Víkurfréttir - 11.06.2015, Blaðsíða 23
23VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 11. júní 2015
-sportið pósturu vf@vf.is
„Við fórum að vinna saman sem
heild. Uppleggið var ekkert flókið
og menn gerðu það sem þeir voru
beðnir um að gera. Maður fann ein-
hvern fiðring í maganum sem hafði
kannski ekki verið til staðar í síðustu
leikjum,“ sagði Einar Orri Einars-
son, leikmaður Keflvíkinga eftir
sigur gegn ÍBV í Pepsi-deildinni í
knattspyrnu, aðspurður um hvað
hefði breyst í fari liðsins í þessum
leik. Einar var kominn aftur í sína
hefðbundnu stöðu á miðjunni eftir
að hafa leikið sem miðvörður og átti
stórfínan leik auk þess að skora annað mark liðsins.
Nýráðnir þjálfarar Keflavíkur í knattspyrnu, þeir
Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmunds-
son, fengu sannkallaða óskabyrjun með liðið þegar
Keflvíkingar lögðu Eyjamenn 3-1. Keflvíkingar unnu
þar með sinn fyrsta sigur í sumar og jöfnuðu ÍBV að
stigum en liðin sitja enn á botni deildarinnar með 4
stig hvort. Keflvíkingar mættu með leikgleði og bar-
áttu að vopni í leikinn og var allt annað að sjá til þeirra
en í undanförnum leikjum.
„Ég er alltaf nokkuð sáttur ef ég spila
leiki. Ég tel mig geta spilað báðar þess-
ar stöður en ef ég þyrfti að velja tæki
ég alltaf miðjuna. Á endanum ráða
þjálfararnir hvar leikmenn spila.“
Þegar Einar var spurður um hvaða
þýðingu þessi sigur hefði fyrir liðið
sagði hann: „Auðvitað hefur þessi
leikur gríðarlega þýðingu fyrir okkur.
Ef við hefðum tapað værum við 5-7
stigum á eftir næstu liðum en erum
þess í stað við hlið ÍBV og ÍA og von-
umst til að geta klifrað upp töfluna
í næstu leikjum. Nýju þjálfararnir
höfðu ekki mikinn tíma til að undirbúa liðið en nýttu
hann vel að mínu mati með því að reyna að skilgreina
betur hlutverk hvers og eins og kveikja neista í okkur
sem hafði farið dofnandi eftir því sem leið á mótið.
Stemmningin var frábær inni í klefa eftir leik, eins
og alltaf eftir sigurleiki. Verst að maður var farinn
að gleyma hversu gaman er að vinna fótboltaleiki og
vonandi verður þetta til þess að menn sætti sig ekki
við neitt annað en svona partý í leikslok.“
Keflvíkingar mæta liði Vals í næstu umferð, sunnu-
daginn 14. júní, á Nettóvellinum.
-segir Einar Orri Einarsson markaskorari í sigurleik Keflavíkur á ÍBV. Góð byrjun hjá nýjum þjálfurum.
Var farinn að gleyma hversu
gaman er að vinna fótboltaleiki
Haukur Ingi
Guðnason og Jóhann
Birnir Guðmundsson.
Keflvíkingurinn
Einar Orri
Einarsson og
Eyjamaðurinn
Víðir Þorvarðar-
son í baráttu um
boltann.
VF-mynd:
Hilmar Bragi
REYKJANESBÆ
Gleðilega þjóðhátíð 17. júní