Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.08.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 14. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Kjartan Már Kjartansson er nýr bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann segir að ráðningin hafi ekki komið honum á óvart og kveðst spenntur fyrir því takast á við spennandi og krefjandi verkefni. Varð- andi pólitíska fortíð sína þá segir Kjartan að hann hafi ekki verið við- loðinn stjórnmál um allnokkurt skeið og vonast til þess að hann verði ekki settur út af sakramentinu vegna starfa sinna fyrir Framsóknar- flokkinn um 12 ára skeið. Hér slær hjartað Kom ráðningin þér í opna skjöldu? „Nei í sjálfu sér ekki. Ég átti alveg eins von á þessu. Ég uppfyllti öll skilyrði sem sett voru fram varð- andi menntun og reynslu auk þess er ég innfæddur og þekki sveitar- félagið mitt vel, ég tel því mig hafa það sem þarf í starfið,“ segir Kjartan. „Mér þykir vænt um sveitarfélagið mitt og hér slær hjarta mitt. Þetta er spennandi og krefjandi verkefni sem ég ætla að nálgast af virðingu og með auðmýkt. Mér þykir vænt um sveitarfélagið mitt. Hér ætla ég mér að vera og gera eins vel og ég mögulega get. Mér líst vel á allt þetta góða fólk sem ég er að fara að starfa með. Þarna er blanda af reynsluboltum og nýju fólki. Fólk á ölllum aldri, bæði karlar og konur og tel ég þetta vera góðan þver- skurð af okkar samfélagi. Þetta er fólk sem vill bænum sínum vel og það verður spennandi að vinna með þeim,“ segir verðandi bæjar- stjóri. Mörg ár án afskipta af stjórn- málum Varðandi fortíð sína í pólitík þá segir Kjartan að hann hafi sagt sig úr Framsóknarflokknum fyrir nokkrum árum. Ástæðuna segir hann vera að hann hafi viljað vera ópólitískur auk þess sem sumt í starfi flokksins hafi ekki verið sam- kvæmt hans sannfæringu. „Ég hef ekki skipt mér af stjórnmálum í nokkur ár en ég hef auðvitað mínar skoðanir. Ég ætla mér ekkert að op- inbera þær en ég gæti unað við eitt- hvað í stefnuskrám allra flokka,“ segir Kjartan. Hann telur þó að þetta séu ákveðin skilaboð til unga fólksins sem er við störf hjá stjórn- málaflokkum. „Þó svo að þú takir þátt í stjórnmálastarfi á einhverjum hluta ævinnar, eins og ég gerði í 12 ár, þá þýðir það ekki að þú verðir settur út af sakramentinu af öllum hinum það sem eftir er.“ Mun verða eins og fram- kvæmdastjóri En hver er nýr bæjarstjóri Reykja- nesbæjar? „Hann er strákur af Kirkjuteignum sem kann að spila á fiðlu,“ segir Kjartan og hlær. „Ég ætla bara að halda áfram að vera sá sem ég er. Ég ætla ekkert að breyta mér neitt. Ég mun nota þekkingu mína til þess að gera gott og eiga samskipti við alla þá góðu starfs- menn sem að vinna hjá Reykja- nesbæ,“ bætir hann við. Hvaða málefni eru nýjum bæjar- stjóra ofarlega í huga? „Ég held að stóra málið séu fjármál sveitar- félagsins. Ég held að það muni fara mikil orka í þau mál fyrstu miss- erin og árin jafnvel. Við þurfum þó að sinna ýmsum góðum málum, ég og allir bæjarfulltrúar. Þeir leggja línurnar og ég sé svo um að fram- kvæma verkin.“ Varðandi starfs- svið sitt þá telur Kjartan að best væri að líkja því saman við starf framkvæmdastjóra í fyrirtæki. „Ég mun starfa líkt og framkvæmda- stjóri sem fer eftir stefnumörkun stjórnar og hrindi henni í fram- kvæmd. Þetta er í raun rekstur á stóru fyrirtæki í samvinnu við allan þann fjölda sem starfar hjá Reykja- nesbæ og kemur að máli.“ Kjartan hefur síðustu sex ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Securitas á Suðurnesjum og er honum annt um fyrirtækið. „Mér er ekki sama hvernig ég skil við hér og hvernig fyrirtækinu reiðir af. Hér vinna núna 37 manns, en þau störf voru ekki til fyrir. Ég vona að hér komi góð manneskja í minn stað,“ segir Kjartan að lokum. Strákur af Kirkjuteignum sem kann að spila á fiðlu - Hjartað slær hér segir nýr bæjarstjóri RNB í viðtali við Víkurfréttir -viðtal pósturu vf@vf.is Knús Caffé Til sölu vegna sérstakra ástæðna rekstur Knús Caffé við Hafnargötu 90, Keflavík, Reykjanesbæ. Knús Caffé er lokað í dag en öll leyfi, tæki og húsgögn til reksturs kaffihúss eru til staðar. Reksturinn er með vínveitingaleyfi II og má taka 100 manns í húsið. Nánar upplýsingar á skrifstofu Eignasölunnar Hafnargötu 90 (fyrir ofan Tölvulistann). Eignasala FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA LEIGUMIÐLUN BÍLASALA Kannski er ég að ganga of langt með fyrirsögninni en þeir notuðu þetta víst þegar þeir voru að tala um fótboltann fyrir vestan fyrir skömmu. Það að liðið þitt komist í úrslitaleikinn í bikar- keppninni í fótbolta er alls ekkert sjálfsagt. Þú getur ekki tekið því sem gefnu. Keflvíkingar hafa reyndar í gegnum tíðina verið fengsælir í bikarnum og leikið níu sinnum til úrslita frá því að bikarkeppnin hófst árið 1960. Þeir eru því að komast í úrslit á níu ára fresti ef stærðfræðin er ekki að svíkja mig, sem hún hefur reyndar oft gert. Það eru margir þarna úti sem þykir fótbolti og íþróttir vera leiðinleg fyrirbæri. Með þessum pistli ætlaði ég að reyna að hvetja bæjarbúa Reykjanesbæjar og fótboltafíkla til þess að mæta á völlinn og búa til stemningu og allar þær klisjur. Betur væri að reyna að sannfæra þá sem eru á móti fótbolta og öðru sprikli um að mæta á völlinn. Væri ekki tilvalið að skella sér í 10 stiga hitanum og 12 metrum á sekúndu (Norðanátt samkvæmt nýjustu spám) og sitja á rass- gatinu í stúku í Laugardalnum í tæpa tvo klukkutíma? Þú getur svo keypt þér popp og upphitaða pizzu á uppsprengdu verði og hlustað á ókunnugt fólk öskra einhverja vitleysu. Nei, djók. Þetta er í alvöru æðislega skemmtileg upplifun. Það er sérstakur andi sem svífur yfir vötnum á svona leikjum, stundum er það nú vínandi, sem fær fólk til þess að sleppa fram af sér beislinu. Þarna er tilvalið tækifæri til þess að gefa söngröddinni lausan tauminn og njóta þess að hegða sér eins og fífl. Ég hef orðið var við það að á viðburðum sem þessum, þá mæta ansi oft einhverjir sem eru ekkert að spá í leiknum, heldur eru þeir þarna til þess að sletta úr klaufunum og taka þátt í stemningunni. Ég hef alltaf dáðst að þessu fólki. Það væri virkilega gaman að sjá sem flesta á leiknum og ég mæli eindregið með því að þið sem ætlið á leikinn dragið með ykkur einhvern sem aldrei hefur farið á bikarúrslitaleik. Að fara á bikarúrslitaleik í fótbolta er eitthvað sem allir ættu að prófa á ævinni, vertu nú eitt af þessum skemmtilegu fíflum í stúkunni á laugardaginn. Með bikarkveðju Eyþór Sæmundsson Drullaðu þér í Laugardalinn! -ritstjórnarbréf Eyþór Sæmundsson skrifar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.