Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 25.09.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 25. september 2014 11 Rúnar segist aldrei hafa tollað í sambandi með kvenmanni og hafi í raun ekki látið mikið á það reyna. Eins og unglingum sæmir þá kviknar áhuginn á kynlífi á kyn- þroskaaldri. Rúnar fann fyrir pressu um að sofa hjá stelpu þrátt fyrir að hafa ekki áhuga á því. „Maður var skíthræddur við að verða síðastur af vinunum til þess að missa svein- dóminn. Ég naut þess ekkert og í raun var það tilraun til þess að bæla þessar tilfinningar. Ég hugsaði að ef ég myndi sofa nógu oft hjá stelpum þá myndi mér byrja að líka það,“ segir Rúnar. „Þegar ég var yngri þá var til- hugsunin um að fara með stelpu á „deit“ svo heillandi. Þá virkaði maður eitthvað svo eðlilegur. Ef ég myndi svo fara á stefnumót með strák og við myndum vera inni- legir, þá myndum við fá augngotur. Þó svo að við séum langt komin þá er ennþá langt í land. Ég er þó von- góður með framtíðina. Ég vona að það verði þannig að ef þú segir ein- hverjum að sért samkynhneigður, þá verði það eins eðlilegt og að segja einhverjum að þú borðir ekki gulrætur.“ Rúnar segist viss um að margir ungir stákar þarna úti séu í sömu sporum og hann var. „Þar sem ég hef verið að berjast við þetta svo lengi þá væri ég alltaf tilbúinn að ræða þetta við einhvern sem er að kljást við það sama. Ef maður getur veitt einhverjum innblástur til þess að vera samkvæmur sjálfum sér, sem er öfugt við það sem ég gerði, þá er það hið besta mál,“ segir Rúnar að lokum. Hrökklaðist hræddur aftur inn í skápinn Ég hugs- aði að ef ég myndi sofa nógu oft hjá stelpum þá myndi mér byrja að líka það Rúnar hefur oft verið nærri því að koma út úr skápnum. Fyrir sex árum fékk hann skyndi- lega þá tilfinningu að hann yrði að segja einhverjum frá þessu og sagði náinni vinkonu sinnu frá. „Ég man að ég sat örugglega í 40 mínútur í bílnum með henni áður en ég gat komið þessu út úr mér. Mér fannst þetta svo hræðilegur hlutur. Stór og mikill hlutur sem ég var hræddur við.“ Fjórum árum síðar sagði Rúnar annari stelpu frá þessu, en þá var hann kominn í aðeins meiri sátt við sjálfan sig. „Það var stelpa sem vildi endilega bjóða mér í bíó og svona. Ég hafði bara ekki áhuga. Ég tók mig því bara til og sagði henni allt af létta, ég vildi ekki særa hana,“ segir Rúnar og hlær. „Ég sagði einhverju fólki frá þessu um svipað leyti og var ægilega ánægður með það. Datt svo í það og sagði einhverjum fleirum frá þessu. Það sem gerð- ist þá var að orðrómur fór í gang, eins og eldur í sinu. Fólk fór að spyrja mig út í þetta. Þá varð ég dálítið hræddur og ég hrökklað- ist eiginlega aftur inn í skápinn.“ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ TACTIX vörur! NÝ SENDING, MIKIÐ ÚRVAL! Rafvirki óskast Rafvirki með góða þekkingu á almennum rafvirkjastörfum og viðhaldsvinnu (bilanaleit) óskast til starfa sem fyrst Upplýsingar og umsóknir á netfang: a.oskarsson@simnet.is eða í síma 892-3427.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.