Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2015, Page 14

Víkurfréttir - 12.03.2015, Page 14
14 fimmtudagurinn 12. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR Vogar Stóru- Vogaskóla Tjarnargötu 2. Laugardagur kl. 13:00 - 14:30. Lestrarfélagið Baldur. Bókasafnið í Stóru-Vogaskóla. Sýning á ýmsum munum í eigu Vogabúa sem tengjast hinum Norðurlöndunum og norrænu samstarfi. Gestir eru hvattir til að hafa meðferðis muni og sýna þá á staðnum. Tónleikar: Þorgerður Ása Aðalsteins- dóttir vísnasöngkona syngur og leikur sönglög frá Norðurlöndum. Á efnisskrán- ni eru m.a. lög eftir Barböru Helsingius, Bergþóru Árnadóttur og Olle Adolphson. Álfagerði Akurgerði 25. Laugardagur kl. 15:00. Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar minnist aldar- afmælis rithöfundarins Jóns Dan Jónssonar. Hann var fæddur á Vatnsleysuströnd og í mörgum af bókum hans má þekkja sögusvið úr bernskusveit hans. Sagt verður frá Jóni og lesið upp úr nokkrum ritverkum hans. Allir velkomnir. SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 14. -15. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN VERIÐ VELKOMIN Á SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 14. -15. MARS PANTONE 3135 PANTONE 4505 C 100 M 0 Y 16 K 11 C 0 M 15 Y 70 K 50 Leturgerð: Letter Gothic STD Bold Sandgerði Bókasafn Sandgerðis Skólastræti, opið laugardag kl. 13:00 - 16:00. Kynning á Comenius Regio verkefni á vegum Sandgerðisbæjar og stofnanna í bænum. Verkefnið er unnið í samstarfi við Mänttä-Vilppula, bæjarfélag í Finnlandi. Verkefnið snýst um gerð námskrár í mynd- og handmennt og náttúrufræði og tengingu skólastiga og stofnanna í bæjarfélögunum á sviði náttúrurannsókna og myndlistar. Þátttakendur í Sand- gerðisbæ eru Grunnskólinn í Sandgerði, Leikskólinn Sólborg, Þekkingarsetur Suðurnesja, Náttúrustofa Suð-vesturlands, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum og Lista- torg. Listatorg Vitatorgi. Opið alla daga vikunnar frá 13:00 - 17:00. Í Gallerýi Listatorgs er heill ævintýraheimur af margskonar handverki. Sýning í húsinu: „Dúkkur frá síðustu öld“ verður laugardag og sunnudag frá 13 -17. Um er að ræða sýningu á dúkkum og fylgihlutum frá síðustu öld sem heimamenn og aðrir velunnarar hafa lánað til Listatorgs. Þekkingarsetur Suðurnesja Garðvegi 1. Opið laugardag og sunnudag 13:00 - 17:00. Sjá thekking- arsetur.is Tvær sýningar í húsinu: Náttúrugripasýning er á efri hæð Þek- kingarsetursins með yfir 70 uppstoppuðum dýrum. Þar má einnig sjá ýmis lifandi sjávardýr og jafnvel koma við þau. Gaman er að flétta fjöru eða tjarnaferð saman við heimsókn á náttúrusýninguna. Þá er smádýrum safnað í fjörunni og þau svo skoðuð í víðsjá á sýningunni. Heilmikinn fróðleik er að finna í bókakosti Þekkingar- setursins sem staðsettur er á Náttúrusýningunni. Heimskautin heilla er samvinnuverk- efni Sandgerðisbæjar og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum og fleiri aðila. Sýningin er um franska heim- skautafarann Jean-Baptiste Charcot, einn merkasta landkönnuð síðustu aldar en hann fórst með skipi sínu Pourquoi-pas? og áhöfn við Mýrar 1936. Sýningin er í tveimur nýjum sölum þar sem líkt er eftir brú og káetu í skipi frá tíma heimskautafarans. Einkasafn poppstjörnu Opið laugardag og sunnudag kl. 11:00 - 18:00. Sjá rokksafn.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.