Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.07.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 24.07.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 24. júlí 2014 11 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi HILMAR ARASON Skógarbraut 1106, Reykjanesbæ Lést sunnudaginn 13. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 25. júlí kl 13:00. Brynja Hilmarsdóttir Anthony D´Onofrio Karen Hilmarsdóttir Einar Hafsteinn Árnason Barnabörn og barnabarnabarn Fyrir hönd aðstandenda, Finnbogi Þorsteinn Ólafsson Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Þórarins Sæbjörnssonar Miðhúsum, Sandgerði, áður Skeiðflöt, Sandgerði Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Bjarnveig Skaftfeld Skúli Ragnarsson Sæbjörn Þórarinsson Guðrún Antonsdóttir Jónína Þórarinsdóttir Gunnar Stígsson Ásta Laufey Þórarinsdóttir Ragnar Már Sigfússon Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. -fréttir pósturu vf@vf.is Ágúst nýr skólastjóri Gerðaskóla Ágúst Ólason hefur verið ráðinn skóla- stjóri Gerðaskóla til eins árs. Alls sóttu níu manns um stöð- una en núverandi skólastjóri, Skarp- h é ð i n n Jón s s on , hafði óskað eftir árs leyfi Eftir mat á umsækjendum sam- þykkti bæjarráð Garðs samhljóða á fundi sínum þann 17. júlí tillögu um að Ágúst Ólason verði ráðinn skólastjóri Gerðaskóla til eins árs. Ágúst Ólason tekur til starfa sem skólastjóri Gerðaskóla þann 1. ágúst nk. Eftirtalin sóttu um stöðu skóla- stjóra Gerðaskóla: Anna Jóna Guðmundsdóttir Anna Kristjana Egilsdóttir Ágúst Ólason Hlín Bolladóttir Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir Jón Einar Haraldsson Lambi Lind Völundardóttir Óðinn Pétur Vigfússon Samúel Örn Erlingsson Póstbíll tekur við póst- afgreiðslunni í Garði XuFrá og með 5. ágúst lokar póstafgreiðslan í Garði og póst- bíll mun taka við póstþjónust- unni. Póstbíllinn, sem ekur alla virka daga, er búinn góðum af- greiðslubúnaði og mun veita sambærilega þjónustu og er í pósthúsum ásamt því að dreifa og taka við pósti frá íbúum. Einnig er hægt að sækja um að vera í reikningsviðskiptum sem hentar vel fyrirtækjum, félaga- samtökum og öðrum aðilum sem senda póst frá sér reglulega. Ef sérstakar óskir eru varðandi af- hendingu sendinga þá má koma þeim á framfæri og reynt verður að verða við slíkum beiðnum eins og kostur er. Póstbíllinn kemur frá pósthúsinu í Reykjanesbæ. Starfstími hans er frá kl. 11:00 til kl. 14:30 alla virka daga. Sími póstbílsins er 825 1150, en einnig má hafa samband við pósthúsið í Reykjanesbæ í síma 421 5000. Ráðist er í fyrirhugaðar breytingar vegna gríðarlegra breytinga sem orðið hafa í umhverfi Póstsins á undanförnum árum. Mikil fækkun hefur orðið í bréfamagni ásamt því að heimsóknum á póst- hús hefur fækkað mikið á vissum stöðum. Frá árinu 1998 hefur 28 póstafgreiðslum verið lokað, þar af 5 á höfuðborgarsvæðinu. Þjón- usta Póstsins hefur ekki lagst af við þessar breytingar heldur hafa annað hvort aðrar póstafgreiðslur tekið við hlutverki þeirra, sem lagðar hafa verið niður, eða að póstbílar hafa yfirtekið þjónust- una. Pósturinn þarf að aðlaga sig að breyttu starfsumhverfi og því mun móttöku- og afhendingar- kerfi fyrirtækisins taka breyt- ingum næstu ár með það að leiðar- ljósi að veita áfram góða þjónustu. www.vf.is 83% LESTUR + Það myndaðist löng biðröð eftir kæsta góðgætinu. Konurnar létu sitt ekki eftir liggja. Veglegt hlaðborð. Skata, plokkfiskur og saltfiskur með öllu tilheyrandi. Ritstjóri Reykjaness lét sig ekki vanta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.