónustulipurð
• Reglusemi og skipulagshæfni
Nánari upplýsingar veita Atli Ólafsson, rekstrarstjóri, í síma
821-4024 og Elfa B. Hreinsdóttir, starfsþróunarstjóri, í síma
5154161 og með tölvupósti, elfa@byko.is
Umsóknir berist til Elfu B. Hreinsdóttur,
Skemmuvegi 2, 200 Kópavogi eða með tölvupósti elfa@byko.is
Einnig er hægt að sækja um starfið á vef BYKO, www.byko.is
GÆÐI Á LÆGRA VERÐI
F jar skipta stöð banda-ríska flotans í Grindavík verður áfram í rekstri og
hefur verið samið við Kögun hf
þar að lútandi. Í fréttatilkynn-
ingu frá Kögun segir að með
rekstrinum takist að skapa
áframhaldandi störf fyrir hluta
þeirra starfsmanna Kögunar er
sinnt hafa þjónustu við Varn-
arliðið.
Fjarskiptastöðin hefur verið
rekin af flotanum í áratugi og að
mestu leiti verið mönnuð banda-
rískum hermönnum. Frá því að
bandaríski herinn tilkynnti um
brotthvarf sitt frá Íslandi hefur
það legið nokkuð ljóst fyrir að
hann ætlaði sér að reka stöðina
áfram og var rekstur hennar því
boðinn út. Samningurinn er
gerður til eins árs í senn innan
rammaútboðs sem nær yfir
fimm ára tímabil.
Fjarskipta-
stöðin í
Grindavík
starfrækt
áfram