Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 20.11.2014, Blaðsíða 12
12 fimmtudagurinn 20. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR AUÐLINDIN GRINDAVÍK TÆKIFÆRI Í NÝSKÖPUN Ráðstefna um nýsköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkumálum í Grindavík, í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 12:00-14:00 í fundarsal Bláa Lónsins. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Grindavíkurbæjar og Bláa Lónsins í tilefni 40 ára kaupstaðar­ afmælis Grindavíkurbæjar. Fyrirtæki og stofnanir í Grindavík kynna, í formi örfyrirlestra, nýsköpun í ólíkum greinum og varpa ljósi á hvernig þær vinna saman í nýjustu tækni, viðskiptatækifærum og markaðs setn ingu. Þannig eflir nýsköpunin atvinnulíf í Grindavík og nágrenni og treystir undirstöðuatvinnugreinararnar og skapar ný og spennandi tækifæri á ýmsum sviðum. Dagskrá: • Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir • Auðlindastefna Grindavíkurbæjar Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar • Auðlindagarður og fjöldþætt auðlindanýting Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri HS Orku • Codland og fullvinnsla Erla Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland • Bláa Lónið. Rannsókna- og þróunarstarf Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna og þróunarstjóri • Stefnumótun Grindavíkurhafnar Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri • Tækifæri og samstarf í ferðaþjónustu Sigurður Hilmarsson, formaður Grindavík-Experience • Möguleikar auðlindarinnar Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur Ráðstefnustjóri: Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Grindavíkurbæ. Allir velkomnir. Léttar veitingar í boði Bláa Lónsins. -aðsent pósturX vf@vf.is Í síðasta tölu-blaði Víkurf- r é t t a v a r b i r t grein sem ég ritaði undir fyrirsögn- inni „Gott nafn á glataðri áætlun“. Greinin var sú fyrsta í ritröð um skuldavanda Reykjanesbæjar. Við skrifin er stuðst við skýrslu Haraldar Líndal „Úttekt á rekstri Reykjanesbæjar og tilllögur“ og ársreikninga Reykjanesbæjar sem birtir eru á heimasíðu sveitar- félagsins. Blandaða leiðin Síðasta helgi var ekki liðin þegar ég hafði eignast tvo pennavini á vef Víkurfrétta (www.vf.is). Við þá hef ég þetta að segja: Ég er hjartanlega sammála ykkur. Ef hlustað hefði verið á viðvörunar- orð Guðbrands Einarssonar þegar hann sat í minnihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, þá væri staðan betri en hún er í dag. Ef meiri- hlutinn hefði líka hlustað á Ólaf Thordersen, þá væri staðan líklega ennþá betri. Það var ekki hlustað og það er miður. Nú er nýr meiri- hluti er við völd. Meirihluti sem þið styðjið. Nýi meirihlutinn eins og sá gamli verður að þola gagnrýni. Jafnvel þó hún komi frá Reykja- vík. Ég vona innilega að hinn nýji meirihluti sem lofaði nýrri sýn í síðustu kosningum geri betur en sá gamli. Sérstaklega að hann hlusti betur á viðvörunarorð annarra. Ykkur er velkomið að persónu- gera skrif ykkar en samhliða því skín í gegn að þið hafið ekkert til málanna að leggja. Blindað hatur á íhaldinu eða að níða af mér skó- inn mun ekki gera neitt til að bæta skuldastöðu Reykjanesbæjar. Slík skrif segja meira um ykkur en mig. Það er lyginni líkast að fá á sama árinu að fylgjast með einum og sama manninum standa í forsvari fyrir verkfallsaðgerðum til að knýja á um launahækkanir og lesa svo greinaskrif þar sem hann réttlætir launalækkanir. Það hlýtur að flokk- ast undir að vera á blandaðri leið. Beina leiðin Reykjanesbær væri á góðu róli ef ekki væri fyrir tvo ofurþunga bagga sem á bænum hvíla. Reykjanes- hafnir og Eignarhaldsfélagið Fast- eign. Í skýrslu Haraldar Líndal er ekki fjallað beint um Reykjanes- hafnir að öðru leyti en því að lagt er til að rekstur svokallaðra B-hluta stofnana verði gerður sjálfbær. Reykjaneshafnir höfðu á árinu 2013 alls 220 mkr. í tekjur. Skuldirnar voru hinsvegar 7,3 milljarðar. Þar af 2,5 við aðalsjóð Reykjanesbæjar. Með því að losna við Reykjanes- hafnir myndi skuldastaða Reykja- nesbæjar lagast til mikilla muna. Í þessari einu B-hluta stofnun er að finna nærri þriðjung langtíma- skulda Reykjanesbæjar við lána- stofnanir. Meðan skuldahlutfall Reykjanesbæjar er 273%, er skulda- hlutfall Reykjaneshafna 3.318% (lesist: þrjúþúsund þrjúhundruð og átján prósent). Fyrsta tillaga í skýrslu Haraldar Líndal er sú að kannað verði hversu raunhæfar kröfur aðalsjóðs á B-hluta stofnanir séu í raun. Þær kröfur sem ekki eru taldar inn- heimtanlegar, verði afskrifaðar. Fara þarf með Reykjaneshafnir í nauðasamninga eða gjaldþrot. Sá aðili sem tilbúinn er að yfirtaka Reykjaneshafnir mun njóta ávöxt- unar þegar atvinnulíf í Helguvík fer í fullan gang. Því miður hefur Reykjanesbær ekki efni á að halda þessu bákni úti nema til komi stór- felld niðurfærsla skulda. Í skýrslu Haraldar Líndal segir orðrétt í umfjöllun um Eignar- haldsfélagið Fasteign: „Það hefur verið skoðun skýrsluhöfundar að gerð hafi verið mikil mistök með leigusamningum sem Eignar- haldsfélagið Fasteign hefur gert í nokkrum tilfella. Jafnframt verði að gera kröfu til þess þegar slík mistök eru gerð beri lánveitendur ekki síður ábyrgð en lántakendur. Í þessum orðum Haraldar Líndal er mergurinn málsins. Þeir sem munu og eiga að blæða fyrir bága skuldastöðu Reykjanesbæjar eru lánveitendurnir sem öðru nafni eru nefndir kröfuhafar. Hver sá sem lánar næstum gjaldþrota að- ilum peninga á alltaf að gera sér fulla grein fyrir því að í því felst sú áhætta að geta ekki endurheimt skuldina að fullu. Bein leið er að Reykjanesbær taki á kröfuhöfum sínum af fullri hörku til að ná fram þeirri leiðréttingu skulda sem þarf til að koma sveitar- félaginu í rekstrarhæft ástand. Þar verða stóru sigrarnir unnir en ekki með því að þvinga launalækkunum á starfsfólk undir dulnefninu, Blönduð leið. Í næstu grein mun ég fjalla um Eignarhaldsfélagið Fasteign og gera grein fyrir bestu leiðinni fyrir Reykjanesbæ að mínu mati. Í milltíðinni hvet ég meirihluta hinnar nýju sýnar að hlusta betur en gamli meirihlutinn gerði. Fara beinu leiðina og falla frá fyrir- hugðum launaskerðingum á hluta bæjarstarfsmanna. Áfram Keflavík, Margeir Vilhjálmsson Klappstýra ■■ Margeir Vilhjálmsson Klappstýra skrifar: Bein eða blönduð leið? ■■ Svölurnar á Suðurnesjum skrifa: Svölurnar með jólakortasölu Eins og mörg undanfarin ár munu Svölurnar selja jóla- kort um allt land og þar eru Suðurnesin ekki undanskilin. Svölurnar eru félag flugfreyja og þjóna sem hittast og styrkja gömul vinabönd. Samtökin er líka styrktarfélag og hafa verið að styrkja bæði samtök og einstakl- inga. Undanfarið hafa Svölurnar styrkt MND félagið, MS félagið og Ljósið. Þá hafa þær styrkt börn með sjaldgæfa sjúkdóma en þá fer styrkurinn til þeirra sem eru að leita að lækningu við þessum sjúkdómum. Jólakortin eru með veglegra móti í ár vegna þess að þetta er 40 ára af- mælisár Svalanna. Þau eru þrenns konar og eru 6 í búnti og kostar búntið 1000 krónur. Sölustaðir á Suðurnesjum eru HSS, Álnabær, Ásjá Nesvöllum, Lyfja Njarðvík og Lyfja Grindavík. „Það er gaman að segja frá því að þegar Oddný Björgólfsdóttir byrj- aði að fljúga árið 1968, var hún eina flugfreyjan á Suðurnesjum. Auk hennar voru á svæðinu einn flugstjóri, einn flugmaður og einn flugvélstjóri og bjuggu þau öll í Háholtinu og Langholtinu. Núna eru u.þ.b. 80 flugliðar búsettir á svæðinu. Við viljum nota tækifærið og benda öllum sem hafa einhver- tímann verið í fluginu að koma með okkur í Svölurnar. Skiptir þá engu hversu langt er síðan það var eða hversu lengi þú varst í háloft- unum. Spurningin er að vera með í skemmtilegum félagsskap á sama tíma og við erum að láta gott af okkur leiða. Suðurnesjafólki færum við hjartans þakkir fyrir frábæran stuðning tvö undanfarin ár og vonum að okkur verði vel tekið þetta árið.“ Fyrir hönd Svalanna á Suðurnesjum Oddný Björgúlfsdóttir, Sig- ríður Jóna Jónsdóttir, Guð- rún Hildur Jóhannsdóttir og Anna Lóa Ólafsdóttir. Albert B. Hjálmarsson, Brynja Kjartansdóttir, Lísbet Hjálmarsdóttir, Gunnar I. Kristinsson, Guðmundur Hjálmarsson, Sveindís Skúladóttir, Sigrún Albertsdóttir, Eðvald Bóasson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu. Helgu Erlu Albertsdóttur, Njarðarvöllum 2, Njarðvík, Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjanesbæ fyrir frábæra umönnun. Útför Jóns William Magnússonar frá Keflavíkurkirkju ■XÚtför Jóns William Magnússonar at- hafnamanns í Keflavík fór fram frá Kefla- víkurkirkju á þriðjudag. Séra Skúli Ólafs- son sóknarprestur í Keflavíkurkirkju annaðist útförina en Einar Valgeir Ara- son flutti minningarorð um Jón William. Það voru svo synir, tengdasynir og barna- börn sem báru kistuna úr kirkjunni. VF-mynd: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.