Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2006, Side 2

Víkurfréttir - 19.10.2006, Side 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 42. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Umferðaróhapp: Sýslumaðurinn í Keflavík: Bifreið endastakkst á mánudagsmorgun í skurð á mótum Hjallavegar og Vallarbrautar í Reykjanesbæ. Framkvæmdir við Nesvelli, þjónustukjarna fyrir aldraða, standa nú yfir á svæðinu og er skurðurinn rúm- lega metri á dýpt þar sem bíllinn fór niður. Ökumenn og aðrir vegfarendr eru beðnir um að sýna aðgát á þessu svæði á meðan framkvæmdum stendur. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki við óhappið. Aðeins sex nauðungar-uppboð á fasteignum hafa komið til kasta sýslu manns emb ætt is ins í Keflavík það sem af er þessu ári. Það þykja vissulega já- kvæðar fréttir en hins vegar mjög óvenjulegar samanborið við fjölda nauðungarsala síð- astliðin ár. Allt árið í fyrra voru nauðung- arsölur á fasteignum 33 talsins. Árið á undan voru þær 52 og árið 2003 komu 49 nauðungar- sölur til kasta sýslumannins. Beiðnir um nauðungarsölur eru þó alltaf nokkuð fleiri heldur en fjöldi aðfarargerða því margir ná að bjarga málunum síðustu stundu. Að sögn Jón Eysteinssonar, frá- farandi sýslumanns, má alltaf sjá samhengi á milli fjölda nauð- ungarsala og efnahagsástandsins á hverjum tíma. Hins vegar gæti áhrifanna alltaf talsvert eftir á þar sem slík mál eigi sér oftast nokkuð langan aðdraganda áður en gerð er krafa um nauð- ungarsölu. Sem dæmi má nefna að í efna- hagslægðinni um miðjan síðasta ártuginn voru nauðungarsölur á fasteignum hvað flestar hjá emb- ættinu. Flestar voru þær árið 1996 eða 97 talsins en efnahags- slæðin var hvað dýpst tvö árin þar á undan. Nauðungarsölur hafa hins vegar aldrei verið færri en nú. Jón segir að hugsanlega megi skýra þessa fækkun nú að ein- hverju leiti af því breytta að- gengi sem almenningur hafði að húsnæðislánum og öðru lánsfé fyrir nokkrum misserum. Þá notuðu margir tækifærið og endurfjármögnuðu eldri lán. Nauðungarsölur á fast- eignum aldrei verið færri Endastakkst í skurð VF-mynd:elg Afar vel hefur gengið hjá línu skip um Vísis hf. í Grinda- vík en fyrirtækið gerir út fimm slík skip. Í septem- ber voru þau öll í fimm efstu sæt un um í flokki aflahæstu línuskipa flotans samkvæmt lista sem birt- ist í síðasta tölublaði Fiski- frétta. Skip Vís is landa ýmist á Djúpa vogi, Húsa vík eða í Grindavík og er aflanum miðlað á milli vinnslustöðva fyrirtækisins sem auk fyrr- nefndra staða eru einnig á Þingeyri. Fyrirtækið leggur a ð a l á h e r s l u á h á g æ ð a saltfiskframleiðsu Línuskip Vísis í Grinda- vík gera það gott Aflabrögð: Anton Sölvi Jónsson, húsasmíðameistari til heimilis að Heið- arbrún 11, lést á sjúkrahús- inu Santa Chiara í Trento á Ítalíu þann 13. október síðastliðinn. Anton fæddist 27. apríl 1942 á Sólbakka við Hofsós. Foreldrar hans voru Jón Kjartansson og Anna Sigríður Bogadóttir. Þann 26.12.67 giftist Anton eft ir lif andi eig in konu sinni, Jórunni Jónasdóttur, f. 12.03.42. Börn þeirra eru: Jóna Björg f. 21.02.63, maki Ellert Þ. Ólafsson, sonur þeirra er Anton Ell- ertsson f. 30.07.87, unnusta Þorbjörg Bergþórsdóttir f. 20.12.89. Óskírð dóttir f. 4.03.72, er lést samdægurs. Guðrún Anna f. 31.12.73. Bogi Jón f. 18.11.76. Anton lauk gagnfræðaprófi frá Reykholti í Borgarfirði árið 1959 og hóf nám í húsasmíði árið 1966. Hann öðlaðist meistararéttindi árið 1973. Síðastliðin 35 ár hefur Anton rekið bygging- arfyrirtækið Húsagerðina hf. ásamt félaga sínum Áskeli Agnarssyni. Anton var fyrsti stjórnarfor- maður Vesturfarasetursins á Hofsósi, sat í stjórn meist- arafélags byggingarmanna og starf aði með Lions- klúbbnum Óðni. Fram til síðasta dags var hann stjórn- arformaður VT verktaka og félagi í Frímúrarastúkunni Sindra. Að auki hafði Anton sungið með Karlakór Kefla- víkur síðastliðinn 34 ár. Anton Sölvi Jónsson látinn FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.