Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 23.04.2014, Blaðsíða 18
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA EHF   Óskar eftir að ráða pípulagningarmeistara, svein eða mann vanan pípulögnum sem fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: lagnaths@simnet.is Grindvíkingurinn Alma Rut Garðarsdóttir hefur undan- farin ár haldið sig vestanhafs í Bandaríkjunum en þar stundar hún nám og leikur knattspyrnu. Hún útskrifast nú í sumar en ætlunin er að hefja meistaranám við skólann sem heitir Kennesaw State University og er staðsettur í Georgíu fylki. Alma sem er á sínu fjórða ári hefur átt góðu gengi að fagna með liði skólans en hún er sem stendur fyrirliði liðsins sem leikur í fyrstu deild NCAA há- skólaboltans. Hún hefur þurft að glíma við erfið meiðsli á sínum ferli en er nú líklega í sínu besta formi. Alma sem er 24 ára gömul stundar nám í sálfræði með tölfræði sem aukafag. Hún segist kunna ákaf- lega vel við lífið í háskólabænum Kennesaw en bærinn sá telur um 29 þúsund íbúa og er staðsettur aðeins 30 km frá stórborginni Atl- anta. Alma segir að það hafi alltaf verið draumur sinn síðan hún var lítil að fara út og spila fótbolta í há- skóla. „Núna er maður bara að lifa drauminn, þetta verður bara betra og betra með hverju árinu,“ segir Alma sem fékk boð um að koma á fullum fótboltastyrk án þess að vita hvað hún væri að fara út í. Skólinn er þekktur fyrir afbragðsaðstöðu í kvennafótbolta og Ölmu leist afar vel á það sem henni var kynnt. Hún ákvað því að slá til og leggja upp í ævintýri. „Það eru ekki allir sem fá svona tækifæri. Það mætti segja að ég hafi algerlega dottið í lukku- pottinn,“ segir Grindvíkingurinn í samtali við Víkurfréttir. Líður eins og heima hjá sér „Ég elska umhverfið hérna, samt sem áður er allt miklu stærra en ég er vön, þar sem ég hef alltaf búið í Grindavík. Það er allt til alls hérna og ég finn mig mjög vel og mér líður vel.“ Alma segir að vissulega hafi verið erfitt að yfirgefa heimahagana en hún á fjóra bræður og foreldra heima í Grindavík sem hún saknar sárlega. Hún er í góðu sambandi við fjölskyldu og vini og undan- farin ár hefur hún komið heim á sumrin og leikið með Grindavíkur- liðinu. Í Kennesaw hefur Alma eignast marga góða vini og lítur nú nánast á bæinn sem sinn heimabæ eftir ánægjulega dvöl þar ytra. „Hér er allt mitt líf eftir frábær fjögur ár. Eftir þennan tíma veit ég ekki hve- nær eða hvort ég flytji aftur til Ís- lands,“ segir Grindavíkurmærin en hún ætlar að leyfa því bara að ráðast en framundan er meistara- nám í Bandaríkjunum. Einhverjir hefðu gefist upp og farið heim Heima í Grindavík var Alma ekki einungis frambærileg í fótbolt- anum en hún þótti liðtæk í körfu- boltanum einnig og var í unglinga- landsliðum í báðum greinum á sín- um yngri árum. Alma hefur ekki leikið körfubolta í Kennesaw þar sem hún ákvað að einbeita sér að fótboltanum af fullum krafti. Fyrsta árið gekk vonum framar. Alma varð markahæst í liðinu þrátt fyrir að spila oftast sem aftasti varnar- maður. Hún var einnig valin í lið ársins og lið ársins hjá nýliðum. Á sínu öðru ári varð Alma fyrir því óláni að slíta krossband í hné og var hún því nánast ekkert með það árið í fótboltanum. „Að slíta kross- bandið var auðvitað mjög leiðin- legt. Margir höfðu ekki trú á því að ég gæti komið eins sterk tilbaka. Sjálfsagt hefðu einhverjir gefist upp og farið heim en ég einbeitti mér bara að skólanum og náði góðum árangri þar á meðan ég glímdi við meiðslin. Þetta styrkti mig mikið en ég tók þessu sem áskorun og tel mig hafa komið enn sterkari aftur til leiks,“ en þetta var í annað sinn sem Alma sleit krossbönd á sama hné en slík meiðsli eru afar erfið við að eiga. „Ég var heima í jólafríi þegar þetta gerðist og þau hjá skól- anum voru ekkert alltof sátt,“ rifjar hún upp. Hnéð er í toppstandi núna og Alma segist vera nánast í sínu besta formi. Í fyrra var Alma svo valin í úrvalslið deildarinnar aftur en hún setur markið hátt fyrir komandi tímabil þar sem hún leiðir liðið sem fyrirliði, en ætlunin er að komast í úrslitakeppni á landsvísu. Grindavíkurstúlkur eltast við drauma sína Stúlkurnar í Grindavík hafa verið nokkuð duglegar að sækja háskóla í Bandaríkjunum ásamt því að leika þar fótbolta. Alma segir að nokkrar vinkonur hennar í Grindavíkur- liðinu séu þessa stundina í námi þar í landi en hún segist ekki vita hvers vegna það sé eins algengt og raun ber vitni. „Nokkrar eldri stelpur fóru út hér áður fyrr. Þær hafa eflaust verið fyrirmyndir fyrir okkur hinar og áhuginn smitast til okkar. Það var áhugavert að sjá þær njóta lífsins og spila íþróttina sem þær elska við þessar aðstæður. Fyrir mér var þetta draumur frá því að ég var lítil stúlka. Ætli við Grindavíkurstelpur séum ekki bara duglegar að elta drauma okkar,“ segir Alma hress að lokum. Datt í lukkupottinn - Grindvíkingurinn Alma Rut gerir það gott í háskólaboltanum. Hefur þurft að yfirstíga erfið meiðsli í tvígang en er nú fyrirliði skólaliðs síns í Georgíufylki. -íþróttir pósturu eythor@vf.is Alma Rut er fyrirliði liðsins en hún er afar marksækinn varnarmaður sem hefur tvisvar verið valin í lið ársins í fylkinu og einu sinni markahæsti leikmaður liðsins. ■■ Grindvíkingar gera það gott: Valdir í júdólandsliðið Tveir ungir og efnilegir Grindvíkingar hafa verið valdir til að fara með landsliðinu í júdó á Norðurlandamótið í Finnlandi í sumar, þetta eru þeir Guðjón Sveinsson og Björn Lúkas Haralds- son. Á myndinni eru Björn Lúkas og Guðjón, ásamt Jóhannesi Haraldssyni júdófrumkvöðuls í Grindavík. Reykjanesmótið í hjólreiðum fer fram sunnudaginn 27. apríl en þetta er sjötta árið í röð sem mótið er haldið. Mótið markar alltaf upphaf keppnis- tímabilsins á árinu. Haraldur Hreggviðsson og Ingi Þór Einarsson voru frumkvöðlar þess að koma þessu móti á, og sáu um það fyrstu þrjú árin. Þríþrautardeild UMFN hefur nú tekið að sér móthaldið með Harald sem mótstjóra, en honum hefur tekist afar vel að gera mótið að einu skemmtilegasta hjól- reiðamóti ársins. Með frábærri mótsumgjörð, fjölda verðlauna, veitingum og fjölmörgum veg- legum útdráttarverðlaunum. Sandgerðisbær hefur verið afar liðlegur í að skaffa aðstöðu fyrir mótshaldara og keppendur. Verð- launaafhending fer fram í íþrótta- húsinu í Sandgerði og einnig gefst keppendum færi á að nota heitu pottana og búningsaðstöðuna þeim að kostnaðarlausu. Öll skráning í mótið fer fram á hjolamot.is, en skráningarfrestur er til 24. apríl. Mæting og mót- taka keppnisgagna er við Sund- laugina í Sandgerði og ræst verður frá Hvalsnesvegi. Keppt verður í tveimur flokkum: Keppnisflokki sem hjólar 64km þar sem snúið er við hjá Reykja- nesvirkjun og Byrjendaflokki sem hjólar 32km þar sem snúið er við á gatnamótum Ósabotna og Hafn- arvegs. Reykjanesmótið í götuhjólreiðum KR leiðir einvígið 1-0 - Næsti leikur í Röstinni Með hækkandi sól fer senn að líða að lokum körfu- boltavertíðarinnar á Íslandi. Eitt Suðurnesjalið stendur efti í baráttunni um titilinn en það er karlalið Grindvíkinga sem sækist eftir sínum þriðja Íslands- meistaratitli í röð. Grindvíkingar mæta deildarmeisturum KR í lokaúrslitum en þeir röndóttu náðu að krækja sér í sigur í fyrsta leik þar sem Grindvíkingar eltu frá upphafi og náði aldrei í skottið á heimamönnum. Þeir Jóhann Árni og Lewis Clinch léku vel í leiknum sóknarmegin en aðrir áttu ekki eins góðan dag. Gegn liði með jafnmikla breidd og KR býr yfir þarf meira til. Næsti leikur fer fram fyrir fullu húsi í Röstinni á föstudaginn, 25. apríl. Þar munu meistararnir væntan- lega sína úr hverju þeir eru gerðir og freista þess að jafna einvígið. Grindvíkingum hefur tekist að sigra KR áður á þessu tímabili og í einvíginu gegn Njarðvík í und- anúrslitum sýndu þeir gulklæddu að þeir geta verið illviðráðanlegir þegar sá gállinn er á þeim. Hin ungi Jón og félagar hans taka á móti Kr-ingum í öðrum leik liðana í Röstinni föstudaginn, 25. apríl.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.