Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2006, Side 22

Víkurfréttir - 19.10.2006, Side 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR VF-sport molar Hörður skoraði í tapleik Sil ke borg sit ur á botni dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 5-1 ósigur gegn Nordsjælland á sunnu- dag. Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson gerði mark Silke- borg og Hólmar Örn Rúnars- son lék einnig í leiknum. Ása og Hákon Allt hreint meistarar Allt hreint mótið í pútti fór fram sl. fimmtudag þar sem Ása Lúðvíksdóttir hafði sigur í kvennaflokki en í karlaflokki var það Hákon Þorvaldsson sem varð hlutskarpastur. Ása lék á 63 höggum og fékk alls 13 bingó, eða holu í höggi. Hákon lék á 58 höggum og var í banastuði og setti niður 15 bingó. Næsta mót á vegum Púttklúbbs Suðurnesja er Happasælsmótið og fer það fram fimmtudaginn 26. októ- ber. Adolf í Þrótt Adolf Sveinsson hefur gert þriggja ára samning við Þrótt Reykjavík og mun leika með liðinu í 1. deild karla í knatt- spyrnu á næstu leiktíð. Adolf var markahæsti leikmaður 2. deildar í sumar þegar hann gerði 13 mörk í 17 leikjum f yr ir Reyni Sand gerði . Gunnar Oddsson, fyrrum þjálfari Reynis, söðlaði einnig um á dögunum og gekk í raðir Þróttara og er Adolf því annar aðilinn frá Sandgerði til þess að ganga til liðs við Þrótt. Stefán í liði vikunnar Stefán Gíslason var valinn í lið vikunnar í Noregi af sjón- varpsstöðinni TV 2 en hann fór á kostum í viðureign Lyn og Brann þar sem Lyn hafði 2-0 sigur sl. sunnudag. Stefán er fyrirliði Lyn og að sögn fotbolti.net mun Stefán hafa verið í sérflokki á vell- inum, svo góð var hans spila- mennska. Lyn er í 7. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 32 stig. Leikir kvöldsins: Iceland Express deild karla 19:15 Keflavík-Skallagrímur Fjölnir-Grindavík ÍR-Njarðvík Á laugardag hefst keppni í IE deild kvenna og fer fyrsta umferðin fram í Grindavík og hefst kl. 13:00. UMFG-Hamar/Selfoss ÍS-Haukar Keflavík-Breiðablik Mete samdi til þriggja ára Varnarmaðurinn Guðmundur Viðar Mete hefur gert nýjan þriggja ára samning við knattspyrnulið Kefla-víkur. Guðmundur átti gott sumar með Keflvíkingum en hann og Kenneth Gustafsson stóðu vaktina í miðvarða- stöðu Keflavíkur. Kenneth samdi einnig í sumar til þriggja ára hjá Keflavík svo þeir tveir munu skipa og stjórna varnarlínu Keflavíkur á næstu árum. Guðmundur gekk í raðir Keflavíkur í fyrra og með tilkomu hans styrktist Keflavíkurvörnin til muna. Þess má geta að á leiktíðinni 2005 fengu Keflvíkingar alls 31 mark á sig í Landsbankadeildinni en í sumar voru þau ekki nema 20 talsins og fækkaði mörkunum því um 11 milli leiktíða. SPÁÐ Í SPILIN Á þriðjudag var sett fram spá á blaðamannafundi Körfuknattleiksdeildar Íslands þar sem Njarðvík- ingum var enn eina ferðina spáð Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki. Í kvennaflokki var Haukum spáð titlinum. Keflavíkurkonum og körlum var spáð öðru sæti í deildunum en Grindavík var spáð sjötta sæti í karlaflokki en í kvenna- flokki var Grindavík spáð þriðja sætinu. Flestir þjálfarar liðanna tóku spánni með fyrirvara en biðu spenntir eftir að leiktíðin hæfist. Víkurfréttir tóku púlsinn á þjálfurum Suðurnesjaliðanna en rétt eins og fyrri ár má fastlega gera ráð fyrir því að eitthvert Suðurnesjaliðanna, ef ekki öll, verði í baráttunni um alla þá titla sem í boði eru. Jónas og Nína í liðum ársins Keflvíkingurinn Jónas Guðni Sævarsson hlaut á laugardagskvöld hátt- vísiverðlaun Mastercard fyrir leik sinn í Landsbankadeild- inni í sumar en viðurkenn- ingin var veitt á lokahófi KSÍ. Þá var Jónas einnig valinn í lið ársins í Landsbankadeildinni. Jónas lék alla 18 leikina í sumar með Keflavík en lék spjaldalaust. Einnig varð Jónas bikarmeistari með Keflavík fyrir skemmstu og þá var hann boðaður í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Svíum en kom ekki við sögu í þeim leik. Viktor Bjarki Arnarson, Víkingi, var valinn leikmaður sumarsins og þá voru stuðningsmenn ÍA valdir bestu stuðningsmenn- irnir í Landsbankadeild karla. Teitur Þórðarson, KR, var valinn besti þjálfarinn í deild- inni. Knattspyrnukonan Nína Ósk Kristinsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var valin í lið árs- ins í Landsbankadeild kvenna en hún var næst markahæst í sumar á eftir Margréti Láru Við- arsdóttur. Nína gerði 24 mörk í 14 leikjum fyrir Keflavík. Jónas og Guðjón Árni á lokahófi KSÍ VF -M yn di r/ J ón Ö rv ar Nína með silfurskóinn Mikið mun mæða á Hildi í vetur rétt eins og í fyrra. Keflavík er spáð 2. sæti í mótinu. Þessir kappar verða í eldlínunni í vetur og þá munu nágrannarimmur þessara liða ekki svíkja neinn. KESHA TIL KEFLAVÍKUR Keflavíkurkonur hafa ráðið til sín bandaríska leikstjórnandann Kesha Watson fyrir komandi átök í Iceland Express deildinni. Á dögunum létu Keflvíkingar An- töshu Jefferson fara frá félaginu en hún þótti engan veginn standa undir þeim vænt- ingum sem til hennar voru gerðar. Kesha er 24 ára gömul og mun skila stöðu leikstjórnanda hjá Keflavík. Síðast lék Kesha í Þýskalandi með Oberhausen þar sem hún gerði 15 stig að meðaltali í leik og tók 4,1 frákast. Þykir Kesha sterkur varnarmaður og var m.a. valin leikmaður ársins í WBCA kvennadeild- inni í Bandaríkjunum leiktíðina 2003-2004. Kesha kemur úr Okla- homa City háskólanum og er 173 sm að hæð. Einnig hefur Watson leikið í NWBL deild- inni í Bandaríkjunum með Lubbock Hawks en það er næsta deild fyrir neðan WNBA deildina. Í NWBL deildinni gerði Kesha 9,7 stig í leik.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.