Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 23.04.2014, Blaðsíða 12
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 www.vf.is LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM + 83% -mannlíf pósturu vf@vf.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm 14.890 ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm 39.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Asaki VERKFÆRI AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm 18.890 ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm 36.890 ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm 39.990 ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar 41.890 ***** 5 stjörnu verkfæri 14.165 27.665 29.925 29.925 25% kynningarafsláttur í apríl og maí Asaki verkfæri fyrir iðnaðarmanninn 31.420 11.165 ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél! AM18DWE 18V NI-CD borvél Ah 38N.m. 18.990AM14DW 14,4V NI-Cdborvél 1,5 Ah 36N.m 16.990 14.242 12.742 Átta spennandi viðburðir fara fram á árlegri listahátíð List án landamæra sem hefst á sumardaginn fyrsta og lýkur 4. maí. Á hátíðinni er áhersla lögð á fjölbreytileika mannlífsins þar sem horft er á tækifæri en ekki takmarkanir. List fólks með fötlum er komið á fram- færi samstarfi komið á á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Allir sem vilja geta tekið þátt. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að alls konar list með frábærri út- komu. Það leiðir til auðugra sam- félags og aukins skilnings manna á milli. Sveitarfélögin á Suðurnesjum í samvinnu við Miðstöð Símennt- unar á Suðurnesjum, Hæfingar- stöðina og Björgina geðræktar- miðstöð taka nú þátt í hátíðinni. Suðurnesjafólk er eindregið hvatt til að taka þátt í og njóta. Í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar kemur fram að sýni- leiki ólíkra einstaklinga sé mikil- vægur, bæði í samfélaginu, í sam- félagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum. Það er því ánægjulegt að sveitar- félögin á Suðurnesjum hafa hlotið styrk frá Menningarsjóði Suður- nesja til verkefnisins. Listahátíð eigi erindi við okkur öll, líka þau sem halda að hún sé bara fyrir hina. Gleði og jákvæðni ríkjandi Davíð Örn Óskarsson vinnur að stuttmyndum með fötluðum en brot af þeim verður sýnt á undan sýningum í Sambíóunum á meðan á hátíðinni stendur. Davíð Örn segir góða upplifun að vinna með hressu fólki sem sér lífið allt öðru ljósi. „Gleðin og jákvæðnin sem fylgir þeim er eitthvað sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Þetta er búið að ganga mjög vel. Við lögðum línurnar í febrúar og ákváðum við aðeins að slá á létta strengi og leika okkur aðeins. Erum með falda myndavél, stutta grín-sketsa og söngatriði.“ Davíð Örn segir að mest gefandi við að taka þátt í þessu sé að fá að kynnast þeim og sjá þeirra líf og hvernig þau vinna með sinni fötlun. „Þau eru svo ófeimin við að prófa nýja hluti og fara út fyrir þæginda- ramman, meira en flestir mundu þora. Hæfingarmiðstöðin eins og hún leggur sig tók þátt í þessu, allir mjög spenntir fyrir verkefninu og starfsmenn opnir fyrir því að aðstoða eins og þeir gátu,“ segir Davíð Örn. Hver er í raun fatlaður? Myndlistarkonan Lína Rut verður með sýningu í Bíósalnum ásamt syni sínum sem er einhverfur. Már, hinn sonur hennar, sem er blindur, er að semja lag með Villa Naglbít sem verður frumflutt við opnun. „Fljótlega eftir að Nói byrjaði að teikna tók ég eftir að það var eitt- hvað sérstakt og skemmtilegt við fígúrurnar hans. Mig hefur lengi langað til nota þær í verkin mín, og þegar list án landamæra höfðu samband við mig var það góð hvatning til að koma þeirri hug- mynd í framkvæmd,“ segir Lína Rut. Hugmyndin frá upphafi hafi verið að taka verkin hans Nóa og blanda við hennar og líta á það sem fulla samvinnu þar sem hið barns- lega, hráa og óhefta handbragð Nóa blandast fínlegum vinnubrögðum Línu Rutar. „Það var alveg einstök ánægja að taka þátt í þessu verkefni með Nóa. Við sátum saman heilu tímana við að teikna, lita, klippa og auðvitað spjalla, eitthvað sem við gerum að vísu mikið af á mínu heimili, en aldrei fyrr með sýningu að leiðarljósi.“ Lína Rut segir að List án landamæra sé skemmtilegt og verðugt verkefni þar sem allir fái að njóta sín og frábær liður í að stuðla að hugarfarsbreytingu um fatlaða og líf þeirra. „Það má segja að við sem erum „heilbrigð“ fáum ákveðna forgjöf í vöggugjöf en það er hægt að lifa góðu og innihalds- ríku lífi þrátt fyrir „fötlun“ eða heftingu af einhverju tagi. Margir fatlaðir vinna einstaklega vel úr sínum málum á meðan margir „heilbrigðir“ gera það ekki þannig að ég spyr mig stundum að því hver sé í raun fatlaður og hver ekki?“ Láta ekkert stoppa sig Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Henning Emil Magnússon setja upp þriðja sviðsverkið með leik- hópnum Bestu vinir í bænum þar sem áherslan verður á söngleikja- tónlist. „Leiðin sem við ákváðum að fara í ár er að nota spuna til þess að sem mest komi frá þeim sjálfum. Þau eru sjálf mjög skapandi í þessu og ofsalega skemmtilegt að heyra þeirra frjóu hugmyndir og þau sem eru í 3ja árið í röð eru orðin mjög fær í að fara í karakter. Bylgja segir að mikið sé hlegið og jafnvel grátið. Mörg hver séu mjög opin fyrir því að allar tilfinningar eru eðlilegar. „Þegar uppi er staðið eiga þau sjálf mikið í þessu og finna að þetta er þeirra verk og þeirra hugmynd. Það gefur svo mikið að hafa kynnst mjög einstaklingum sem láta tak- markanir í lífinu ekki stoppa sig og sköpunargleði. Þau kunna að njóta augnabliksins,“ segir Bylgja Dís. ■■ List án landamæra í 6. sinn á Suðunesjum: Líka hátíð fyrir þá sem halda að hún sé fyrir hina Stephen og Stefán í Listasafni Reykjanesbæjar ■uSunnudaginn 27. apríl kl. 14.00 tekur á Stefán Boulter á móti gestum á sýningunni MANNLEGAR VÍDDIR í Listasafni Reykjanesbæjar en þetta er jafn- framt síðasti sýningardagur hennar. Stefán er annar tveggja sem sýnir þar verk sín. Hinn er Stephen Lárus Stephen. Stefánarnir báðir hafa sérhæft sig í gerð manna- mynda. Báðir eiga þeir erlenda feður og hafa sótt listmenntun sína til annarra landa. Að öðru leyti eru þeir afar ólíkir. Mannamyndir Stefáns Boulter eru mestmegnis lág- stemmd einkasamtöl hans við vini og kunningja, eða einræður hans sjálfs, tilraunir til að laða fram og festa á striga kenndir og hugsanir þeirra sem hann fjallar um, með útlistun á látbragði þeirra. Um leið einkennast mannamyndir hans af dulúð, sem er eins konar staðfesting þess að sérhver manneskja sé „eyland“, varðveiti innra með sér einkaveröld sem enginn annar hafi aðgang að. Stefán býr og starfar á Akureyri, en hefur sýnt verk sín víða um heim. Hann var einn af aðstoðarmönnum norska listmálarans Odds Nerdrum meðan hann bjó í Reykjavík. Sýningunni er framar öðru ætlað að sviðsetja samspil ólík viðhorf listamannanna til mannamyndagerðar, í því augnamiði að skerpa á sérkennum beggja. Á sýn- ingunni er einnig að finna formyndir listamannanna að nokkrum sýndum verkum, allt frá frumdrögum til nákvæmra lokaútlistana. Sýningarstjóri er Aðal- steinn Ingólfsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.