Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2015, Side 12

Víkurfréttir - 12.03.2015, Side 12
12 fimmtudagurinn 12. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIRSAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 14. -15. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN Savchenko frá Úkraníu, Eduard Belsky frá Úkraníu og Alexandr Zabavchik frá Hvíta Rússlandi. Ljósmyndasýning á 2. hæð. Tinna Hallsdóttir sýnir myndir frá samfélaginu og umhverfinu í Grindavík sem henni finnst afar heillandi. Handverksfélagið Greip Minjagripasýning á ganginum sem félagið hefur gert fyrir Grindavíkur- bæ. Framsóknarhúsið Opið laugardag kl. 12:00-16:00 og sunnudag kl. 13:00-17:00. Málverkasýning. Sænski listamaðurinn Sture Berglund frá vinabænum Piteå með sýningu sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Hann er einn virkasti og virtasti listamaður Svíþjóðar og kemur gagngert til Grindavíkur til að sýna í menningarvikunni. Bakki við Garðsveg Opið laugardag kl. 13:00-15:00 Bakki til sýnis. Minja- og sögufélag Grindavíkur hefur fest kaup á hinni fornu verbúð Bakka við Garðsveg og stendur til að koma því í upprunalegt horf. Grindavíkurkirkja Laugardag kl. 17:00 Formleg setning Menningarviku í Grindavíkurkirkju. Tónlistaratriði. Afhending Menningarverðlauna Grindavíkur 2015. Eftir setninguna er gestum boðið í FJÖLMENNINGARLEGT VEISLUHLAÐBORÐ. Sunnudagur kl. 20:00. Léttmessa í Grindavíkurkirkju. Vox Felix leiðir sönginn. Þetta er hópur ungs fólks af Suðurnesjunum sem syngur fjölbreyti- lega söngva undir stjórn Arnórs Vilbergssonar stjórnanda og organista í Keflavíkurkirkju. Salthúsið Stamphólsvegi 2, laugardag kl. 21:00. Fjölmenningar- hátíð. Fjölmenningarráð kynnir Pólland, gömlu Júgóslavíu og Serbía, Tæland og Filippseyjar. Full- trúar þessar landa kynna sögu þeirra, menningu og tónlist og í lok hverrar kynningar verða fyrirspurnir. Íþróttamiðstöðin Austurvegur 1-3, sunnudag kl. 13:00-15:00. Ný íþróttamiðstöð opin almenningi til sýnis. Þessi fyrsti áfangi í uppbyggingu íþróttamiðstöðvar Grindavíkur er í raun miðstöð eða hjarta sem tengir saman íþróttahús, sundlaug og íþróttasvæði utanhúss, þar er jafnframt ný félagsaðstaða UMFG og Kvenfélags Grindavíkur. Allir velkomnir. Flagghúsið Víkurbraut 2, sunnudag kl. 13:00-16:00. Sýning; handunnin teppi, prjónuð, hekluð og bútasaumuð. Hópið, fjölnota íþróttahús við Austurveg, sunnudag kl. 19:30-20:30. Stangaveiðifélag Grindavíkur með flugukastnámskeið í fjölnota íþróttahúsinu, Hópinu. Góðir gestir mæta og leiðbeina. Allir velkomnir. Ekkert gjald er fyrir námskeiðið og börn og unglingar eru sérstaklega velkomin. Kaffihúsið Bryggjan Sunnudag kl. 21:00 Bryggjan. Jazztónleikar með TRIO NOR. Um er að ræða þekkta djass standarda. TRIO NOR skipa þeir Ómar Einarsson á gítar Jakob Hagerdorn-Olsen á gítar og Jón Rafnsson á bassa. Grindavík Kvikan, auðlinda- og menningarhús, Hafnargötu 2, www.grindavik.is/kvikan Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10:17:00. Ókeypis aðgangur á þrjár áhugaverðar sýningar um auðlindir í Grindavík; Guðbergsstofu, Jarðorkusýningu og Saltfisksýningu. Nýja íþróttamiðstöðin, félagsaðstaða UMFG og Kvenfélagsins við Austurveg. Til sýnis fyrir almenning á sunnudag kl. 13-15. Málþing um 100 ára kosningarétt kvenna. Laugardag kl. 11:00 verður glæsileg dagskrá tileinkuð því að 100 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt. Fyrirles- trar og tónlistaratriði. Bókasafnið í Iðu Ásabraut 2, www.grindavik.is/bokasafn Opið laugardag og sunnudag kl. 10:00-16:00 Málverkasýning. Pálmar Örn Guðmundsson kennari og frístunda- málari með málverkasýningu. Hann dvaldi í nokkrar vikur á Kúbu í haust en þaðan kemur innblástur hans að þessu sinni. Verslunarmiðstöðin Víkurbraut 62. Opið laugardag og sunnudag kl. 13:00-17:00 Málverkasýning Helgu Kristjánsdóttur og þriggja útlendra málara, í húsnæði gamla bókasafnsins. Þeir eru; Serhiy Garður Allir viðburðir í Garði opnir 13:00-17:00 laugardag og sunnudag. Byggðasafnið á Garðskaga. Skagabraut 100. Opið verður laugardag og sunnudag. Leiðsögn verður um safnið. Sýning á gömlum mannlífsljósmyndum úr Garðinum, tónlist og listasýning. Hólmsteinn og vitarnir verða opnir ef veður leyfir. Gallery Garðskagi. Skagabraut 100. Opinð verður laugardag og sunnudag. Til sölu handverk og listmunir, tækifæriskort og fleira. Ævintýragarðurinn. Opið verðu í Ævintýragarðinn Urðarbraut 4, laugardag og sunnudag. Til sýnis verða skúlptúrar stórir sem smáir eftir Helga Valdimarsson. Sjólyst í Garði. Hús Unu Guðmundsdóttur Gerðavegi 28 a verður opið á Safnahelgi á Suðurnesjum þann 14. og 15. mars 2015. Heitt verður á könnunni og meðlæti fyrir gesti og gangandi. Stjórnarfólk félags Hollvina Unu verður á staðnum og segir frá stofnun félagsins, markmiðum þess og frá lífi og starfi þessarar merku konu. Gallery ársól. Kothúsum. Opið verður laugardag og sunnudag frá 10:00 – 17:00. Sýning og sala á leðurvörum, skarti og fallegum hlutum. Verið öll hjartanlega velkomin í norðurljósabæinn Garð. SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 14. -15. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN Gryfjan: Sjálfsagðir hlutir Sýningin kemur frá Hönnunarsafni Íslands og er tilgangur hennar að kynna efni og sögu þekktra og oft klassískra hluta í hönnunarsögunni. Bíósalur: 15/15 – Konur og myndlist Sýning á verkum fimmtán íslenskra kvenna úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar í tilefni þess að árið 2015 eru liðin 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt.  Bátasafn Gríms Karlssonar Rúmlega 100 bátalíkön og munir tengdir sjávarút- vegssögu Íslendinga. Bein útsending frá súluvarpinu í Eldey alla helgina. Bryggjuhús Gestastofa Reykjanesjarðvangs Ný sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans, lífríki þar og náttúrufar. Sýningin er í Bryggjuhúsi Duushúsa og er samstarfsverkefni Reykjanes jarðvangs og Reykjanesbæjar. Eitt af hlutverkum Reykjanes jarðvangs er að auka þekkingu almennings á jarðminjum, sögu og menningu svæðisins. Reykjanes jarðvangur er samstarfsverkefni sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum. Í Gestastofunni verður jafnframt til húsa upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Þyrping verður að þorpi Ný grunnsýning Byggðasafns Reykjanesbæjar á miðlofti í Bryggjuhúsi. Á sýningunni er stiklað á stóru um sögu svæðisins allt frá umfjöllun um níundu aldar skála í Höfnum fram undir miðja síðustu öld. Fjallað er um torfbyggingar, eldamennsku, verslun og viðskipti, fiskveiðar og vinnslu, ferðalög og náttúruna. Ólík tímabil flæða saman sem og náttúra og menning. Sunnudag kl. 14:00. Leiðsögn sýningarstjóra. Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður . Byggðasafns Reykjanesbæjar og höfundur sýningarinnar leiðir gesti í gegnum sýninguna. Erlingsstofa – Duushús Sýning á skúlptúrum Erlings Jónssonar. Bókasafn Reykjanesbæjar, Ráðhúsinu Tjarnargötu 12, opið laugardag: 11.00-17.00. Við vekjum athygli á tveimur stórafmælum, 100 ára sögu Keflavíkurkirkju með sýningu á munum tengdri sögunni og 100 ára sögu þingkosningaréttar íslenskra kvenna með gögnum í eigu safnsins. Ávaxtakarfan hefur einnig fengið heim- kynni á safninu sem prýtt er með fígúrum og munum úr verkinu, m.a. Edduverðlaunum. Skessan í hellinum. Svarti hellir við smábátahöfnina í Gróf, opið laugardag og sunnudag kl. 10:00 – 17:00. Skessa Herdísar Egilsdóttur er flutt til Reykjanesbæjar og býður gestum og gangandi að heimsækja sig í hellinn. Sjá skessan.is. Rokkheimur Rúnars Júlíussonar, Skólavegi 12, opið laugardag og sunnudag 14:00 – 17:00. Sjá runarjul.is. Slökkviliðssafn Íslands, Seylubraut 1, Innri-Njarðvík (Safnamiðstöðin Rammi). Opið laugardag og sunnudag 13.00-17.00. Sýning þar sem aldarlöng saga slökkviliða á Íslandi er rakin eins og hún birtist í bílum og tækjabúnaði auk fjölda ljósmynda frá þessari sögu. Íbúð kanans, lífið á vellinum, Life on a Nato base, Grænásbraut 607, West Avenue á Ásbrú. Opið laugardag og sunnudag 13.00-17.00. Sýning um hversdagslíf bandarískra hermanna á varnarstöðinni í Keflavík. Handverk og hönnun Jöklaljós, Grófinni 2, opið laugardag 13:00 – 17:00. Ævintýraland kertanna. Gallerí – vinnustofa. Sjá joklaljos.is. Gallerí Svarta pakkhús, Hafnargötu 2, opið laugardag og sunnudag 13:00 – 17:00. Gler, leir, prjón, fatnaður, skrautmunir, skartgripir o.fl. Gallerí 8, Hafnargötu 21, opið laugardag kl 11:00 – 16:00 og sunnudag 13:00 - 16:00. Íslensk hönnun, fatnaður, leðurvörur, skart, myndlist, gler o.fl. Opnar vinnustofur á Vatnsnesi, Vatnsnesvegi 8, opið laugardag 13:00 – 18:00 og sunnudag 13:00 – 17:00. Bjarnveig Björnsdóttir og Halla Harðardóttir bjóða upp á myndlist, lifandi tónlist og léttar veitingar. Ljósop, félag áhugaljósmyndara, verður með myndir sínar til sýnis og einnig verður hægt að láta taka mynd af sér í stúdiói félagsins. Reykjanesbær Söfn og setur Rokksafn Íslands Hljómahöll, Hjallavegi 2. Opið laugardag og sunnudag kl. 11:00 - 18:00. Sjá rokksafn.is Rokksafn Íslands í Reykjanesbæ opnar sína fyrstu sérsýningu laugardaginn 14. mars kl. 15:00. Listamaðurinn sem tekinn verður fyrir er stórsöngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Sýningin ber heitið „Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu“ en Páll Óskar fagnar einmitt 45 ára afmæli sínu þann 16. mars. Víkingaheimar Víkingabraut 1. Opið laugardag og sunnudag kl. 12:00 - 17:00. Sjá vikingaheimar.is Fimm sýningar í húsinu. Víkingaskipið Íslendingur er helsta að- dráttarafl Víkingaheima. Smíðað af Gunnari Marel Eggertssyni sem sigldi því til New York árið 2000 til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Vesturheims þúsund árum fyrr. Víkingar Norður-Atlantshafsins, sýning um siglingar og landnám norrænna manna sem unnin var í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum. Landnám á Íslandi, merkar fornleifar af Suðurnesjum. Á sýningunni má m.a. sjá gripi úr Hafurbjarnarkumlinu og nýjustu forn- leifarannsókninni í Vogi í Höfnum. Örlög guðanna, sýning um norræna goðafræði. Heimsmynd víkinganna er þarna sett fram á listi- legan máta þar sem frásögn, myndlist og tónlist fléttast saman á nýstárlegan hátt. Söguslóðir. Kynning á helstu söguslóðum á Íslandi unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Duushús, menningar- og listamiðstöð Duusgötu 2-8. Opið laugardag og sunnudag kl. 13:00 - 17:00. 6 sýningar í húsunum. Listasafn Reykjanesbæjar Listasalur: Til sjávar og sveita – Gunnlaugur Scheving Samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Listasafns Árnesinga. Á þessari sýningu eru tekin fyrir verk Gunnlaugs, sem er meðal helstu listamanna þjóðarinnar, og endurspegla verkin á sýningunni vel þá breytingu sem varð í íslenskri myndlist á millistríðsárunum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.