Víkurfréttir - 12.03.2015, Side 15
15VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. mars 2015
Verkefnið fengið mjög góðar viðtökur og er nokkuð ljóst
að samstaða er innan fagaðila á
svæðinu um að sporna eins og
hægt er gegn brotthvarfi úr fram-
haldsskólum. Með þátttöku í
verkefninu fá fagaðilar í hendur
efni sem nota má til þess að inn-
leiða aðferðina í þeirra vinnuum-
hverfi,“ segir Særún Rósa Ást-
þórsdóttur, verkefnastjóri hjá
MSS, en Miðstöð símenntunar
á Suðurnesjum er aðili að Evr-
ópuverkefninu CAPWIN. Verk-
efnið er unnið í samstarfi 7 landa
og snýr að innleiðingu aðferða
sem draga eiga úr brotthvarfi í
skóla. Aðferðunum er ætlað
að styrkja fagfólk í vinnu sinni
með brotthvarfsnemendum og
gefa nemendum færi á að virkja
styrkleika sína um leið og þeir
skoða eigin ákvarðanatöku.
Nýlega hófst svokallað reynslu-
tímabil eða ,,testing phase“ þar
sem aðferðir og verkfæri gegn
brotthvarfi eru kynntar fagaðilum
á svæðinu. Tímabilið nær yfir 6
vikur og hlýtur fagfólk þjálfun í
aðferð Robert Michit sem þróuð
hefur verið í franska skólanum Arc
en Ciel. Hópurinn sem tekur þátt
í reynslutímabilinu samanstendur
af náms- og starfsráðgjöfum frá
MSS, grunnskólum, Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja og hjá Keili, fé-
lagsráðgjöfum hjá félagsþjónustu
sveitarfélaga auk félagsráðgjafa hjá
Samvinnu, starfsendurhæfingu
innan MSS.
Markmið MSS með verkefninu
er að koma á samstarfi við aðila
sem koma að brotthvarfi á Suður-
nesjum. Athygli fagaðila innan
skólasamfélagsins hefur undan-
farið beinst að brotthvarfsvanda
og ráðist hefur verið í margvíslegar
aðgerðir til þess að draga úr brott-
hvarfi og ekki síst að fyrirbyggja
vandann. Þar vill MSS leggja lóð sín
á vogarskálarnar sem fræðsluaðili á
Suðurnesjum og taka þannig þátt í
að efla menntunarstig, árangur og
ekki síst vellíðan einstaklinga sem
hafa átt í erfiðleikum með nám og
námsástundun.
■■ Evrópuverkefnið CAPWIN hjá MSS fer vel af stað:
Fagfólk sameinast
gegn brotthvarfi
■XBæjarráð Sandgerðis hefur falið fræðslu- og menningarfulltrúa að rita
formönnum Knattspyrnufélagsins Reynis, Kvenfélagsins Hvatar, Björg-
unarsveitarinnar Sigurvonar, Golfklúbbs Sandgerðis, Lionsklúbbs Sand-
gerðis og Listatorgs bréf þar sem kannað verði hvort félögin séu tilbúin til
að taka að sér undirbúning og framkvæmd Sandgerðisdaga 2015, annað
hvort ein sér eða í samvinnu við önnur félög í bænum.
Í minnisblaði ferða- og menningarfulltrúa um undirbúning og fram-
kvæmd Sandgerðisdaga 2015 kom fram að Kvennakór Suðurnesja sjái sér
ekki fært að taka að sér undirbúning hátíðarinnar í ár.
Atvinnu-, ferða- og menningarráði Sandgerðis er falið að vinna úr svörum
formanna félaganna þegar þau berast og leggja tillögur fyrir bæjarráð.
Vilja endurvekja dag félagasamtaka í Vogum
■XFrístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur áhuga á að
endurvelja dag félagasamtaka í Vogum og telur mikilvægt að ræða við fé-
lögin og kanna hug þeirra til slíks verkefnis.
Dagur félagasamtaka getur verið gott tækifæri fyrir félagasamtök að kynna
starfsemi sína og sækja nýja félaga. Starf félagasamtaka er mikilvægt í
hverju samfélagi og auðgar það. Frístunda- og menningarnefnd telur að
gott væri að stefna að slíkum degi á haustdögum 2015. Bæjarstjórn Voga
tekur undir með nefndinni og samþykkti fundargerð nefndarinnar.
-fréttir pósturX vf@vf.is
■XLíkanið af Goðafossi og þýska kafbátnum U300 er komið á byggðasafnið
á Garðskaga. Suðurnesjamenn geta því notið þess að skoða líkanið með
eigin augum en fjallað var um smíðina í Víkurfréttum og Sjónvarpi Víkurf-
rétta á dögunum.
Það voru þeir Ásgeir Hjálmarsson og Friðrik Friðriksson sem unnu að
líkaninu í sameiningu. Friðrik smíðaði Goðafoss og kafbátinn en Ásgeir
gerði líkan af byggðinni í Garði og staðsetti Goðafoss í Garðsjónum, þar
sem hann var skotinn niður af þýska kafbátnum fyrir rétt liðlega 70 árum.
Byggðasafnið á Garðskaga verður opið um helgina á sérstakri safnahelgi á
Suðurnesjum en líkanið verður áfram á Garðskaga og verður einnig hægt
að njóta þess að skoða það þar næsta sumar.
Hver vill taka að sér Sandgerðisdaga?
Goðafoss kominn
á Garðskaga
Vogar
Stóru- Vogaskóla
Tjarnargötu 2. Laugardagur kl. 13:00 - 14:30.
Lestrarfélagið Baldur.
Bókasafnið í Stóru-Vogaskóla.
Sýning á ýmsum munum í eigu Vogabúa sem tengjast hinum Norðurlöndunum og norrænu
samstarfi. Gestir eru hvattir til að hafa meðferðis muni og sýna þá á staðnum.
Tónleikar: Þorgerður Ása Aðalsteins-
dóttir vísnasöngkona syngur og leikur
sönglög frá Norðurlöndum. Á efnisskrán-
ni eru m.a. lög eftir Barböru Helsingius,
Bergþóru Árnadóttur og Olle Adolphson.
Álfagerði
Akurgerði 25. Laugardagur kl. 15:00.
Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar minnist aldar-
afmælis rithöfundarins Jóns Dan Jónssonar. Hann var
fæddur á Vatnsleysuströnd og í mörgum af bókum hans
má þekkja
sögusvið úr bernskusveit hans. Sagt verður frá Jóni og
lesið upp úr nokkrum ritverkum hans.
Allir velkomnir.
SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 14. -15. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN
VERIÐ VELKOMIN
Á SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM
DAGANA 14. -15. MARS
PANTONE 3135
PANTONE 4505
C 100
M 0
Y 16
K 11
C 0
M 15
Y 70
K 50
Leturgerð: Letter Gothic STD Bold
Sandgerði
Bókasafn Sandgerðis
Skólastræti, opið laugardag kl. 13:00 - 16:00.
Kynning á Comenius Regio verkefni á vegum Sandgerðisbæjar og stofnanna í bænum.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Mänttä-Vilppula, bæjarfélag í Finnlandi. Verkefnið
snýst um gerð námskrár í mynd- og handmennt og náttúrufræði og tengingu skólastiga og
stofnanna í bæjarfélögunum á sviði náttúrurannsókna og myndlistar. Þátttakendur í Sand-
gerðisbæ eru Grunnskólinn í Sandgerði, Leikskólinn Sólborg, Þekkingarsetur Suðurnesja,
Náttúrustofa Suð-vesturlands, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum og Lista-
torg.
Listatorg
Vitatorgi. Opið alla daga vikunnar frá 13:00 - 17:00.
Í Gallerýi Listatorgs er heill ævintýraheimur af margskonar handverki.
Sýning í húsinu:
„Dúkkur frá síðustu öld“ verður laugardag og sunnudag frá 13 -17. Um er að ræða
sýningu á dúkkum og fylgihlutum frá síðustu öld sem heimamenn og aðrir velunnarar hafa
lánað til Listatorgs.
Þekkingarsetur
Suðurnesja
Garðvegi 1. Opið laugardag og
sunnudag 13:00 - 17:00. Sjá thekking-
arsetur.is
Tvær sýningar í húsinu:
Náttúrugripasýning er á efri hæð Þek-
kingarsetursins með yfir 70
uppstoppuðum dýrum. Þar má einnig
sjá ýmis lifandi sjávardýr og jafnvel
koma við þau. Gaman er að flétta fjöru
eða tjarnaferð saman við heimsókn á
náttúrusýninguna. Þá er smádýrum
safnað í fjörunni og þau svo skoðuð í
víðsjá á sýningunni. Heilmikinn fróðleik
er að finna í bókakosti Þekkingar-
setursins sem staðsettur er á
Náttúrusýningunni.
Heimskautin heilla er samvinnuverk-
efni Sandgerðisbæjar og Rannsóknasetur
Háskóla Íslands á Suðurnesjum og fleiri
aðila. Sýningin er um franska heim-
skautafarann Jean-Baptiste Charcot,
einn merkasta landkönnuð síðustu
aldar en hann fórst með skipi sínu
Pourquoi-pas? og áhöfn við Mýrar 1936.
Sýningin er í tveimur nýjum sölum þar
sem líkt er eftir brú og káetu í skipi frá
tíma heimskautafarans.
Einkasafn
poppstjörnu
Opið laugardag og sunnudag
kl. 11:00 - 18:00.
Sjá rokksafn.is
Guðlaugur H. Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
Halldór Magnússon
Löggiltur fasteignasali
Haraldur Freyr Guðmundsson
Sölumaður
Þverholt 11 – 230 Reykjanesbær
Glæsilegt einbýli á vinsælum stað í Keflavík.
4-5 herbergja samtals 178,1m2 þar af bílskúr 40m2.
Eignin er mikið endurnýjuð (nánari uppl í síma).
39.000.000,-
Pósthússtræti 3 – 230 Reykjanesbær
Glæsilegt íbúð á 5. Hæð í 7 hæða fjölbýli
Íbúðin er samtals 101,6m2 3ja herbergja
Lokaðar svalir með útsýni yfir Reykjanesbæ
30.000.000,-
Þrastartjörn 9 – 260 Reykjanesbær
5 herbergja parhús með bílskúr í Njarðvík.
Eignin er samtals 160m2 þar af bílskúr 37,7m2.
Mikið vönduð eign á flottum stað, nálægt skóla.
34.900.000,-
Sunnubraut 38 – 230 Reykjanesbær
200m2 hæð á frábærum stað í Keflavík.
5 herbergja efri sér hæð ásamt 60m2 bílskúr.
Stutt er í allar tómstundir og skóla.
26.000.000,-
Hjallavegur 15 – 260 Reykjanesbær
Íbúð á efri hæð í fjórbýli í Njarðvík.
4ra herbergja samtals 104m2.
Nálægt miðbænum, stutt í tómstundir.
18.800.000,-
Efstaleiti 67 – 230 Reykjanesbær
Skemmtilegt endaraðhús í vinsælu hverfi.
Eignin er samtals 129,4m2 þar af bílskúr 31,5m2.
Stutt í skóla, verslanir, íþróttahús og sundmistöð.
29.000.000,-
Stuðlaberg - Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ - Sími 420 4000 - www.studlaberg.is
420 4000
s t u d l a b e r g . i s
Hópur Suðurmesjamanna sem vinnur að verkefinu.