Víkurfréttir - 12.03.2015, Qupperneq 19
19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. mars 2015
Málningardagar
í Flügger litum Reykjanesbæ
Allar vörur
á hálfvirði
* Dagana 12. 13. og 14. mars 2015. Gildir ekki um vörur á sérverðum.
Hafnargötu 90, Reykjanesbæ | Sími 421 4790
AFSLÁTTUR
50%
fimmtudag, föstudag og laugardag*
08:00–18:00 fimmtudag og föstudag
10:00–15:00 laugardag
Afgreiðslutími á málningardögum
Kleinur og
kaffi á könn
unni
Skilafrestur vegna stjórnarkjörs
Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir uppstillinganefnd
félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem
haldinn verður 20. apríl nk.
Í kjöri er formaður í stjórn kosinn til tveggja ára einnig tveir aðalmenn í stjórn kosnir
til tveggja ára og tveir varmenn í stjórn kosnir til eins árs.
Tillögum skal skila til Uppstillinganefndar, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ eigi síðar en
20. mars 2015. Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti, heimilsfang og heiti
vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um.
Tillögum skal fylgja skriegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um.
Uppstillinganefnd STFS
Fyrsta áfanga við endurnýjun á verslunar- og veitingasvæði
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er
lokið með opnun tveggja nýrra
veitingastaða og einnar versl-
unar. Framkvæmdir á svæðinu
munu halda áfram og verða lokið
í áföngum fram í miðjan maí n.k.
Tveir nýir veitingastaðir, Mat-
hús og Loksins Bar, hafa tekið til
starfa. Báðir leggja þeir áherslu á
að skapa íslenskt andrúmsloft og
komu margir íslenskir hönnuðir
að hönnun þeirra. Mathús verður
stærsti veitingastaðurinn á svæð-
inu og mun bjóða upp á fjölskyldu-
vænan mat. Loksins Bar leggur
áherslu á íslenskan bjór og hefur
yfir 30 bjórtegundir frá íslenskum
brugghúsum á boðstólum. Þá hefur
Optical Studio opnað verslun sína
á nýjum stað en verslunin hefur
verið í flugstöðinni í 16 ár. Optical
Studio útbýr gleraugu á 15 mínút-
um fyrir farþega ásamt því að bjóða
upp á sjónmælingar, kontaktlinsur,
viðgerðir á gleraugum, sólgleraugu
ofl. Eymundsson mun svo opna
endurbætta verslun á nýjum stað í
vikunni.
Sex verslanir og einn veitinga-
staður, sem áður voru á svæðinu,
voru valin í forvali til þess að halda
áfram rekstri en við bætast tvær
nýjar verslanir og fjórir veitinga-
staðir. Verslanirnar 66°N, Bláa
Lónið, Elko, Eymundsson, Opti-
cal Studio og Rammagerðin munu
allar halda áfram starfsemi í flug-
stöðinni. Við bætast tískuvöru-
verslun með þekkt erlend vöru-
merki ásamt íslenskri hönnun og
sælkeraverslunin Nord. Fjórir nýir
drykkjar- og matsölustaðir opna á
fríhafnarsvæðinu, staðirnir Mat-
hús, Loksins bar, Segafredo og Joe
and the Juice.
Íslensk hönnun og íslenskt hráefni
voru leiðarljósið í allri hönnun á
nýju fríhafnarsvæði sem og í vali á
rekstraraðilum. Þess var krafist af
öllum rekstraraðilum að þeir hefðu
íslenska tengingu í vöru sinni eða
þjónustu.
Endurhönnun flugstöðvarinnar
og útboð verslunar-og veitinga-
svæðis var nauðsynlegt til þess að
mæta auknum farþegafjölda á flug-
vellinum en um fjórar milljónir
farþega fóru um flugvöllinn árið
2014. Breytingarnar og uppbygg-
ingin munu fjölga störfum á Kefla-
víkurflugvelli verulega sem og auka
tekjur á fríhafnarsvæðinu.
Fyrsta áfanga við
endurnýjun á frí-
hafnarsvæði lokið
-fréttir pósturu vf@vf.is
Vikulegur sjónvarpsþáttur frá Suðurnesjum
Sjónvarp Víkurfrétta
á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30
– og í HD á vf.is þegar þér hentar!
Nettómótið
Leikskólinn Holt
Júlíus Viggó
Páll Óskar
AÐALFUNDUR
Framsóknarfélags Reykjanesbæjar 19. mars 2015,
í félagsheimili Framsóknarmanna í
Reykjanesbæ, Hafnargötu 62, kl. 20:00.
Dagskrá:
Vengjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
Stjórn Framsóknarfélags Reykjanesbæjar.
NÚ ER RÉTTI TÍMINN FYRIR
TRJÁKLIPPINGAR!
Áður en trén vakna úr vetrardvala
Fellum einnig stór tré og fjarlægjum úr görðum
Gerum föst tilboð
Áratuga reynsla og fagmennska
GRÆNU KARLARNIR EHF.
Kristján Bjarnason garðyrkjufræðingur // s. 848 2418.
■■ Flugstöð Leifs Eiríkssonar: