Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2014, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 25.09.2014, Blaðsíða 7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 25. september 2014 7 15% afsláttur* Af öllum pa kkningum * Gildir í sep tember Lyaauglýsing Kæru Suðurnesjabúar, bráðum koma blessuð jólin og við farin að safna vörum á árlegan jólamarkað okkar að Baldurgötu 14 sem opnar 15. nóvember. Tökum á móti nytjavarningi alla virka daga frá kl. 13:00-18:00.  Upplýsingar í síma 897 8012 og 421 1200. FJÖLSKYLDUHJÁLP JÓLAMARKAÐUR-fréttir pósturu vf@vf.is Umhverfið hjá þessum er Garðinum til sóma Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur veitt viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi í Garði. Að þessu sinni voru veittar fjórar viðurkenn- ingar. Urðarbraut 4 fékk viðurkenningu fyrir ævintýralegan og fallegan garð. Miðhúsavegur 3 fékk viðurkenn- ingu fyrir fallegan og hlýlegan garð. Þá fengu Vellir, Garðbraut 22, verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi og skemmtilega uppbyggingu. Verðlaun fyrir snyrtilegasta fyrirtækið fær Seaside Guesthouse. Umhverfisnefnd sveitarfélagsins vill þakka undirtektir íbúa og einnig taka það fram hversu ánægjulegt var að sjá hvað görðum sem áður hafa fengið viðurkenningar hefur verið vel við haldið, eigendum og Garðinum til mikils sóma. Urðarbraut 4 Garði. Miðhúsavegur 3 Garði. Garðbraut 22, Vellir, í Garði. Seaside Guesthouse í Garði. Þjónusta við fatlaða og hreyfihamlaða (PMR) í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, almenn störf 18 ára aldurstakmark og góð enskukunnátta · Fastar vaktir – ýmsar útgáfur af starfshlutfalli · Hlutastörf - breytilegur vinnutími · Útkall vegna álags og forfalla – hentar vel með öðru (snemma á morgna, eftirmiðdag, kvöld og helgar)  Möguleiki á starfi um jól, páska og næsta sumar Afleysing í gæsludeild – breytilegur vinnutími 20 ára aldurstakmark, bílpróf nauðsynlegt · Tölvu- og enskukunnátta kostur. · Fjölbreytt starf, óreglulegt starfshlutfall og óreglulegur vinnutími. · Möguleiki á fastráðningu að loknum reynslutíma ATVINNA Hjá okkur er nóg að gera!  Securitas Reykjanesi óskar að ráða gott fólk í gott lið. Almennar hæfniskröfur: Hreint sakavottorð - Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum - Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður að gera vel. Securitas er stærsta öryggisþjónustufyrirtæki landsins með um 400 starfsmenn. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land, m.a. á Reykjanesi, en höfustöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og starfsþróun. Störfin henta bæði körlum og konum. Nánari lýsingar á störfum og hæfniskröfum er að finna á heimasíðu fyrirtækisins www.securitas.is Umsækjendur þurfa að geta framvísað málaskrá lögreglu og sækja undirbúningsnámskeið.  Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Securitas Reykjanesi, Hafnargötu 60, Reykjanesbæ, sími 5807200, netfang reykjanes@securitas.is. Umsóknir berist fyrir 1. október í gegnum heimasíðu fyrirtækisins; www.securitas.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.