Víkurfréttir - 11.06.2015, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 11. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR
AUGLÝSINGASÍMINN
ER 421 0001
vf.is
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Olga Björt Þórðardóttir, olgabjort@vf.is
Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is
Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is og kylfingur.is
ÚTGEFANDI:
AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN:
RITSTJÓRI OG ÁBM.:
FRÉTTASTJÓRI:
BLAÐAMENN:
AUGLÝSINGASTJÓRI:
UMBROT OG HÖNNUN:
AFGREIÐSLA:
PRENTVINNSLA:
UPPLAG:
DREIFING:
DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl.
17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáaug-
lýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðju-
dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist
skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á
vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri
útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það
birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
RITSTJÓRNARBRÉF
Sárfættur Sigvaldi lætur gott af sér leiða
Sigvaldi Arnar Lárusson er lögreglumaður
á Suðurnesjum sem er að láta gott af sér
leiða. Hann er rúmlega hálfnaður á göngu
sinni frá Keflavík til Hofsóss, um 370 km.
leið. Gönguna fer hann til stuðnings Um-
hyggju, félags langveikra barna. Ástæðan
fyrir göngunni er arfaslök spádómsgáfa
Sigvalda, sem hafði spáð því að knattspyrn-
umaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði kjörinn íþróttamaður
ársins 2014. Ef spáin gengi ekki eftir ætlaði Sigvaldi að fara
á tveimur jafnfljótum frá Keflavík og alla leið til Hofsóss, en
Sigvaldi á ættir að rekja þangað norður. Þrotlausar æfingar
hófust strax á nýja árinu og sl. föstudag var komið að fyrsta
göngudeginum af níu. Stór hópur styður Sigvalda í göngunni
og alla þá daga sem Sigvaldi hefur verið á göngu hefur hann
haft félagsskap á göngunni og hann fær góðar móttökur þar
sem hann kemur.
Það er alls ekki auðvelt að ganga þá vegalengd sem Sigvaldi er núna að takast á við. Álag á lík-
amann er mikið. Bólgnir ökklar og blöðrur eru fylgifiskar svona göngu. Undirritaður prófaði
sjálfur að ganga tæplega 50 km. vegalengd eftir malbiki fyrir tveimur árum og var „lappalaus“ í
viku á eftir. Sigvaldi er að fara ígildi maraþons á hverjum degi í níu daga og vonast til að ferða-
lagið skili Umhyggju fúlgu fjár og honum mikilli skemmtun og ánægju.
Við getum öll tekið þátt í þessu verkefni með Sigvalda lögreglumanni og hringt inn styrki í eftir-
talin númer: 901-5010 - 1.000 kr., 901-5020 - 2.000 kr., 901-5030 - 3.000 kr.
-menntun pósturu vf@vf.is
KEILIR - MIÐSTÖÐ VÍSINDA, FRÆÐA OG ATVINNULÍFS:
Tvöþúsundasti nemandinn útskrifast frá Keili
LJ
Ó
SM
Y
N
D
IR
: O
D
D
G
EI
R
K
A
R
LS
SO
N
Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 132 nemendur af fjórum brautum af við hátíðlega
athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstudaginn 5. júní. Út-
skrifaðir voru nemendur af Háskólabrú, einka- og styrkt-
arþjálfaranámi, leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku
og atvinnuflugmannsnámi. Þau tímamót voru við þetta
tækifæri að tvöþúsundasti nemandinn útskrifaðist úr Keili
og féll sá heiður Davíð Ágústssyni, nemanda í atvinnuflug-
mannsnámi Flugakademíu Keilis, og fékk hann bókagjöf
frá ISAVIA.
Háskólabrú Keilis útskrifaði í allt 40 nemendur úr þremur
deildum: Félagsvísinda- og lagadeild; Hugvísindadeild; og
Viðskipta- og hagfræðideild. Nemendur Verk- og raunvís-
indadeildar útskrifast síðan í ágúst. Soffía Waag Árnadóttir,
forstöðumaður Háskólabrúar flutti ávarp. Dúx var Haukur
Daði Guðmundsson með 9,14 í meðaleinkunn. Fékk hann
bók frá Íslandsbanka og spjaldtölvu frá Keili sem viðurkenn-
ingu fyrir bestan námsárangur. Kristrún Helga Jóhanssdóttir
flutti ræðu útskriftarnema. Með útskriftinni hafa samtals
1.256 nemendur útskrifast úr Háskólabrú Keilis og hafa lang
flestir þeirra haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og
erlendis.
31 nemandi lauk atvinnuflugmannsprófi frá Flugakademíu
Keilis. Snorri Páll Snorrason, skólastjóri Flugakademíunnar
flutti ávarp. Sebastian Fredsholt frá Danmörku fékk viður-
kenningu fyrir bestan námsárangur í atvinnuflugmannsnámi
með 9,79 í einkunn sem er hæsta meðaleinkunn sem hef-
ur verið veitt í atvinnuflugmannsnámi Keilis frá upphafi.
Christoffer Schröder flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd
Flugakademíu Keilis.
47 nemendur útskrifuðust sem ÍAK þjálfarar úr Íþrótta-
akademíu Keilis, 39 einkaþjálfarar, 8 styrktarþjálfarar. Arn-
ar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis,
flutti ávarp, Snjólfur Björnsson fékk viðurkenningu fyrir
bestan námsárangur í ÍAK einkaþjálfun með 9,52 í meðal-
einkunn og Eyþór Ingi Einarsson í ÍAK styrktarþjálfun með
9,06 í meðaleinkunn. Fengu þeir gjafabréf frá Sporthúsinu í
Reykjanesbæ.
Þá brautskráðust fjórtan leiðsögumenn í ævintýraferða-
mennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University í
Kanada. Þetta er annar hópurinn sem lýkur náminu, sem
er átta mánaða háskólanám þar sem helmingur námsins fer
fram víðsvegar um í náttúru Íslands. Elín Lóa Baldursdóttir,
nemandi í ævintýraleiðsögunáminu, fékk gjöf frá GG sjó-
sport sem viðurkenningu fyrir bestan námsárangur með 8.87
í meðaleinkunn og flutti hún einnig ávarp útskriftarnema.
Í allt hafa 2.123 nemendur útskrifast frá Keili síðan hann hóf
störf árið 2007. Fjöldi umsókna hefur borist um nám fyrir
haustið 2015. Mikil aukning er í atvinnuflugmannsnám í
Flugakademíu Keilis auk þess sem fjöldi umsókna hafa borist
í leiðsögunám í ævintýraferðamennsku og einkaþjálfaranám
Íþróttaakademíu Keilis. Sem fyrr eru flestir umsækjendur
um nám í Háskólabrú Keilis, en að jafnaði stunda um tvö
hundruð einstaklingar staðnám og fjarnám í Háskólabrú á
ári hverju.
Enn er hægt að sækja um nám í flestum deildum Keilis og er
hægt að nálgast nánari upplýsingar á www.keilir.net.
SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA - FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN OG VF.IS