Víkurfréttir - 11.06.2015, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 11. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-sjómannadagurinn pósturu vf@vf.is
TE
X
TI
O
G
M
YN
D
IR
: P
Á
LL
K
ET
IL
SS
O
N
/
/
PK
ET
@
V
F.
IS
tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags
skila atkvæði þínuMundu að
FLÓABANDALAGIÐ
ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. júní
22. júní er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana
V
Tillaga að
deiliskipulagi Útgarðs
í Sveitarfélaginu Garði
Bæjarstjórn Garðs samþykkti á fundi 3.6.2015
að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir
Útgarð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010. Skipulagssvæðið er 5 ha að stærð
og er vestast í Útgarði.
Tillagan fjallar um gistiaðstöðu, verslun og
þjónustu, aðkomu og skilmála. Afmarkaðar eru
9 lóðir. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg
á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Garðs
og heimasíðu www.svgardur.is,
frá 11. júní til 4. ágúst.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera
skriflegar og berast til skipulags- og byggingar-
fulltrúa í síðasta lagi 4. ágúst, annað hvort á
Sunnubraut 4, 250 Garður eða á netfangið
jonben@svgardur.is
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Jón Ben Einarsson
Opinn dagur
í Kirkjugörðum Keflavíkur
Fimmtudaginn 18. júní kl. 16:00 - 18:00.
Kirkjugarðurinn við Aðalgötu
og Hólmsbergsgarður.
Boðið upp á kaffi og kleinur.
Gott tækifæri fyrir aðstandendur að snyrta leiði
eftir veturinn og ræða við starfsfólk garðana.
Kirkjugarðanefnd.
Vélbáturinn Baldur KE, sem staðið hefur í nausti í Grófinni rétt við smábátahöfnina í Keflavík
síðan árið 2003, var formlega afhentur Byggðasafni
Reykjanesbæjar í lok sjómannamessu í Duus-húsum
sl. sunnudag, á sjómannadegi.
Baldur KE á stóran sess í sjávarútvegssögu Keflavíkur
en hann var á sjó í 42 ár og var mikið aflaskip, gerð-
ur lengst af út af Ólafi Björnssyni í útgerðarfélaginu
Baldri. Ólafur, sem er kominn á tíræðisaldur, vildi að
báturinn gegndi áfram hlutverki sínu í landi og fannst
kominn tími til að gefa Byggðasafninu hann. Það var
gert formlega við sjómannamessuna. Til stendur að
stofna áhugafélag í kringum Baldur KE og að það
muni t.d. aðstoða við viðhald hans og fleira í framtíð-
inni. Mun stofnun þess verða auglýst í Víkurfréttum á
næstunni.
Baldur KE 97 var fyrsti frambyggði báturinn sam-
kvæmt íslenskum hugmyndum og fyrstur með skuttog
á Íslandi. Ólafur segir að hann hafi snemma fengið
þá flugu í hausinn að láta smíða frambyggðan bát
með skuttog. „Ég var stýrimaður á togaranum Júní og
Andrés Gunnarsson vélstjóri gerði líkan og tillögur að
skuttogara, en á þessum tíma var nýsköpunin í gangi.
Það vildi enginn hlusta á hann hér heima, en hann fór
sem farþegi með okkur á Júní til Grimsby. Við gengum
frá þessu listaverki á káetuborðinu og ég sat langtímum
saman og horfði á þetta listaverk,“ sagði Ólafur í viðtali
við Víkurfréttir árið 2003 þegar báturinn var fluttur á
núverandi stað og upplýstur.
Báturinn var smíðaður í Svíþjóð og kom til Íslands 19.
mars 1961 og þá þegar hóf hann veiðar. Baldur var með
fyrstu bátunum sem hófu humarveiðar af einhverju
marki og segir Ólafur að þær veiðar hafi gengið vel.
„Við vorum á snurvoð á sumrin og á línu og netum á
veturna. Okkur gekk báta best alla tíð á snurvoðinni.“
Baldur KE var síðustu árin í eigu Nesfisks í Garði en
var lagt þann 1. mars 2003 eftir að hafa gegnt sínu
hlutverki rækilega í 42 ár. Ólafur segir að það hafi verið
draumur sinn að geta varðveitt Baldur. „Þegar það
kom upp að þeir hjá Nesfiski voru tilbúnir að láta mig
fá bátinn þegar þeir hættu að gera hann út þá fór ég og
ræddi við bæjarstjórann og spurði hvort bærinn væri
tilbúinn að búa honum stað. Bæjarstjóri tók því mjög
vel og varð hrifinn af hugmyndinni.“
Baldur KE afhentur Byggðasafni
Reykjanesbæjar til eignar
Fjölmennt var í sjómannamessu sem haldin var í bíósal Duus-húsa.
Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður
Byggðasafns Reykjanesbæjar og Ólafur
Björnsson fyrir framan Baldur KE 97.
VF-myndir/pket.