Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.07.2014, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 24.07.2014, Blaðsíða 7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 24. júlí 2014 7 Sigldu á grjótgarðinn við smábátahöfnina Tveir menn köstuðust úr hraðbáti í Keflavík Tveir menn lentu í sjávarháska þegar hraðbátur sem not- aður er í svokallað Duus Rib-saf- ari skall á grjótgarðinum við smá- bátahöfnina í Keflavík. Menn- irnir komust af sjálfsdáðum aftur í land. Mennirnir voru blautir og kaldir en sjúkralið og lögregla voru kölluð á vettvang og flutti mennina á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Annar mannanna er rifbeinsbrotinn en hinn er örlítið lemstraður. Meðfylgjandi myndir eru af vettvangi en þar má sjá bát- inn í grjótgarðinum og mennina vafða inn í teppi. Baldur og Björgvin sækjast eftir bæjarstjórastól í sitthvoru bæjarfélaginu Feðgarnir Baldur Þórir Guð- mundsson og Björgvin Ívar Baldursson sækjast báðir eftir sæti bæjarstjóra í sitthvoru bæjar- félaginu. Baldur sóttist eftir stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði á meðan sonurinn Björgvin sækist eftir stöðu í heimabæ þeirra feðga, Reykjanesbæ. Björgvin segist hafa sótt um stöðuna vegna þess að auglýst hafi verið eftir fag- legum bæjarstjóra. „Ég tel mig vera mjög faglegan, vonandi á þann hátt sem leitað er eftir,“ segir Björgvin sem undanfarin ár hefur haldið um stjórnartaumana í hljóðveri Geimsteins sem Rúnar Júlíusson afi hans stofnaði á sín- um tíma. „Það var ekkert samráð í gangi hjá okkur feðgum. Ég sótti bara um strax og þetta var auglýst og bjóst í raun við því að pabbi myndi gera slíkt hið sama.“ Björgvin segir að þeir feðgar hafi í raun ekkert rætt þessi mál fyrr en í gær (sunnudag) þegar Baldur bauð til vínsmökk- unar fyrir fimmtugsafmæli sem hann heldur á næstunni. „Það yrði mjög hentugt ef við myndum báðir fá þessar stöður. Þá myndum við ráða yfir suðvesturhorninu,“ segir Björgvin en hann telur góðar líkur á að svo verði. „Ég held að stuðull- inn sé svona í kringum 1,5 á okkur báða en þegar maður leggur það saman þá er það auðvitað þrír, sem er ekki alveg eins góður stuðull.“ Björgvin segir að það sé margt líkt með því að reka plötuútgáfu og bæjarfélag og telur að sú reynsla muni nýtast honum vel. „Mér sýnist plötubransinn vera að fara í hundana og það sama má segja um bæjarstjórabransann. Þetta er svipað hark.“ Björgvin nam list- fræði og ritlist um stund í háskóla en gafst fljótlega upp á því. „Ég prófaði það í tvo mánuði. Skilaði inn einni ritgerð sem ég fékk gott fyrir. Eftir það kallaði ég þetta gott. Ég er annars búinn með nokkrar annir í skóla lífsins,“ sagði Björgvin að lokum. Feðgar ætla sér yfirráð yfir suð- vesturhorninu SUMARLOKUN Fjölsmiðjan á Suðurnesjum lokar 28/7 til 11/8. Kompan nytjamarkaður er einnig lokuð á sama tíma. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum // Smiðjuvellir 5 // Gamla Húsasmiðjuhúsið // Reykjanesbær // s. 421-1551 Allt á floti við Keflavíkurbryggju XuSvokallað stórstreymi gerði vart við sig í Keflavíkurhöfn fyrir skömmu en úr varð skemmtilegt sjónarspil þar sem víða flæddi yfir bryggjuna. Dyggur lesandi Víkurfrétta, Einar Guðberg tók nokkrar glæsilegar ljósmyndir þar sem ungviðið óð m.a. út í kaldan sjóinn af bryggjunni. Mikið líf var á bryggjunni en fjöl- margir voru þar við makrílveiði, bæði bátar og menn. Göngugreining, innleggjagerð og alhliða fótaaðgerðir Pöntun og upplýsingar í síma 860 6747

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.