Víkurfréttir - 12.03.2015, Side 2
2 fimmtudagurinn 12. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í grasslátt
og hirðingu á opnum svæðum í bænum.
Útboðin eru tvö, annars vegar fyrir grasslátt og
hirðingu í Keflavíkurhverfi og hins vegar fyrir grasslátt
og hirðingu í Njarðvíkurhverfi og Höfnum.
Útboðsgögn fást afhent á tölvutæku formi frá og með
fimmtudaginum 12. mars 2015.
Áhugasamir hafi samband við Rúnar G. Valdimarsson
hjá Mannviti hf. runarv@mannvit.is.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Mannvits í
Reykjanesbæ, Hafnargötu 90, 230 Reykjanesbæ
fimmtudaginn 26. mars kl. 11:00.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. mars 2015
kl. 17:00 að Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ.
Dagskrá skv. 19. gr. laga félagsins.
Stjórnin.
Í tilefni afmælis leikskólans verður opið hús á Holti
kl.14:00-15:00 föstudaginn 13. mars.
Bæjarbúar og velunnarar skólans eru velkomnir í
skólann og taka þátt í leik og starfi.
Myndlistasýning barna á Holti stendur yfir í verslun–
inni „Hjá Fjólu“ í tilefni afmælisins.
Tvennir Forskóla-
tónleikar verða
haldnir í Stapa,
Hljómahöll,
fimmtudaginn 12. mars.
Fram koma Forskóli 2
ásamt Lúðrasveit og
Strengjasveit skólans.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17:00 með nemendum úr
Akurskóla, Háaleitisskóla og Heiðarskóla.
Seinni tónleikarnir hefjast kl. 18 með nemendum úr
Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla.
TÓNLEIKAR LENGRA KOMINNA NEMENDA
Tvennir tónleikar lengra kominna nemenda verða
haldnir í Stapa, Hljómahöll, miðvikudaginn 18. mars
og í Bergi, Hljómahöll, fimmtudaginn 19. mars.
Báðir tónleikarnir hefjast kl.19:30.
Fjölbreyttar og spennandi efnisskrár.
Aðgangur ókeypis
og allir velkomnir.
Skólastjóri
GRASSLÁTTUR
OG HIRÐING
FASTEIGNIR REYKJA-
NESBÆJAR EHF.
LEIKSKÓLINN HOLT
30 ÁRA
TÓNLEIKAR FORSKÓLA 2
ÚTBOÐ
AÐALFUNDUR
„Umsvif Isavia á Keflavíkurflug-
velli eru í örri þróun með tilheyr-
andi endurbótum og hagræðingu
í rekstri. Breytingar hafa m.a. verið
gerðar á skipulagi flugverndar
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem
miða að því að stytta boðleiðir og
auka skilvirkni. Við þessar breyt-
ingar lögðust af þrjú störf og bauðst
viðkomandi starfsmönnum að gera
samkomulag um starfslok. Isavia
óskar ekki að fjalla um einstaka
starfsmenn á opinberum vett-
vangi en forstjóri félagsins hefur
greint Ásmundi Friðrikssyni þing-
manni frá umræddum skipulags-
breytingum,“ segir Friðþór Eydal,
fulltrúi yfirstjórnar og talsmaður
Isavia, við fyrirspurn Víkurfrétta
um uppsögn þriggja starfsmanna í
síðustu viku. Um var að ræða fyrr-
verandi yfirmenn flugvallagæslu
við Keflavíkurflugvöll.
Vefmiðillinn Stundin greindi frá
því í vikunni að mennirnir þrír
telji að um sé að ræða geðþótta-
ákvörðun og þeir hafi verið óþægi-
legir fyrir yfirstjórnina. Ásmundur
Friðriksson sagðist í sömu um-
fjöllun ætla að fylgja málinu eftir.
Friðþór segir að yfir 700 fastráðnir
starfsmenn séu jafnan hjá félaginu
auk starfsmanna í dótturfélögum,
alls 916 stöðugildi 2014.
„Starfsmannavelta Isavia hefur
verið að meðaltali 6,7% sl. fjögur ár
sem er umtalsvert lægra hlutfall en
almennt gildir á vinnumarkaðnum.
Reynsla af því að færa starfsmenn
neðar í skipulagi fyrirtækisins er
ekki góð.“
Ekki góð reynsla af því
að færa starfsmenn
neðar í skipulagi
AÐALFUNDUR Í
SAMKAUPUM HF
Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til aðalfundar í félaginu fyrir rekstrarárið 2014.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 15:00
á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4a, Reykjanesbæ.
Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins.
Auk þess mun stjórn félagsins leggja til eina breytingu á samþykktum félagsins,
um fjölgun á varamönnum í stjórn, úr tveimur í fimm. Þá verður lögð fyrir fundinn tillaga
um að félagið megi eignast og eiga allt að 10% hlutafjár í félaginu í 3. ár.
Stjórn Samkaupa hf.
„Hérna er bara líf mitt komið. Þetta er bara eins og að hitta mig og allt mitt líf í einu grænum hvelli,“
segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Einkasafn hans opnar á laugardag í Rokksafni Íslands í Hljómahöll. Við-
tal við poppstjörnuna verður meðal efnis í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30.
PALLALÍF Í HLJÓMAHÖLL
Bæjarstjóri
í veikindaleyfi
– Elísabet og Ólafur Þór taka við
verkefnum og skyldum bæjarstjóra
Sigrún Árnadóttir, bæjar-
stjóri í Sandgerði, er komin í
tímabundið veikindaleyfi frá
störfum sínum.
Meirihluti bæjarráðs Sandgerðis
hefur lagt það til við bæjarstjórn
að við verkefnum og skyldum
bæjarstjóra taki Elísabet Þórar-
insdóttir sviðsstjóri fjármála- og
stjórnsýslusviðs og Ólafur Þór
Ólafsson forseti bæjarstjórnar í
samræmi við framlagða greinar-
gerð.
Guðmundur Skúlason fulltrúi
B-lista lagði fram eftirfarandi
bókun á fundi bæjarstjórnar í
vikunni sem leið:
„Fulltrúum B-listans er fyrir-
munað að skilja þá ákvörðun
meirihlutans að ráða tíma-
bundið í starf bæjarstjóra Sand-
gerðisbæjar á meðan núverandi
bæjarstjóri er frá vegna veik-
inda.
Eðlilegast væri að staðgengill
bæjarstjóra með aðstoð ann-
arra sviðsstjóra sinni starfinu
þennan stutta tíma“.
-Yfirmönnum flugvallagæslu sagt upp hjá ISAVIA